Ofbeldi og ótti hamlar konum Kristjana Guðbrandsdóttir skrifar 11. febrúar 2017 13:00 Samtökin hefja átakið Fokk ofbeldi og selja meðal annars húfu til styrktar verkefninu Öruggar borgir. Húfurnar má meðal annars kaupa í verslun Vodafone í Kringlunni. Visir/GVA „Ofbeldi gegn konum og stúlkum í almenningsrýmum er hnattrænt vandamál,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, sem fer fyrir vitundarvakningu um eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum í dag; ofbeldi gegn konum og stúlkum. Nú hafa samtökin sett af stað sölu á Fokk ofbeldi-húfu UN Women. Öll innkoma af sölu húfunnar rennur til verkefnis UN Women, Öruggar borgir (Safe Cities Global Initiative). „Þetta átak er svolítið skemmtilegt að því leytinu til að það er verið að leggja áherslu á það að vandamálin eru ekki bara í ákveðnum borgum í ákveðnum löndum. Heldur úti um allan heim en birtingarmyndir ofbeldisins eru ólíkar,“ segir Inga Dóra sem hefur ferðast til nokkurra borga sem hafa skuldbundið sig til að taka þátt í því að tryggja öryggi kvenna í borgum. „Ég kom til Mexíkóborgar þar sem atvinnuþátttaka kvenna er um 50 prósent. Þar ferðast 70 prósent fólks með almenningssamgöngum og þar er mjög mikil kynferðisleg áreitni og ofbeldi. Þar í borg var ákveðið að gera almenningssamgöngur öruggari. Hér í Reykjavík upplifa 70 prósent kvenna sig óörugg í miðborginni. Þetta eru allt ólíkar birtingarmyndir, en hafa sömu áhrif og draga úr athafnafrelsi kvenna. Ofbeldi gegn konum og ótti við ofbeldi getur hindrað konur í að sækja um vinnu, haft áhrif á það hvernig þær eyða frítíma sínum og margt fleira. Þær hafa minna val og þessu viljum við breyta,“ segir Inga Dóra og segir mikilvægt að Reykjavíkurborg hafi skuldbundið sig til verkefnisins árið 2014. „Það mikilvægasta er þó að það verði almenn hugarfarsbreyting,“ bendir Inga Dóra á. „Ofbeldi er víða hluti af lífi kvenna og það þarf vakningu um kynbundið ofbeldi. það þarf að viðurkenna vandann og koma fólki í skilning um alvarlegar afleiðingar þess,“ segir Inga Dóra en rannsóknir á vegum Sameinuðu þjóðanna sýna að konur sem búa á þéttbýlissvæðum eru tvöfalt líklegri til að verða fyrir ofbeldi, sérstaklega í fátækustu löndum heims. Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira
„Ofbeldi gegn konum og stúlkum í almenningsrýmum er hnattrænt vandamál,“ segir Inga Dóra Pétursdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, sem fer fyrir vitundarvakningu um eitt útbreiddasta mannréttindabrot í heiminum í dag; ofbeldi gegn konum og stúlkum. Nú hafa samtökin sett af stað sölu á Fokk ofbeldi-húfu UN Women. Öll innkoma af sölu húfunnar rennur til verkefnis UN Women, Öruggar borgir (Safe Cities Global Initiative). „Þetta átak er svolítið skemmtilegt að því leytinu til að það er verið að leggja áherslu á það að vandamálin eru ekki bara í ákveðnum borgum í ákveðnum löndum. Heldur úti um allan heim en birtingarmyndir ofbeldisins eru ólíkar,“ segir Inga Dóra sem hefur ferðast til nokkurra borga sem hafa skuldbundið sig til að taka þátt í því að tryggja öryggi kvenna í borgum. „Ég kom til Mexíkóborgar þar sem atvinnuþátttaka kvenna er um 50 prósent. Þar ferðast 70 prósent fólks með almenningssamgöngum og þar er mjög mikil kynferðisleg áreitni og ofbeldi. Þar í borg var ákveðið að gera almenningssamgöngur öruggari. Hér í Reykjavík upplifa 70 prósent kvenna sig óörugg í miðborginni. Þetta eru allt ólíkar birtingarmyndir, en hafa sömu áhrif og draga úr athafnafrelsi kvenna. Ofbeldi gegn konum og ótti við ofbeldi getur hindrað konur í að sækja um vinnu, haft áhrif á það hvernig þær eyða frítíma sínum og margt fleira. Þær hafa minna val og þessu viljum við breyta,“ segir Inga Dóra og segir mikilvægt að Reykjavíkurborg hafi skuldbundið sig til verkefnisins árið 2014. „Það mikilvægasta er þó að það verði almenn hugarfarsbreyting,“ bendir Inga Dóra á. „Ofbeldi er víða hluti af lífi kvenna og það þarf vakningu um kynbundið ofbeldi. það þarf að viðurkenna vandann og koma fólki í skilning um alvarlegar afleiðingar þess,“ segir Inga Dóra en rannsóknir á vegum Sameinuðu þjóðanna sýna að konur sem búa á þéttbýlissvæðum eru tvöfalt líklegri til að verða fyrir ofbeldi, sérstaklega í fátækustu löndum heims.
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Lífið Fleiri fréttir Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Sjá meira