Bikarkóngurinn Óskar Bjarni: Hefðum getað farið á taugum Ingvi Þór Sæmundsson í Laugardalshöllinni skrifar 25. febrúar 2017 18:20 Enginn þjálfari hefur orðið bikarmeistari jafn oft og Óskar Bjarni. vísir/andri marinó Óskar Bjarni Óskarsson stýrði Val í fimmta sinn til bikarmeistaratitils. Hann er sigursælasti þjálfarinn í sögu bikarkeppninnar og hann var að vonum alsæll eftir sigurinn á Aftureldingu í dag. „Þetta er alltaf jafn gaman. Ég held að Valur sé búinn að fara 12-13 sinnum í bikarúrslit og unnið 10 sinnum. Það er frábært og mér fannst þessi helgi stórkostleg. Ég vil nota tækifærið og þakka Aftureldingu fyrir frábæran leik,“ sagði Óskar Bjarni. Valsmenn spiluðu tvo Evrópuleiki í Svartfjallalandi um síðustu helgi og tryggðu sér svo bikarmeistaratitilinn núna um helgina. Óskar Bjarni viðurkennir að hafa haft áhyggjur af því þreytan, sem var augljós gegn FH í gær, mynda segja til sín í dag. „Ég verð að vera hreinskilinn með það, ég hafði miklar áhyggjur. Evrópuleikirnir voru erfiðir sem og ferðalagið, þeir voru líkamlega sterkir og börðu okkur í spað. Svo var vikan ekkert spes en við erum kannski orðnir reyndari. Við hefðum getað farið á taugum ef við hefðum verið hérna í fyrsta sinn. Það er ótrúlegur karakter í liðinu því mér fannst við vera á síðustu bensíndropunum í gær,“ sagði Óskar Bjarni. Þjálfarinn hrósaði Josip Juric Grgic sem átti frábæran leik og skoraði 10 mörk. „Hann er frábær handboltamaður. Hann átti ekki góðan leik í gær og þegar það gerist biður hann okkur þjálfarana afsökunar. Við vorum nokkuð vissir um að hann yrði góður í dag. Fólk gleymir því stundum að hann er bara fæddur árið 1995. Þetta er mikill sigurvegari og hefur styrkt okkur vel,“ sagði Óskar Bjarni. Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 22-26 | Tíundi bikartitill Valsmanna Valur er bikarmeistari annað árið í röð og í tíunda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 22-26, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í dag. 25. febrúar 2017 19:45 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson stýrði Val í fimmta sinn til bikarmeistaratitils. Hann er sigursælasti þjálfarinn í sögu bikarkeppninnar og hann var að vonum alsæll eftir sigurinn á Aftureldingu í dag. „Þetta er alltaf jafn gaman. Ég held að Valur sé búinn að fara 12-13 sinnum í bikarúrslit og unnið 10 sinnum. Það er frábært og mér fannst þessi helgi stórkostleg. Ég vil nota tækifærið og þakka Aftureldingu fyrir frábæran leik,“ sagði Óskar Bjarni. Valsmenn spiluðu tvo Evrópuleiki í Svartfjallalandi um síðustu helgi og tryggðu sér svo bikarmeistaratitilinn núna um helgina. Óskar Bjarni viðurkennir að hafa haft áhyggjur af því þreytan, sem var augljós gegn FH í gær, mynda segja til sín í dag. „Ég verð að vera hreinskilinn með það, ég hafði miklar áhyggjur. Evrópuleikirnir voru erfiðir sem og ferðalagið, þeir voru líkamlega sterkir og börðu okkur í spað. Svo var vikan ekkert spes en við erum kannski orðnir reyndari. Við hefðum getað farið á taugum ef við hefðum verið hérna í fyrsta sinn. Það er ótrúlegur karakter í liðinu því mér fannst við vera á síðustu bensíndropunum í gær,“ sagði Óskar Bjarni. Þjálfarinn hrósaði Josip Juric Grgic sem átti frábæran leik og skoraði 10 mörk. „Hann er frábær handboltamaður. Hann átti ekki góðan leik í gær og þegar það gerist biður hann okkur þjálfarana afsökunar. Við vorum nokkuð vissir um að hann yrði góður í dag. Fólk gleymir því stundum að hann er bara fæddur árið 1995. Þetta er mikill sigurvegari og hefur styrkt okkur vel,“ sagði Óskar Bjarni.
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 22-26 | Tíundi bikartitill Valsmanna Valur er bikarmeistari annað árið í röð og í tíunda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 22-26, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í dag. 25. febrúar 2017 19:45 Mest lesið Ástæðan fyrir því að Þorlákur hætti: „Ég var ekki hrifinn af þessu“ Íslenski boltinn Sjáðu íslenska unglinginn hamfletta Esbjerg Fótbolti „Ég hef ekki farið á blæðingar síðan 2014“ Sport Þurfa að hlífa henni við fjölmiðlum vegna heilaþreytu Sport Andri Lucas búinn að skora meira en pabbi sinn Enski boltinn Klæðnaður Mo Salah á bekknum vakti athygli Enski boltinn Blótaði áhorfanda og bauð honum í slag Sport „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Handbolti Þorlákur sagði upp störfum hjá ÍBV Íslenski boltinn Sættir sig við dóm fyrir að deila kynferðislegu efni af táningum Fótbolti Fleiri fréttir Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Ísland - Spánn | Leikur tvö í milliriðli Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Norðmenn og Danir kláruðu sitt en Svíar klikkuðu Bakslag á fyrstu æfingunni í Dortmund Felldi félaga sinn úr íslenska U19-landsliðinu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Afturelding - Valur 22-26 | Tíundi bikartitill Valsmanna Valur er bikarmeistari annað árið í röð og í tíunda sinn alls eftir sigur á Aftureldingu, 22-26, í úrslitaleik Coca Cola-bikars karla í dag. 25. febrúar 2017 19:45