Er líf eftir Janus Daða? | Olís-deild karla hefst aftur í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. febrúar 2017 15:00 Janus Daði hefur kvatt Hauka og er genginn í raðir Aalborg í Danmörku. vísir/anton Keppni í Olís-deild karla í handbolta hefst á ný í kvöld eftir 47 daga frí vegna HM í Frakklandi. Sautjánda umferð deildarinnar fer fram í heild sinni í kvöld. Haukar mæta botnliði Stjörnunnar á heimavelli. Þetta er fyrsti leikur Hauka eftir brotthvarf Janusar Daða Smárasonar sem hefur verið besti leikmaður deildarinnar undanfarin tímabil. Í staðinn fengu Haukar króatíska risann Ivan Ivokovic. Um er að ræða tvítuga örvhenta skyttu sem telur 207 sentímetrar og vegur 115 kíló. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður 365, hitti Ivokovic á dögunum og afraksturinn má sjá með því að smella hér. Stjarnan byrjaði tímabilið vel og var komið með átta stig eftir sjö umferðir. En svo hallaði undan fæti hjá Garðbæingum sem hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum.Árni Bragi Eyjólfsson er langmarkahæsti leikmaður Aftureldingar í vetur með 103 mörk.vísir/hannaÍ Mosfellsbænum tekur topplið Aftureldingar á móti ÍBV. Mosfellingar sýndu mikinn stöðugleika fyrir áramót og náðu í 24 stig þrátt fyrir mikil meiðslavandræði. Eyjamönnum, sem var spáð 2. sæti í spá forráðamanna, fyrirliða og þjálfara Olís-deildarinnar fyrir tímabilið, ollu vonbrigðum fyrir áramót. ÍBV situr í 6. sætinu með 16 stig, og er nær botninum en toppnum. FH sækir Fram heim í Safamýrina. FH-ingar sýndu góða takta fyrir áramót og sitja í 3. sæti deildarinnar. Þá unnu þeir deildarbikarinn milli jóla og nýárs. Fram, sem missti nánast heilt lið í sumar, hefur komið nokkuð óvart og er búið að safna 13 stigum og situr í 7. sæti deildarinnar. Fram vann tvo síðustu leiki sína fyrir HM-fríið.Sverre Jakobsson og lærisveinar hans fá Valsmenn í heimsókn.vísir/hannaValsmenn fara norður yfir heiðar og mæta Akureyri í KA-heimilinu. Akureyringar byrjuðu liða verst og töpuðu sjö af fyrstu átta leikjum sínum. Árangurinn í næstu sex leikjum var hins vegar mjög góður; þrír sigrar og þrjú jafntefli. Töp í síðustu tveimur leikjunum fyrir áramót þýddi hins vegar að Akureyringar fóru inn í HM-fríið í fallsæti. Valsmenn hafa verið upp og ofan og eru í 4. sætinu með 18 stig, jafnmörg og FH sem er í sætinu fyrir ofan. Á Selfossi mæta heimamenn Gróttu. Hið unga lið Selfoss hefur unnið átta leiki og tapað átta. Varnarleikurinn hefur verið aðalhöfuðverkur Selfyssinga en aðeins Fram hefur fengið á sig fleiri mörk. Hins vegar eru Haukar eina liðið í deildinni sem hefur skorað meira en Selfoss. Grótta vann fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu en síðan hafa Seltirningar aðeins unnið tvo af 13 leikjum.Leikir kvöldsins: 18:00 Akureyri - Valur 19:30 Afturelding - ÍBV 19:30 Haukar - Stjarnan 19:30 Fram - FH 19:30 Selfoss - Grótta Olís-deild karla Tengdar fréttir Matthías Daðason kominn heim í Fram Safamýrarfélagið styrkir sig fyrir seinni hluta Olís-deildar karla. 1. febrúar 2017 10:49 Morkunas fer frá Haukum og til Cocks í Finnlandi Giedrius Morkunas mun yfirgefa Hauka í vor en þessi snjalli markvörður hefur spilað með Hafnarfjarðarliðinu frá árinu 2012. 31. janúar 2017 20:34 Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. 1. febrúar 2017 20:15 Einar Andri framlengir um þrjú ár Einar Andri Einarsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Aftureldingu. 2. febrúar 2017 10:57 Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Íslandsmeistararnir eru búnir að semja við króatíska skyttu sem er vel yfir tvo metra og hundrað kíló. 25. janúar 2017 09:48 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Keppni í Olís-deild karla í handbolta hefst á ný í kvöld eftir 47 daga frí vegna HM í Frakklandi. Sautjánda umferð deildarinnar fer fram í heild sinni í kvöld. Haukar mæta botnliði Stjörnunnar á heimavelli. Þetta er fyrsti leikur Hauka eftir brotthvarf Janusar Daða Smárasonar sem hefur verið besti leikmaður deildarinnar undanfarin tímabil. Í staðinn fengu Haukar króatíska risann Ivan Ivokovic. Um er að ræða tvítuga örvhenta skyttu sem telur 207 sentímetrar og vegur 115 kíló. Guðjón Guðmundsson, íþróttafréttamaður 365, hitti Ivokovic á dögunum og afraksturinn má sjá með því að smella hér. Stjarnan byrjaði tímabilið vel og var komið með átta stig eftir sjö umferðir. En svo hallaði undan fæti hjá Garðbæingum sem hafa aðeins unnið einn af síðustu níu leikjum sínum.Árni Bragi Eyjólfsson er langmarkahæsti leikmaður Aftureldingar í vetur með 103 mörk.vísir/hannaÍ Mosfellsbænum tekur topplið Aftureldingar á móti ÍBV. Mosfellingar sýndu mikinn stöðugleika fyrir áramót og náðu í 24 stig þrátt fyrir mikil meiðslavandræði. Eyjamönnum, sem var spáð 2. sæti í spá forráðamanna, fyrirliða og þjálfara Olís-deildarinnar fyrir tímabilið, ollu vonbrigðum fyrir áramót. ÍBV situr í 6. sætinu með 16 stig, og er nær botninum en toppnum. FH sækir Fram heim í Safamýrina. FH-ingar sýndu góða takta fyrir áramót og sitja í 3. sæti deildarinnar. Þá unnu þeir deildarbikarinn milli jóla og nýárs. Fram, sem missti nánast heilt lið í sumar, hefur komið nokkuð óvart og er búið að safna 13 stigum og situr í 7. sæti deildarinnar. Fram vann tvo síðustu leiki sína fyrir HM-fríið.Sverre Jakobsson og lærisveinar hans fá Valsmenn í heimsókn.vísir/hannaValsmenn fara norður yfir heiðar og mæta Akureyri í KA-heimilinu. Akureyringar byrjuðu liða verst og töpuðu sjö af fyrstu átta leikjum sínum. Árangurinn í næstu sex leikjum var hins vegar mjög góður; þrír sigrar og þrjú jafntefli. Töp í síðustu tveimur leikjunum fyrir áramót þýddi hins vegar að Akureyringar fóru inn í HM-fríið í fallsæti. Valsmenn hafa verið upp og ofan og eru í 4. sætinu með 18 stig, jafnmörg og FH sem er í sætinu fyrir ofan. Á Selfossi mæta heimamenn Gróttu. Hið unga lið Selfoss hefur unnið átta leiki og tapað átta. Varnarleikurinn hefur verið aðalhöfuðverkur Selfyssinga en aðeins Fram hefur fengið á sig fleiri mörk. Hins vegar eru Haukar eina liðið í deildinni sem hefur skorað meira en Selfoss. Grótta vann fyrstu þrjá leiki sína á tímabilinu en síðan hafa Seltirningar aðeins unnið tvo af 13 leikjum.Leikir kvöldsins: 18:00 Akureyri - Valur 19:30 Afturelding - ÍBV 19:30 Haukar - Stjarnan 19:30 Fram - FH 19:30 Selfoss - Grótta
Olís-deild karla Tengdar fréttir Matthías Daðason kominn heim í Fram Safamýrarfélagið styrkir sig fyrir seinni hluta Olís-deildar karla. 1. febrúar 2017 10:49 Morkunas fer frá Haukum og til Cocks í Finnlandi Giedrius Morkunas mun yfirgefa Hauka í vor en þessi snjalli markvörður hefur spilað með Hafnarfjarðarliðinu frá árinu 2012. 31. janúar 2017 20:34 Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. 1. febrúar 2017 20:15 Einar Andri framlengir um þrjú ár Einar Andri Einarsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Aftureldingu. 2. febrúar 2017 10:57 Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Íslandsmeistararnir eru búnir að semja við króatíska skyttu sem er vel yfir tvo metra og hundrað kíló. 25. janúar 2017 09:48 Mest lesið Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Grindavík - Tindastóll 91-75 | Toppliðið valtaði yfir Tindastól Körfubolti Nývaknaður úr dái en verður fyrirliði gegn Íslandi Körfubolti Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Handbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Fleiri fréttir Átta mörk Orra dugðu ekki gegn toppliðinu KA vann nágrannaslaginn fyrir norðan Selfoss sótti óvænt sigur og Afturelding dregst aftur úr Haukar fóru létt með HK EM í mikilli hættu hjá stærsta stráknum okkar Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Sjá meira
Matthías Daðason kominn heim í Fram Safamýrarfélagið styrkir sig fyrir seinni hluta Olís-deildar karla. 1. febrúar 2017 10:49
Morkunas fer frá Haukum og til Cocks í Finnlandi Giedrius Morkunas mun yfirgefa Hauka í vor en þessi snjalli markvörður hefur spilað með Hafnarfjarðarliðinu frá árinu 2012. 31. janúar 2017 20:34
Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. 1. febrúar 2017 20:15
Einar Andri framlengir um þrjú ár Einar Andri Einarsson hefur skrifað undir nýjan þriggja ára samning við Aftureldingu. 2. febrúar 2017 10:57
Haukar fá króatískan tröllkarl til að fylla í skarð Janusar Daða Íslandsmeistararnir eru búnir að semja við króatíska skyttu sem er vel yfir tvo metra og hundrað kíló. 25. janúar 2017 09:48