Gæti þurft að stöðva rekstur United Silicon Haraldur Guðmundsson skrifar 23. febrúar 2017 16:39 Kísilver United Silicon í Helguvík var gangsett í nóvember. Vísir/Vilhelm Starfsmenn Umhverfisstofnunar telja nauðsynlegt að ráðist verði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Ástæðu þess má rekja til tíðra mengunaróhappa í rekstri verksmiðjunnar. Svo gæti farið að stöðva þurfi reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur.Víkurfréttir greindu fyrst frá og vitnuðu í bréf sem Umhverfisstofnun sendi forsvarsmönnum verksmiðjunnar í gær og fjölmiðlum nú seinni partinn. Samkvæmt því hefur stofnunin gefið forsvarsmönnum United Silicon frest til 7. mars til að koma sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Verksmiðjan var gangsett í nóvember og í kjölfarið fóru að berast kvartanir frá íbúum í Reykjanesbæ vegna lyktar- og reykmengunar. Lyktinni er lýst sem súrri brunalykt sem getur valdið ertingu í augum og hálsi. Hefur Umhverfisstofnun borist vel á annað hundrað ábendinga um lyktarmengun og skráð hjá sér fjölmörg frávik frá starfsleyfi í eftirlitsferðum. Í bréfinu segir að umfang Umhverfisstofnunar í eftirliti gagnvart verksmiðjunni sé fordæmalaust. „Umhverfisstofnun telur miðað við þau umfangsmiklu og endurteknu rekstrarvandamál sem upp hafa komið frá gangsetningu verksmiðjunnar að hönnun, verklagi og þjálfun starfsfólks sé ábótavant í verksmiðjunni. [...] Stofnunin telur að vandamálið sé viðvarandi," segir í bréfinu. Þar segir einnig að stofnunin fari fram á að einungis einn ljósbogaofn verði keyrður í verksmiðjunni á meðan á úrbótum stendur en United Silicon hefur leyfi fyrir fjórum samkvæmt starfsleyfi. Tengdar fréttir Fyrsta útskipun á kísilmálmi í Helguvík Þetta er fyrsti kísilmálmurinn sem framleiddur er á Íslandi. 6. desember 2016 09:15 Íbúafundur vegna mengunar Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að boða til íbúafundar vegna loftmengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. 9. desember 2016 07:00 Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar Íbúafundur um kísilmálmverksmiðju í Reykjanesbæ í kvöld. 14. desember 2016 12:47 Segja eiturefnum ítrekað losað út að næturlagi Kísilmálmver United Silicon í Helguvík hefur undanfarið losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið að því er segir í umfjöllun Stundarinnar. 3. janúar 2017 20:56 United Silicon segir ásakanir um eiturefnalosun tilhæfulausar United Silicon telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við umfjöllun um að eiturefni hafi verið losuð út í andrúmsloftið í skjóli nætur við kísilverið í Helguvík. 4. janúar 2017 18:45 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Starfsmenn Umhverfisstofnunar telja nauðsynlegt að ráðist verði í verkfræðilega úttekt á hönnun og rekstri kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. Ástæðu þess má rekja til tíðra mengunaróhappa í rekstri verksmiðjunnar. Svo gæti farið að stöðva þurfi reksturinn tímabundið og framkvæma nauðsynlegar úrbætur.Víkurfréttir greindu fyrst frá og vitnuðu í bréf sem Umhverfisstofnun sendi forsvarsmönnum verksmiðjunnar í gær og fjölmiðlum nú seinni partinn. Samkvæmt því hefur stofnunin gefið forsvarsmönnum United Silicon frest til 7. mars til að koma sjónarmiðum fyrirtækisins á framfæri. Verksmiðjan var gangsett í nóvember og í kjölfarið fóru að berast kvartanir frá íbúum í Reykjanesbæ vegna lyktar- og reykmengunar. Lyktinni er lýst sem súrri brunalykt sem getur valdið ertingu í augum og hálsi. Hefur Umhverfisstofnun borist vel á annað hundrað ábendinga um lyktarmengun og skráð hjá sér fjölmörg frávik frá starfsleyfi í eftirlitsferðum. Í bréfinu segir að umfang Umhverfisstofnunar í eftirliti gagnvart verksmiðjunni sé fordæmalaust. „Umhverfisstofnun telur miðað við þau umfangsmiklu og endurteknu rekstrarvandamál sem upp hafa komið frá gangsetningu verksmiðjunnar að hönnun, verklagi og þjálfun starfsfólks sé ábótavant í verksmiðjunni. [...] Stofnunin telur að vandamálið sé viðvarandi," segir í bréfinu. Þar segir einnig að stofnunin fari fram á að einungis einn ljósbogaofn verði keyrður í verksmiðjunni á meðan á úrbótum stendur en United Silicon hefur leyfi fyrir fjórum samkvæmt starfsleyfi.
Tengdar fréttir Fyrsta útskipun á kísilmálmi í Helguvík Þetta er fyrsti kísilmálmurinn sem framleiddur er á Íslandi. 6. desember 2016 09:15 Íbúafundur vegna mengunar Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að boða til íbúafundar vegna loftmengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. 9. desember 2016 07:00 Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar Íbúafundur um kísilmálmverksmiðju í Reykjanesbæ í kvöld. 14. desember 2016 12:47 Segja eiturefnum ítrekað losað út að næturlagi Kísilmálmver United Silicon í Helguvík hefur undanfarið losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið að því er segir í umfjöllun Stundarinnar. 3. janúar 2017 20:56 United Silicon segir ásakanir um eiturefnalosun tilhæfulausar United Silicon telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við umfjöllun um að eiturefni hafi verið losuð út í andrúmsloftið í skjóli nætur við kísilverið í Helguvík. 4. janúar 2017 18:45 Mest lesið Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Ófremdarástand í bílastæðamálum aðhlátursefni Neytendur Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Fleiri fréttir S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sjá meira
Fyrsta útskipun á kísilmálmi í Helguvík Þetta er fyrsti kísilmálmurinn sem framleiddur er á Íslandi. 6. desember 2016 09:15
Íbúafundur vegna mengunar Bæjarráð Reykjanesbæjar hefur ákveðið að boða til íbúafundar vegna loftmengunar frá kísilmálmverksmiðju United Silicon í Helguvík. 9. desember 2016 07:00
Dæmi um að fólk leiti til læknis vegna mengunar Íbúafundur um kísilmálmverksmiðju í Reykjanesbæ í kvöld. 14. desember 2016 12:47
Segja eiturefnum ítrekað losað út að næturlagi Kísilmálmver United Silicon í Helguvík hefur undanfarið losað hættuleg eiturefni út í andrúmsloftið að því er segir í umfjöllun Stundarinnar. 3. janúar 2017 20:56
United Silicon segir ásakanir um eiturefnalosun tilhæfulausar United Silicon telur óhjákvæmilegt að gera athugasemdir við umfjöllun um að eiturefni hafi verið losuð út í andrúmsloftið í skjóli nætur við kísilverið í Helguvík. 4. janúar 2017 18:45