Stöndum með flóttamönnum Reimar Pétursson skrifar 3. febrúar 2017 07:00 Ísland hlýtur að taka stöðu með flóttamönnum á móti öflum sem vilja neita þeim um griðastað með gerræðislegum ákvörðunum. Önnur afstaða væri til þess fallin að grafa undan alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði og varpa skugga á afstöðu Íslands til mannréttinda.Bundin af mannréttindasamningum Ríki heims eru bundin af alþjóðlegum samningum um mannréttindi. Flóttamenn njóta samkvæmt þeim réttinda án manngreinarálits vegna kynþátta, trúarbragða eða ættlands. Þá er óheimilt að endursenda þá til ríkis þar sem lífi þeirra eða frelsi myndi ógnað. Hvort svo sé þarf að meta sérstaklega fyrir hvern og einn flóttamann og þeim er frjálst að bera slíkt mat undir dómstóla. Þessir alþjóðlegu samningar takmarka fullveldisrétt Íslands og annarra ríkja til að taka gerræðislegar ákvarðanir um aðgang flóttamanna að landssvæðum þeirra. Á okkar tímum fela þessar takmarkanir á fullveldi í sér ákveðnar áskoranir fyrir ríki heims, en yfirlýstur vilji samningsaðila stendur óbreyttur: að standa með flóttamönnum án tillits til ættlands þeirra.Grefur undan alþjóðlegu samstarfi Ríki sem virðir þessi réttindi að vettugi, hvort heldur í stóru eða smáu, grefur undan alþjóðlegu samstarfi og varpar skugga á afstöðu sína til mannréttinda. Vilji kjósenda í viðkomandi ríki skiptir hér engu, því alþjóðlegu sáttmálarnir endurspegla réttindi sem allir í heiminum vilja njóta og samhug sem flestir vilja sýna flóttamönnum á vergangi. Leitt er að sjá menn hér á landi, sem vilja virða að vettugi mannréttindi flóttamanna, skýla sér bak við orðræðu um að málefni flóttamanna verði að ræða af raunsæi. Miðað við stöðu þjóðaréttar getur slík umræða aldrei talist raunsæ. Hún er einfaldlega lýðskrum sem beinist að þeim sem minnst mega sín og á lítið, ef nokkuð, skylt við málefnalega umræðu um stöðu innflytjenda sem ekki teljast flóttamenn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Reimar Pétursson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Ísland hlýtur að taka stöðu með flóttamönnum á móti öflum sem vilja neita þeim um griðastað með gerræðislegum ákvörðunum. Önnur afstaða væri til þess fallin að grafa undan alþjóðlegu samstarfi á þessu sviði og varpa skugga á afstöðu Íslands til mannréttinda.Bundin af mannréttindasamningum Ríki heims eru bundin af alþjóðlegum samningum um mannréttindi. Flóttamenn njóta samkvæmt þeim réttinda án manngreinarálits vegna kynþátta, trúarbragða eða ættlands. Þá er óheimilt að endursenda þá til ríkis þar sem lífi þeirra eða frelsi myndi ógnað. Hvort svo sé þarf að meta sérstaklega fyrir hvern og einn flóttamann og þeim er frjálst að bera slíkt mat undir dómstóla. Þessir alþjóðlegu samningar takmarka fullveldisrétt Íslands og annarra ríkja til að taka gerræðislegar ákvarðanir um aðgang flóttamanna að landssvæðum þeirra. Á okkar tímum fela þessar takmarkanir á fullveldi í sér ákveðnar áskoranir fyrir ríki heims, en yfirlýstur vilji samningsaðila stendur óbreyttur: að standa með flóttamönnum án tillits til ættlands þeirra.Grefur undan alþjóðlegu samstarfi Ríki sem virðir þessi réttindi að vettugi, hvort heldur í stóru eða smáu, grefur undan alþjóðlegu samstarfi og varpar skugga á afstöðu sína til mannréttinda. Vilji kjósenda í viðkomandi ríki skiptir hér engu, því alþjóðlegu sáttmálarnir endurspegla réttindi sem allir í heiminum vilja njóta og samhug sem flestir vilja sýna flóttamönnum á vergangi. Leitt er að sjá menn hér á landi, sem vilja virða að vettugi mannréttindi flóttamanna, skýla sér bak við orðræðu um að málefni flóttamanna verði að ræða af raunsæi. Miðað við stöðu þjóðaréttar getur slík umræða aldrei talist raunsæ. Hún er einfaldlega lýðskrum sem beinist að þeim sem minnst mega sín og á lítið, ef nokkuð, skylt við málefnalega umræðu um stöðu innflytjenda sem ekki teljast flóttamenn.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar