Handbolti

Matthías Daðason kominn heim í Fram

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Handboltamaðurinn Matthías Daðason er genginn í raðir Fram í Olís-deild karla en þar spilaði hann upp alla yngri flokkana áður en hann hélt til Danmerkur fyrir fjórum árum.

Matthías kemur til Fram frá 1. deildar liðinu Korsör Slagelse en hann lauk háskólanámi sínu í janúar og fékk samningi sínum rift til að geta komið aftur heim til Íslands. Hann spilaði einnig með Ringsted í dönsku úrvalsdeildinni.

Matthías er vinstri hornamaður sem var meðal annars fyrirliði Korsör en hann þykir einnig sterkur varnarmaður og getur leyst flestar stöður í varnarleiknum, að því fram kemur í fréttatilkynningu frá Safamýrarfélaginu.

Félagaskiptin eru gengin í gegn og getur Matthías því spilað sinn fyrsta leik fyrir Fram þegar Olís-deild karla fer af stað eftir HM-fríið á morgun.

Fram á leik á móti FH í Framhúsinu en liðið er í sjöunda sæti deildarinnar með þrettán stig eftir 16 umferðir.

This years last game on sunday and Iceland on monday #handball #vacation #christmas #iceland

A photo posted by Matthias Dadason (@matthiasdadason) on




Fleiri fréttir

Sjá meira


×