Hvar hvílir ábyrgðin á bættum heimi? Sandra Rán Ásgrímsdóttir skrifar 22. febrúar 2017 08:12 Við gerum okkur flest grein fyrir því hvað þarf að gera til þess að tryggja að komandi kynslóðir geti búið við sambærilegar aðstæður og við búum við í dag. Við þurfum að draga úr losun gróðurhúsa lofttegunda og huga að sjálfbærri nýtingu á náttúruauðlindum. Undirritun Parísarsáttmálans var stórt skref í rétta átt en líkt og komið hefur fram þá þarf mikið að breytast til að markmið sem þar eru sett fram náist. Hvernig getum við þá tryggt að árangur náist – á hverjum hvílir ábyrgðin? Hvert skref í rétta átt, hversu stórt sem það er, skiptir máli. Árangur byggist ekki aðeins á því að stjórnvöld beiti þeim aðferðum og hvötum sem þau hafa valda á eða á aðgerðum einstaklinga. Fyrirtæki og stofnanir gegna einnig mikilvægu hlutverki í því að árangur náist í loftslagsmálum. Fyrirtæki og stofnanir eru leiðandi afl í samfélaginu, kannanir sýna að einstaklingar sem að t.d. flokka í vinnunni eru líklegri til þess að gera það líka heima hjá sér. Á vinnustöðum hvílir því mikil ábyrgð þegar kemur að því að sýna gott fordæmi og vinna að bættri umhverfisvitund í samfélaginu. Hver vinnustaður er ólíkur öðrum og sérsniðin stefnumótun í samstarfi við starfsfólk sem tekur á þeim þáttum sem að snertir starfsemi fyrirtækis eða stofnunarinnar er besta leiðin að árangri. Innleiðing stefnu sem felur í sér mælanleg markmið getur aðstoðað vinnustaði við að skilgreina hvar það getur haft áhrif og fylgjast með árangri sínum. Huga þarf ekki aðeins að starfseminni sjálfri heldur einnig hagsmunaaðilum og virðiskeðju vinnustaðar við mótun stefnunnar ásamt áhrifum þess á umhverfi og samfélag í víðu samhengi. Slíka stefnu er hægt að kalla sjálfbærnistefnu vinnustaðar þar sem hún tekur tillit til áhrifa á bæði umhverfi og samfélag með það að upplagi að stuðla að sjálfbærri þróun. Innleiðing sjálfbærnistefnu hjá fyrirtækjum þarf ekki að vera flókið ferli og byggist í megindráttum á því sama og önnur stefnumörkun. Fyrst þarf að kortleggja hvar vinnustaðurinn stendur þegar kemur að umhverfismálum, auðlindanotkun og neikvæðum umhverfisáhrifum. Að því loknu eru sett niður markmið um úrbætur, leiðir til að ná þeim markmiðum og mælikvarðar til að meta frammistöðu. Lykilatriði er að skilgreina mælikvarða en það gerir vinnustað kleift að fylgjast með árangri sínum og hvar þarf að gera betur. Það þarf ekki að byrja á því að bjarga heiminum og oft er gott að byrja á raunhæfum markmiðum. Fyrsta verkefnið getur því verið að setja sér markmið um að draga úr úrgangi eða pappírsnotkun á vinnustað og í framhaldinu eru skilgreindar aðgerðir til þess að ná markmiðum. Með tímanum er hægt að fjölga markmiðunum og gera þau víðtækari og metnaðarfyllri. Staðreyndin er sú að margar hendur vinna létt verk og ef við leggjum öll okkar af mörkum eru meiri líkur en minni á að við getum dregið úr áhrifum loftslagsbreytinga – ábyrgðin um bættan heim hvílir á okkur öllum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Við gerum okkur flest grein fyrir því hvað þarf að gera til þess að tryggja að komandi kynslóðir geti búið við sambærilegar aðstæður og við búum við í dag. Við þurfum að draga úr losun gróðurhúsa lofttegunda og huga að sjálfbærri nýtingu á náttúruauðlindum. Undirritun Parísarsáttmálans var stórt skref í rétta átt en líkt og komið hefur fram þá þarf mikið að breytast til að markmið sem þar eru sett fram náist. Hvernig getum við þá tryggt að árangur náist – á hverjum hvílir ábyrgðin? Hvert skref í rétta átt, hversu stórt sem það er, skiptir máli. Árangur byggist ekki aðeins á því að stjórnvöld beiti þeim aðferðum og hvötum sem þau hafa valda á eða á aðgerðum einstaklinga. Fyrirtæki og stofnanir gegna einnig mikilvægu hlutverki í því að árangur náist í loftslagsmálum. Fyrirtæki og stofnanir eru leiðandi afl í samfélaginu, kannanir sýna að einstaklingar sem að t.d. flokka í vinnunni eru líklegri til þess að gera það líka heima hjá sér. Á vinnustöðum hvílir því mikil ábyrgð þegar kemur að því að sýna gott fordæmi og vinna að bættri umhverfisvitund í samfélaginu. Hver vinnustaður er ólíkur öðrum og sérsniðin stefnumótun í samstarfi við starfsfólk sem tekur á þeim þáttum sem að snertir starfsemi fyrirtækis eða stofnunarinnar er besta leiðin að árangri. Innleiðing stefnu sem felur í sér mælanleg markmið getur aðstoðað vinnustaði við að skilgreina hvar það getur haft áhrif og fylgjast með árangri sínum. Huga þarf ekki aðeins að starfseminni sjálfri heldur einnig hagsmunaaðilum og virðiskeðju vinnustaðar við mótun stefnunnar ásamt áhrifum þess á umhverfi og samfélag í víðu samhengi. Slíka stefnu er hægt að kalla sjálfbærnistefnu vinnustaðar þar sem hún tekur tillit til áhrifa á bæði umhverfi og samfélag með það að upplagi að stuðla að sjálfbærri þróun. Innleiðing sjálfbærnistefnu hjá fyrirtækjum þarf ekki að vera flókið ferli og byggist í megindráttum á því sama og önnur stefnumörkun. Fyrst þarf að kortleggja hvar vinnustaðurinn stendur þegar kemur að umhverfismálum, auðlindanotkun og neikvæðum umhverfisáhrifum. Að því loknu eru sett niður markmið um úrbætur, leiðir til að ná þeim markmiðum og mælikvarðar til að meta frammistöðu. Lykilatriði er að skilgreina mælikvarða en það gerir vinnustað kleift að fylgjast með árangri sínum og hvar þarf að gera betur. Það þarf ekki að byrja á því að bjarga heiminum og oft er gott að byrja á raunhæfum markmiðum. Fyrsta verkefnið getur því verið að setja sér markmið um að draga úr úrgangi eða pappírsnotkun á vinnustað og í framhaldinu eru skilgreindar aðgerðir til þess að ná markmiðum. Með tímanum er hægt að fjölga markmiðunum og gera þau víðtækari og metnaðarfyllri. Staðreyndin er sú að margar hendur vinna létt verk og ef við leggjum öll okkar af mörkum eru meiri líkur en minni á að við getum dregið úr áhrifum loftslagsbreytinga – ábyrgðin um bættan heim hvílir á okkur öllum.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun