Jarðgeranlegar umbúðir, bylting fyrir náttúruna Karl F. Thorarensen skrifar 27. febrúar 2017 07:00 Í dag fer mjög lítill hluti af öllu plasti sem fellur til á heimilum á höfuðborgarsvæðinu í endurvinnslufarveg. Hluti af plastúrgangi sem fellur til á heimilum eru einnota umbúðir utan af tilbúnum matvælum og ferskvöru eins og grænmeti, fiski og kjöti. Kannanir sýna að þessar einnota umbúðir enda oftar en ekki í heimilissorpinu og urðun, í stað þess að vera nýtt til endurvinnslu. Við hjá Odda ætlum að leggja okkar af mörkum til að breyta þessu með því að bjóða íslenskum neytendum, framleiðendum og söluaðilum upp á jarðgeranlegar umbúðir sem eru jákvæðar gagnvart umhverfinu, eru framleiddar úr náttúrulegum jurtaefnum og brotna því hratt og vel niður við góð skilyrði líkt og annar lífrænn úrgangur. Jarðgeranlegt þýðir að þegar umbúðirnar brotna niður verða þær aftur að mold, þær jarðgerast og verða hluti af umhverfinu í eðlilegri hringrás náttúrunnar. Jarðgeranlegu PLA umbúðirnar eru nýung á Íslandi og geta leyst af hólmi flestar af þeim einnota neytendaumbúðum sem við notum í viku hverri. Þar má t.d. nefna einnota kaffiglös, umbúðir um samlokur, salöt og önnur tilbúin matvæli og ílát fyrir ferska innlenda framleiðslu eins og grænmeti, fisk og kjöt. Hér skiptir kolefnissporið einnig miklu máli, en Oddi vill minnka eins og hægt er kolefnisspor framleiðslu og innflutningsvara fyrirtækisins. Hér verður munurinn áþreifanlegur þar sem allt að 60% minni orku þarf til að framleiða einnota jarðgeranlegar PLA vörur en sambærilegar plastvörur og þær eru því mun jákvæðari gagnvart loftslaginu og markmiðum um lægri kolefnislosun en þær einnota umbúðir sem eru almennt nýttar á Íslandi í dag.Hvers vegna jarðgeranlegar umbúðir? Við búum í samfélagi sem notar gríðarmikið af umbúðum. Góðar umbúðir tryggja örugga meðferð, geymslu, flutninga og afhendingu á vörum. Þær veita neytendum mikilvægar upplýsingar um innihald og tryggja að varan komist eins fersk og hægt er í hendur neytenda. Þar sem við nýtum mikið af umbúðum verðum við að gera það á eins ábyrgan hátt og okkur er unnt. Góðar umbúðir verður að hanna á ábyrgan hátt og ætíð verður að vinna markvisst að því að lágmarka sóun og neikvæð umhverfisáhrif þeirra. Jarðgeranlegar PLA umbúðir uppfylla þessi markmið mun betur en aðrar einnota umbúðir sem nýttar eru í dag. Þær eru framleiddar úr jurtasterkju og brotna því eðlilega niður í náttúrunni og nýtast þar á ný. Munurinn er eftirtektarverður þar sem jarðgeranlegar umbúðir eyðast á nokkrum mánuðum við réttar náttúrulegar aðstæður. PLA umbúðir eiga ekki samleið með plasti eða plastumbúðum í endurvinnslu frekar en aðrar umbúðir úr sterkju, svo sem „maíspokar“. Á næsta ári ráðgerir SORPA að opna gas- og jarðgerðarstöð þar sem allur úrgangur frá heimilum á samlagssvæði SORPU verður unninn. Fjöldi sveitarfélaga á landsbyggðinni flokka nú þegar lífrænt sorp og leggja áherslu á jarðgerð í úrvinnslu á lífrænum úrgangi, en PLA umbúðir mega fara í þann farveg. Samspil þessara tveggja þátta, umbúðanna og úrvinnslu, þýðir að neytendur geta með góðri samvisku safnað jarðgeranlegum einnota umbúðum með matarafgöngum og lífrænu sorpi, hvort sem er í moltugerð eða urðun. Þannig leysa jarðgeranlegar umbúðir sem verða náttúrulega að moltu og áburði af hólmi umbúðir úr plastefnum. Möguleikarnir á betri umgengni um náttúruna og minni sóun og mengun af völdum umbúða eru því gríðarlegir ef við breytum nýtingu okkar á einnota umbúðum almennt frá plasti yfir í jarðgeranlegar umbúðir. Því er svo við að bæta að vörurnar eru framleiddar úr sykur- og maíssterkju sem fellur til sem hliðarafurð við matvælaframleiðsluna og framleiðsla þeirra hefur því engin neikvæð áhrif á landnýtingu eða matvælavinnslu að öðru leyti.Sýnum ábyrgð gagnvart náttúrunni Hjá Odda teljum við skyldu okkar að horfa til umhverfisþátta og áhrifa á náttúru og loftslag þegar við tökum ákvarðanir um það hvernig vöru við framleiðum og bjóðum neytendum og viðskiptavinum okkar. Við nálgumst öll viðfangsefni með því hugarfari að gera eins vel og mögulegt er gagnvart umhverfinu. Við höfum framleitt umbúðir á Íslandi í yfir 80 ár og nýtum þá þekkingu og reynslu til að bjóða viðskiptavinum og neytendum upp á bestu og umhverfisvænustu umbúðalausnir sem í boði eru. Með því að kynna jarðgeranlegar PLA umbúðir inn á íslenskan markað viljum við bjóða íslenskum neytendum, fyrirtækjum og framleiðendum að taka þátt í því með okkur að auka umhverfisvitund og minnka sóun og umhverfismengun sem fylgir þeim einnota umbúðum sem eru yfirgnæfandi nýttar í dag. Fjölnota umbúðir draga augljóslega úr sóun og rétt að hvetja til þess að þær séu nýttar þar sem það er hægt. Þar sem það hentar ekki eru jarðgeranlegar sterkjuumbúðir skynsamlegasti og umhverfisvænasti kosturinn. Það er sameiginlegur hagur okkar að sýna ábyrgð og framsýni gagnvart náttúrunni. Hvert lítið skref eykur líkurnar á því að við getum ánægð skilað heimkynnum okkar í hendur næstu kynslóðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Í dag fer mjög lítill hluti af öllu plasti sem fellur til á heimilum á höfuðborgarsvæðinu í endurvinnslufarveg. Hluti af plastúrgangi sem fellur til á heimilum eru einnota umbúðir utan af tilbúnum matvælum og ferskvöru eins og grænmeti, fiski og kjöti. Kannanir sýna að þessar einnota umbúðir enda oftar en ekki í heimilissorpinu og urðun, í stað þess að vera nýtt til endurvinnslu. Við hjá Odda ætlum að leggja okkar af mörkum til að breyta þessu með því að bjóða íslenskum neytendum, framleiðendum og söluaðilum upp á jarðgeranlegar umbúðir sem eru jákvæðar gagnvart umhverfinu, eru framleiddar úr náttúrulegum jurtaefnum og brotna því hratt og vel niður við góð skilyrði líkt og annar lífrænn úrgangur. Jarðgeranlegt þýðir að þegar umbúðirnar brotna niður verða þær aftur að mold, þær jarðgerast og verða hluti af umhverfinu í eðlilegri hringrás náttúrunnar. Jarðgeranlegu PLA umbúðirnar eru nýung á Íslandi og geta leyst af hólmi flestar af þeim einnota neytendaumbúðum sem við notum í viku hverri. Þar má t.d. nefna einnota kaffiglös, umbúðir um samlokur, salöt og önnur tilbúin matvæli og ílát fyrir ferska innlenda framleiðslu eins og grænmeti, fisk og kjöt. Hér skiptir kolefnissporið einnig miklu máli, en Oddi vill minnka eins og hægt er kolefnisspor framleiðslu og innflutningsvara fyrirtækisins. Hér verður munurinn áþreifanlegur þar sem allt að 60% minni orku þarf til að framleiða einnota jarðgeranlegar PLA vörur en sambærilegar plastvörur og þær eru því mun jákvæðari gagnvart loftslaginu og markmiðum um lægri kolefnislosun en þær einnota umbúðir sem eru almennt nýttar á Íslandi í dag.Hvers vegna jarðgeranlegar umbúðir? Við búum í samfélagi sem notar gríðarmikið af umbúðum. Góðar umbúðir tryggja örugga meðferð, geymslu, flutninga og afhendingu á vörum. Þær veita neytendum mikilvægar upplýsingar um innihald og tryggja að varan komist eins fersk og hægt er í hendur neytenda. Þar sem við nýtum mikið af umbúðum verðum við að gera það á eins ábyrgan hátt og okkur er unnt. Góðar umbúðir verður að hanna á ábyrgan hátt og ætíð verður að vinna markvisst að því að lágmarka sóun og neikvæð umhverfisáhrif þeirra. Jarðgeranlegar PLA umbúðir uppfylla þessi markmið mun betur en aðrar einnota umbúðir sem nýttar eru í dag. Þær eru framleiddar úr jurtasterkju og brotna því eðlilega niður í náttúrunni og nýtast þar á ný. Munurinn er eftirtektarverður þar sem jarðgeranlegar umbúðir eyðast á nokkrum mánuðum við réttar náttúrulegar aðstæður. PLA umbúðir eiga ekki samleið með plasti eða plastumbúðum í endurvinnslu frekar en aðrar umbúðir úr sterkju, svo sem „maíspokar“. Á næsta ári ráðgerir SORPA að opna gas- og jarðgerðarstöð þar sem allur úrgangur frá heimilum á samlagssvæði SORPU verður unninn. Fjöldi sveitarfélaga á landsbyggðinni flokka nú þegar lífrænt sorp og leggja áherslu á jarðgerð í úrvinnslu á lífrænum úrgangi, en PLA umbúðir mega fara í þann farveg. Samspil þessara tveggja þátta, umbúðanna og úrvinnslu, þýðir að neytendur geta með góðri samvisku safnað jarðgeranlegum einnota umbúðum með matarafgöngum og lífrænu sorpi, hvort sem er í moltugerð eða urðun. Þannig leysa jarðgeranlegar umbúðir sem verða náttúrulega að moltu og áburði af hólmi umbúðir úr plastefnum. Möguleikarnir á betri umgengni um náttúruna og minni sóun og mengun af völdum umbúða eru því gríðarlegir ef við breytum nýtingu okkar á einnota umbúðum almennt frá plasti yfir í jarðgeranlegar umbúðir. Því er svo við að bæta að vörurnar eru framleiddar úr sykur- og maíssterkju sem fellur til sem hliðarafurð við matvælaframleiðsluna og framleiðsla þeirra hefur því engin neikvæð áhrif á landnýtingu eða matvælavinnslu að öðru leyti.Sýnum ábyrgð gagnvart náttúrunni Hjá Odda teljum við skyldu okkar að horfa til umhverfisþátta og áhrifa á náttúru og loftslag þegar við tökum ákvarðanir um það hvernig vöru við framleiðum og bjóðum neytendum og viðskiptavinum okkar. Við nálgumst öll viðfangsefni með því hugarfari að gera eins vel og mögulegt er gagnvart umhverfinu. Við höfum framleitt umbúðir á Íslandi í yfir 80 ár og nýtum þá þekkingu og reynslu til að bjóða viðskiptavinum og neytendum upp á bestu og umhverfisvænustu umbúðalausnir sem í boði eru. Með því að kynna jarðgeranlegar PLA umbúðir inn á íslenskan markað viljum við bjóða íslenskum neytendum, fyrirtækjum og framleiðendum að taka þátt í því með okkur að auka umhverfisvitund og minnka sóun og umhverfismengun sem fylgir þeim einnota umbúðum sem eru yfirgnæfandi nýttar í dag. Fjölnota umbúðir draga augljóslega úr sóun og rétt að hvetja til þess að þær séu nýttar þar sem það er hægt. Þar sem það hentar ekki eru jarðgeranlegar sterkjuumbúðir skynsamlegasti og umhverfisvænasti kosturinn. Það er sameiginlegur hagur okkar að sýna ábyrgð og framsýni gagnvart náttúrunni. Hvert lítið skref eykur líkurnar á því að við getum ánægð skilað heimkynnum okkar í hendur næstu kynslóðar.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar