Gaupi hitti nýja risann í íslenska handboltanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2017 20:15 Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. Guðjón Guðmundsson hitti Ivan Ivokovic og þjálfara hans Gunnar Magnússon á Ásvöllum og ræddi við þá um ástæður þess að strákurinn væri kominn alla leið til Íslands. Örvhenta skyttan Ivan Ivokovic er engin smásmíði eða 207 sentímetrar á hæð og 115 kíló. Hann samdi við Hauka til ársins 2019 en hefur verið að spila í Tékklandi, Króatíu og Slóveníu. „Þegar ég kannaði málið á netinu þá sá ég að það hafa komið margir góðir leikmenn frá Íslandi og þeir hafa komist að hjá góðum klúbbum í Þýskalandi, Danmörku og Noregi,“ sagði Ivan Ivokovic í viðtali við Gaupa. „Ég reyndi að spila í Slóveníu en sá að deildin hér á Íslandi er betri. Það er allt betra á Íslandi, hér er mjög fólk og allir tala ensku,“ sagði Ivan Ivokovic. Hann var meðvitaður um það að Íslandi ætti marga leikmenn á heimsmælikvarða en hann hefur einu sinni mætt Aroni Pálmarssyni. „Ég spilaði á móti Aroni í Seha-deildinni og ég þekki líka markvörðinn Gústvasson sem kemur hingað til Hauka á næsta tímabili,“ segir Ivokovic.Haukar eru að hugsa til framtíðar því auk Ivan Ivokovic hafa þeir samið við landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson og Pétur Pálsson, fyrrum leikmann liðsins, sem leikið hefur í Noregi síðustu ár. „Þegar þessi staða kom upp í janúar að Janus Daði Smárason væri að fara til Álaborgar þá fórum við yfir þetta. Okkur leist best á þessa lausn. Við teljum hópinn í dag vera tilbúinn að fylla það skarð sem Janus skilur eftir sig. Við vildum því fara í svona spennandi dæmi að taka inn framtíðarmann,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. „Þetta er ungur strákur og hann er 207 sm á hæð, örvhentur og stór og sterkur. Hann skilur líka handboltann. Við skoðuðum hann vel og hann hefur allt sem þarf til að verða góður leikmaður. Hann er aftur á móti óslípaður en við teljum að ef við vinnum með hann í okkar umhverfi í eitt til tvö ár þá getum við gert þetta að alvöru leikmanni,“ sagði Gunnar. Það er hægt að sjá allt innslag Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan. Olís-deild karla Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Ivan Ivokovic tvítugur risi frá Króatíu leikur sinn fyrsta leik fyrir Hauka í Olís-deild karla í handbolta gegn Stjörnunni annað kvöld. Guðjón Guðmundsson hitti Ivan Ivokovic og þjálfara hans Gunnar Magnússon á Ásvöllum og ræddi við þá um ástæður þess að strákurinn væri kominn alla leið til Íslands. Örvhenta skyttan Ivan Ivokovic er engin smásmíði eða 207 sentímetrar á hæð og 115 kíló. Hann samdi við Hauka til ársins 2019 en hefur verið að spila í Tékklandi, Króatíu og Slóveníu. „Þegar ég kannaði málið á netinu þá sá ég að það hafa komið margir góðir leikmenn frá Íslandi og þeir hafa komist að hjá góðum klúbbum í Þýskalandi, Danmörku og Noregi,“ sagði Ivan Ivokovic í viðtali við Gaupa. „Ég reyndi að spila í Slóveníu en sá að deildin hér á Íslandi er betri. Það er allt betra á Íslandi, hér er mjög fólk og allir tala ensku,“ sagði Ivan Ivokovic. Hann var meðvitaður um það að Íslandi ætti marga leikmenn á heimsmælikvarða en hann hefur einu sinni mætt Aroni Pálmarssyni. „Ég spilaði á móti Aroni í Seha-deildinni og ég þekki líka markvörðinn Gústvasson sem kemur hingað til Hauka á næsta tímabili,“ segir Ivokovic.Haukar eru að hugsa til framtíðar því auk Ivan Ivokovic hafa þeir samið við landsliðsmarkvörðinn Björgvin Pál Gústavsson og Pétur Pálsson, fyrrum leikmann liðsins, sem leikið hefur í Noregi síðustu ár. „Þegar þessi staða kom upp í janúar að Janus Daði Smárason væri að fara til Álaborgar þá fórum við yfir þetta. Okkur leist best á þessa lausn. Við teljum hópinn í dag vera tilbúinn að fylla það skarð sem Janus skilur eftir sig. Við vildum því fara í svona spennandi dæmi að taka inn framtíðarmann,“ sagði Gunnar Magnússon, þjálfari Hauka. „Þetta er ungur strákur og hann er 207 sm á hæð, örvhentur og stór og sterkur. Hann skilur líka handboltann. Við skoðuðum hann vel og hann hefur allt sem þarf til að verða góður leikmaður. Hann er aftur á móti óslípaður en við teljum að ef við vinnum með hann í okkar umhverfi í eitt til tvö ár þá getum við gert þetta að alvöru leikmanni,“ sagði Gunnar. Það er hægt að sjá allt innslag Gaupa í spilaranum hér fyrir ofan.
Olís-deild karla Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Strákurinn fékk VAR í jólagjöf Enski boltinn Öll augu á Ally Pally þegar barist er um sæti í úrslitaleiknum Sport Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Formúla 1 Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Giftu sig á gamlársdag Handbolti Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira