Stingum stimplunum í skúffuna og iðkum mannréttindi Ellen Calmon skrifar 1. febrúar 2017 07:00 Margir virðast hafa meðfædda löngun til að merkja allt og alla. Oft er þetta gert óviljandi, merkimiði sem verður til á sekúndubroti og stimpillinn er mundaður um leið. Í öðrum tilvikum er um úthugsaða og jafnvel kerfisbundna stimpilstefnu að ræða. Fólk er fljótt að ákveða hvaða eiginleika næsti maður hafi út frá útliti, framkomu eða bakgrunni. Gleggsta dæmið um kerfisbundna stimpilstefnu nú um stundir er tilskipun nýs Bandaríkjaforseta um bann við komu fólks til Bandaríkjanna frá sjö sjálfstæðum ríkjum. Með þessari aðgerð er fólk frá þessum löndum stimplað. Það er flokkað með grunuðum vígamönnum á grundvelli þjóðernis og trúar. Stefnan er skýrð þannig að gripið sé til hennar til að vernda fólk. Í nærsamfélagi okkar er stimplun einnig beitt en dæmin segja að það sé gert af góðvild. Fyrir skömmu var um slíkt dæmi að ræða, pelsagjöf til fátæks fólks. Umræðan um merktu pelsana fjallaði mest um stimplunina. En mig langar til að beina umræðunni að fátæktinni, hún er ekki náttúrulögmál. Verði fátækt upprætt mun samfélagið verða betra og auðugra. Að gefa pelsa eða mat upprætir ekki vandamálið. Heldur er það neyðarráðstöfun vegna stöðunnar eins og hún er, plástur, sem virkar í raun eins og stimpill. Velferðarkerfið verður að vera nægilega öflugt til að uppræta fátækt. Annars vegar þarf að styðja fólk til sjálfshjálpar og hins vegar með beinum fjármunagreiðslum. Of margir telja að greiðslur verði að vera lágar til þess að fólk komi sér út úr fátækt, að með fátæktarpíningu vaxi fólki ásmegin. Sannleikurinn er hins vegar sá að lágar greiðslur koma fólki lengra út á jaðarinn og skapa kvíða. Með aukinni fátækt eykst sjálfsmorðstíðni á meðal fátæks fólks. Við hljótum öll að vilja samfélag þar sem allir eiga möguleika óháð uppruna, trú, móðurmáli, fötlun, kynferði, kynhneigð og efnahag svo eitthvað sé nefnt. Merkimiðar og stimplun, óviljandi eða ekki, viðhalda fordómum og stuðla að sundrung. Við skulum ekki vera þar! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn – Látum verkin tala Karl Gauti Hjaltason skrifar Skoðun Lánið löglega Breki Karlsson skrifar Skoðun Annarlegar hvatir og óæskilegt fólk Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Frostaveturinn mikli Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar Skoðun Allir eru að gera það gott…. Margrét Júlía Rafnsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki gervigreind Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Að taka á móti börnum á forsendum þeirra Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldislaust ævikvöld Gestur Pálsson skrifar Skoðun Er það þjóðremba að vilja tala sama tungumál? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Óður til frábæra fólksins Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Sjá meira
Margir virðast hafa meðfædda löngun til að merkja allt og alla. Oft er þetta gert óviljandi, merkimiði sem verður til á sekúndubroti og stimpillinn er mundaður um leið. Í öðrum tilvikum er um úthugsaða og jafnvel kerfisbundna stimpilstefnu að ræða. Fólk er fljótt að ákveða hvaða eiginleika næsti maður hafi út frá útliti, framkomu eða bakgrunni. Gleggsta dæmið um kerfisbundna stimpilstefnu nú um stundir er tilskipun nýs Bandaríkjaforseta um bann við komu fólks til Bandaríkjanna frá sjö sjálfstæðum ríkjum. Með þessari aðgerð er fólk frá þessum löndum stimplað. Það er flokkað með grunuðum vígamönnum á grundvelli þjóðernis og trúar. Stefnan er skýrð þannig að gripið sé til hennar til að vernda fólk. Í nærsamfélagi okkar er stimplun einnig beitt en dæmin segja að það sé gert af góðvild. Fyrir skömmu var um slíkt dæmi að ræða, pelsagjöf til fátæks fólks. Umræðan um merktu pelsana fjallaði mest um stimplunina. En mig langar til að beina umræðunni að fátæktinni, hún er ekki náttúrulögmál. Verði fátækt upprætt mun samfélagið verða betra og auðugra. Að gefa pelsa eða mat upprætir ekki vandamálið. Heldur er það neyðarráðstöfun vegna stöðunnar eins og hún er, plástur, sem virkar í raun eins og stimpill. Velferðarkerfið verður að vera nægilega öflugt til að uppræta fátækt. Annars vegar þarf að styðja fólk til sjálfshjálpar og hins vegar með beinum fjármunagreiðslum. Of margir telja að greiðslur verði að vera lágar til þess að fólk komi sér út úr fátækt, að með fátæktarpíningu vaxi fólki ásmegin. Sannleikurinn er hins vegar sá að lágar greiðslur koma fólki lengra út á jaðarinn og skapa kvíða. Með aukinni fátækt eykst sjálfsmorðstíðni á meðal fátæks fólks. Við hljótum öll að vilja samfélag þar sem allir eiga möguleika óháð uppruna, trú, móðurmáli, fötlun, kynferði, kynhneigð og efnahag svo eitthvað sé nefnt. Merkimiðar og stimplun, óviljandi eða ekki, viðhalda fordómum og stuðla að sundrung. Við skulum ekki vera þar! Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun „Íslendingar elska fábjána og vona að þeir geti orðið ráðherrar“ Jakob Bragi Hannesson skrifar
Skoðun Nærri 50 ára starf Jarðhitaskóla GRÓ hefur skilað miklum árangri Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar