Af saur sem drepur æðarvörp Einar Örn Gunnarsson skrifar 28. febrúar 2017 07:00 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gerði stefnumörkun í fiskeldi að umræðuefni á Alþingi þann 9. febrúar síðastliðinn og beindi fyrirspurn til umhverfisráðherra. Æskilegt er að málefni laxeldis séu tekin til umfjöllunar í þingsölum í ljósi þess að hér er um að ræða uppbyggingu nýs og öflugs atvinnuvegar á Íslandi sem þegar er farinn að skapa mikil verðmæti og fjölda starfa í dreifðum byggðum landsins. Mikilvægt er að umræða sé upplýst og ígrunduð eigi hún að skila árangri. Í grunnstefnu lýðræðishreyfingarinnar Pírata sem þingmaðurinn tilheyrir er einmitt lögð áhersla á „gagnrýna hugsun“, „vel upplýstar ákvarðanir“ og að „móta stefnu í ljósi gagna og þekkingar“. Það kom hins vegar fljótlega fram í máli þingmannsins að hann var ekki að fylgja grunnstefnu hreyfingarinnar hvað þessi lykilatriði varðaði. Þingmaðurinn hafði ekki kynnt sér grundvallarstaðreyndir um eðli greinarinnar, gildandi regluverk við veitingu leyfa né fyrirkomulag rekstrarumhverfisins. Ætla mátti af orðum þingmannsins að upplausnarástand ríkti varðandi leyfamál og reyndist fyrirspurn hans uppfull af merkingarhlöðnum rangfærslum og órökstuddum hræðsluáróðri gegn laxeldi. Upphafsorð þingmannsins voru: „Frú forseti. Ríkisstofnanir hafa verið að gefa út starfs- og rekstrarleyfi til fiskeldisstöðva án þess að framtíðarstefna liggi fyrir eða mat á fyrirliggjandi náttúrunytjum . . . “ Þessi fullyrðing er röng. Stjórnvöld hafa skapað framtíðarstefnu sem meðal annars er fólgin í því að laxeldi skuli aðeins leyft á afmörkuðum svæðum við landið. Gerðar eru ríkar kröfur í gildandi lögum og reglugerðum til undirbúnings framkvæmda sem og til starfseminnar sjálfrar.Langt og strangt ferli Að baki útgáfu starfs- og rekstrarleyfa vegna sjókvíaeldis er langt og strangt ferli þar sem fjöldi hámenntaðra náttúrufræðinga og vísindamanna sem starfa hjá fagstofnunum ríkisins fjalla um eðliseiginleika framkvæmda. Ferlið hefst hjá Skipulagsstofnun á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106 frá 2000. Skila þarf inn ítarlegum gögnum um náttúru fjarðanna og möguleg áhrif framkvæmda á lífríki, samfélag, aðra starfsemi og fleira. Þetta er gagnsætt ferli þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir eru kynntar opinberlega og öllum gefst kostur á að koma með athugasemdir bæði almenningi sem og fagaðilum. Það er því fjarri lagi að verið sé að gefa út starfs- og rekstrarleyfi til fiskeldisstöðva án þess að framtíðarstefna liggi fyrir eða mat á fyrirliggjandi náttúrunytjum. Í ræðu sinni sagði þingmaðurinn: „Nú hafa landeigendur, veiðifélög, æðarbændur, ferðaþjónusta og fuglaverndarfólk miklar áhyggjur af áformum um fiskeldi á Vestfjörðum og sunnanverðum Austfjörðum og telja að umhverfisráðuneytið hafi brugðist skyldu sinni með því að hafa hvorki látið fara fram óháð áhættumat né mat á verndargildi náttúrunnar á áðurgreindum svæðum.“ Það eitt að einhverjir aðilar telji að umhverfisráðuneyti hafi brugðist skyldu sinni er í sjálfu sér enginn dómur yfir ráðuneytinu eða rök í málinu. Við sem manneskjur verðum oftlega vitni að því að aðilar upplifi atvik þannig að þeim finnist á sér brotið þó að ekkert gefi tilefni til að ætla að svo sé. Þetta er hluti af litrófi mannlífsins og má sem ágætt dæmi nefna afstöðu nýkjörins Bandaríkjaforseta Donalds Trump sem telur að fjölmiðlar hafi með óréttmætum hætti brugðist sér. Í ljósi þess regluverks sem gildir og verklags við undirbúning og veitingu leyfa verður ekki séð að umhverfisráðuneyti eða umhverfisyfirvöld hafi með nokkrum hætti brugðist skyldum sínum. Á einum stað sagði þingmaðurinn: „Verði af áformum fjárfesta er tekin áhætta með stórfellda lífræna mengun af saur sem drepur æðarvörp . . .“ Það er nokkuð ljóst að æðarvarpi stendur ekki ógn af sjókvíaeldi sem rekið er utan netlaga í fjörðum landsins. Hins vegar væri upplýsandi og í anda grunnstefnu Pírata ef þingmaðurinn gæti vísað til tölfræðilegra upplýsinga um fjölda æðarvarpa sem orðið hafa fyrir skaða af völdum saurs frá fiskeldi í sjó. Það er mikilvægt að þingmenn sýni ábyrgð og fjalli um málefni af þekkingu og innsæi. Ræðustóll þingsins er vettvangur ólíkra skoðanaskipta en á ekki að nýtast sem tæki í áróðursstríði þar sem órökstuddum og röngum fullyrðingum er miðlað.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata, gerði stefnumörkun í fiskeldi að umræðuefni á Alþingi þann 9. febrúar síðastliðinn og beindi fyrirspurn til umhverfisráðherra. Æskilegt er að málefni laxeldis séu tekin til umfjöllunar í þingsölum í ljósi þess að hér er um að ræða uppbyggingu nýs og öflugs atvinnuvegar á Íslandi sem þegar er farinn að skapa mikil verðmæti og fjölda starfa í dreifðum byggðum landsins. Mikilvægt er að umræða sé upplýst og ígrunduð eigi hún að skila árangri. Í grunnstefnu lýðræðishreyfingarinnar Pírata sem þingmaðurinn tilheyrir er einmitt lögð áhersla á „gagnrýna hugsun“, „vel upplýstar ákvarðanir“ og að „móta stefnu í ljósi gagna og þekkingar“. Það kom hins vegar fljótlega fram í máli þingmannsins að hann var ekki að fylgja grunnstefnu hreyfingarinnar hvað þessi lykilatriði varðaði. Þingmaðurinn hafði ekki kynnt sér grundvallarstaðreyndir um eðli greinarinnar, gildandi regluverk við veitingu leyfa né fyrirkomulag rekstrarumhverfisins. Ætla mátti af orðum þingmannsins að upplausnarástand ríkti varðandi leyfamál og reyndist fyrirspurn hans uppfull af merkingarhlöðnum rangfærslum og órökstuddum hræðsluáróðri gegn laxeldi. Upphafsorð þingmannsins voru: „Frú forseti. Ríkisstofnanir hafa verið að gefa út starfs- og rekstrarleyfi til fiskeldisstöðva án þess að framtíðarstefna liggi fyrir eða mat á fyrirliggjandi náttúrunytjum . . . “ Þessi fullyrðing er röng. Stjórnvöld hafa skapað framtíðarstefnu sem meðal annars er fólgin í því að laxeldi skuli aðeins leyft á afmörkuðum svæðum við landið. Gerðar eru ríkar kröfur í gildandi lögum og reglugerðum til undirbúnings framkvæmda sem og til starfseminnar sjálfrar.Langt og strangt ferli Að baki útgáfu starfs- og rekstrarleyfa vegna sjókvíaeldis er langt og strangt ferli þar sem fjöldi hámenntaðra náttúrufræðinga og vísindamanna sem starfa hjá fagstofnunum ríkisins fjalla um eðliseiginleika framkvæmda. Ferlið hefst hjá Skipulagsstofnun á grundvelli laga um mat á umhverfisáhrifum nr. 106 frá 2000. Skila þarf inn ítarlegum gögnum um náttúru fjarðanna og möguleg áhrif framkvæmda á lífríki, samfélag, aðra starfsemi og fleira. Þetta er gagnsætt ferli þar sem fyrirhugaðar framkvæmdir eru kynntar opinberlega og öllum gefst kostur á að koma með athugasemdir bæði almenningi sem og fagaðilum. Það er því fjarri lagi að verið sé að gefa út starfs- og rekstrarleyfi til fiskeldisstöðva án þess að framtíðarstefna liggi fyrir eða mat á fyrirliggjandi náttúrunytjum. Í ræðu sinni sagði þingmaðurinn: „Nú hafa landeigendur, veiðifélög, æðarbændur, ferðaþjónusta og fuglaverndarfólk miklar áhyggjur af áformum um fiskeldi á Vestfjörðum og sunnanverðum Austfjörðum og telja að umhverfisráðuneytið hafi brugðist skyldu sinni með því að hafa hvorki látið fara fram óháð áhættumat né mat á verndargildi náttúrunnar á áðurgreindum svæðum.“ Það eitt að einhverjir aðilar telji að umhverfisráðuneyti hafi brugðist skyldu sinni er í sjálfu sér enginn dómur yfir ráðuneytinu eða rök í málinu. Við sem manneskjur verðum oftlega vitni að því að aðilar upplifi atvik þannig að þeim finnist á sér brotið þó að ekkert gefi tilefni til að ætla að svo sé. Þetta er hluti af litrófi mannlífsins og má sem ágætt dæmi nefna afstöðu nýkjörins Bandaríkjaforseta Donalds Trump sem telur að fjölmiðlar hafi með óréttmætum hætti brugðist sér. Í ljósi þess regluverks sem gildir og verklags við undirbúning og veitingu leyfa verður ekki séð að umhverfisráðuneyti eða umhverfisyfirvöld hafi með nokkrum hætti brugðist skyldum sínum. Á einum stað sagði þingmaðurinn: „Verði af áformum fjárfesta er tekin áhætta með stórfellda lífræna mengun af saur sem drepur æðarvörp . . .“ Það er nokkuð ljóst að æðarvarpi stendur ekki ógn af sjókvíaeldi sem rekið er utan netlaga í fjörðum landsins. Hins vegar væri upplýsandi og í anda grunnstefnu Pírata ef þingmaðurinn gæti vísað til tölfræðilegra upplýsinga um fjölda æðarvarpa sem orðið hafa fyrir skaða af völdum saurs frá fiskeldi í sjó. Það er mikilvægt að þingmenn sýni ábyrgð og fjalli um málefni af þekkingu og innsæi. Ræðustóll þingsins er vettvangur ólíkra skoðanaskipta en á ekki að nýtast sem tæki í áróðursstríði þar sem órökstuddum og röngum fullyrðingum er miðlað.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun