Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2017 20:15 Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. Guðjón Guðmundsson hitti Ivan Ivokovic og þjálfara hans Gunnar Magnússon á Ásvöllum og ræddi við þá um ástæður þess að strákurinn væri kominn alla leið til Íslands. Örvhenta skyttan Ivan Ivokovic er engin smásmíði eða 207 sentímetrar á hæð og 115 kíló. Hann samdi við Hauka til ársins 2019 en hefur verið að spila í Tékklandi, Króatíu og Slóveníu. „Þegar ég kannaði málið á netinu þá sá ég að það hafa komið margir góðir leikmenn frá Íslandi og þeir hafa komist að hjá góðum klúbbum í Þýskalandi, Danmörku og Noregi,“ sagði Ivan Ivokovic í viðtali við Gaupa. „Ég reyndi að spila í Slóveníu en sá að deildin hér á Íslandi er betri. Það er allt betra á Íslandi, hér er mjög fólk og allir tala ensku,“ sagði Ivan Ivokovic. Hann var meðvitaður um það að Íslandi ætti marga leikmenn á heimsmælikvarða en hann hefur einu sinni mætt Aroni Pálmarssyni. „Ég spilaði á móti Aroni í Seha-deildinni og ég þekki líka markvörðinn Gústvasson sem kemur hingað til Hauka á næsta tímabili,“ segir Ivokovic.Haukar eru að hugsa til framtíðar því auk Ivan Ivokovic hafa þeir samið við landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson og Pétur Pálsson, fyrrum leikmann liðsins, sem leikið hefur í Noregi síðustu ár. „Þegar þessi staða kom upp í janúar að Janus Daði Smárason væri að fara til Álaborgar þá fórum við yfir þetta. Okkur leist best á þessa lausn. Við teljum hópinn í dag vera tilbúinn að fylla það skarð sem Janus skilur eftir sig. Við vildum því fara í svona spennandi dæmi að taka inn framtíðarmann,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. „Þetta er ungur strákur og hann er 207 sm á hæð, örvhentur og stór og sterkur. Hann skilur líka handboltann. Við skoðuðum hann vel og hann hefur allt sem þarf til að verða góður leikmaður. Hann er aftur á móti óslípaður en við teljum að ef við vinnum með hann í okkar umhverfi í eitt til tvö ár þá getum við gert þetta að alvöru leikmanni,“ sagði Gunnar. Það er hægt að sjá allt innslag Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Bein útsending: Þorsteinn og Glódís sitja fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira
Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. Guðjón Guðmundsson hitti Ivan Ivokovic og þjálfara hans Gunnar Magnússon á Ásvöllum og ræddi við þá um ástæður þess að strákurinn væri kominn alla leið til Íslands. Örvhenta skyttan Ivan Ivokovic er engin smásmíði eða 207 sentímetrar á hæð og 115 kíló. Hann samdi við Hauka til ársins 2019 en hefur verið að spila í Tékklandi, Króatíu og Slóveníu. „Þegar ég kannaði málið á netinu þá sá ég að það hafa komið margir góðir leikmenn frá Íslandi og þeir hafa komist að hjá góðum klúbbum í Þýskalandi, Danmörku og Noregi,“ sagði Ivan Ivokovic í viðtali við Gaupa. „Ég reyndi að spila í Slóveníu en sá að deildin hér á Íslandi er betri. Það er allt betra á Íslandi, hér er mjög fólk og allir tala ensku,“ sagði Ivan Ivokovic. Hann var meðvitaður um það að Íslandi ætti marga leikmenn á heimsmælikvarða en hann hefur einu sinni mætt Aroni Pálmarssyni. „Ég spilaði á móti Aroni í Seha-deildinni og ég þekki líka markvörðinn Gústvasson sem kemur hingað til Hauka á næsta tímabili,“ segir Ivokovic.Haukar eru að hugsa til framtíðar því auk Ivan Ivokovic hafa þeir samið við landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson og Pétur Pálsson, fyrrum leikmann liðsins, sem leikið hefur í Noregi síðustu ár. „Þegar þessi staða kom upp í janúar að Janus Daði Smárason væri að fara til Álaborgar þá fórum við yfir þetta. Okkur leist best á þessa lausn. Við teljum hópinn í dag vera tilbúinn að fylla það skarð sem Janus skilur eftir sig. Við vildum því fara í svona spennandi dæmi að taka inn framtíðarmann,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. „Þetta er ungur strákur og hann er 207 sm á hæð, örvhentur og stór og sterkur. Hann skilur líka handboltann. Við skoðuðum hann vel og hann hefur allt sem þarf til að verða góður leikmaður. Hann er aftur á móti óslípaður en við teljum að ef við vinnum með hann í okkar umhverfi í eitt til tvö ár þá getum við gert þetta að alvöru leikmanni,“ sagði Gunnar. Það er hægt að sjá allt innslag Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Formúla 1 Hljóp í tólf klukkutíma rifbeinsbrotinn Sport Hárið í hættu hjá United manninum Enski boltinn Setja fjórtán milljarða í kvennadeildina Fótbolti Veðmál rædd í Körfuboltakvöldi: „Bara ævintýralega heimskulegt“ Körfubolti Mark úr horni, klippa Eze og punghögg Haalands Enski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kennir Carvajal um lætin eftir El Clasico Fótbolti Bein útsending: Þorsteinn og Glódís sitja fyrir svörum Fótbolti Fleiri fréttir Gísli bjó til meira en þriðjung markanna Haukur magnaður í sigri Löwen Blær skoraði þrjú og lagði upp jöfnunarmarkið KA/Þór sótti sigur gegn Fram og stigalausar Stjörnukonur Fram kjöldró HK og spenna í Eyjum Meistararnir unnu gegn ÍBV og ÍR hafði betur gegn Selfyssingum Donni og félagar björguðu stigi undir lokin Afturelding komst upp að hlið Hauka Seldu bleika búninginn hennar Herrem fyrir meira en milljón „Leið vel þegar ég fór inn úr færinu“ Uppgjörið FH - Haukar 27-26 | Birgir Már tryggði FH sigur eftir spennutrylli Bernard fór mikinn en Valsmenn sluppu með sigurinn Fyrsti sigur Þórsara síðan í byrjun september Ómar Ingi með fullkomnan leik í Meistaradeildinni Guðjón Valur og lærisveinar hársbreidd frá því að vinna Kiel Hlakka til að sjá Viktor Gísla aftur og senda honum skilaboð Neyddar í sömu stöðu og Ísland og límdu melónur á skóna Hatar hvítu stuttbuxurnar Fjölga stórmótum landsliða í handboltanum Allt jafnt í bikarslag íslensku stelpnanna Orri fagnaði í Íslendingaslag í Meistaradeildinni Hjartavandamál halda Reyni frá keppni Stórar breytingar á Evrópukeppnum í handbolta Framarar töpuðu aftur á heimavelli í Evrópudeildinni Magdeburg komst örugglega áfram í sextán liða úrslitin Íslensku strákarnir áberandi í Evrópudeildinni „Stærri og sterkari en liðin sem við þekkjum hérna heima“ Viktor til liðs við frænda sinn og bróður Uppgjörið: Portúgal - Ísland 26-25 | Annar eltingaleikur íslenska liðsins endar með öðru tapi Kom að fjórtán mörkum í stórsigri á Leipzig Sjá meira