Fangar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 6. febrúar 2017 08:00 Í gærkvöldi var síðasti þátturinn sýndur af Föngum á RÚV. Þegar þetta er skrifað veit maður ekki hvernig þetta allt saman endaði – vonandi vel. Forðum var það einkum á Stöð tvö sem slíkar íslenskar framhaldsseríur gengu – með heiðarlegum undantekningum auðvitað – en þau hjá RÚV hafa nú rekið af sér slyðruorðið. Það jafnast fátt á við að horfa á gott íslenskt leikið sjónvarpsefni á sunnudagskvöldi – nema náttúrlega góð bók.Of eða vanGallar? Ætli það ekki? Persónan sem Unnur Ösp leikur kannski gerð að fullmiklum einfeldningi. Og við myndum alveg átta okkur á því hvílíkur labbakútur lögmaðurinn er sem Gísli Örn leikur, þó að hann væri ekki japlandi á tyggjói í réttarsalnum. Systirin sem Halldóra Geirharðsdóttir leikur þyrfti kannski ekki að vera alveg svona hörð og köld – stundum hefur einmitt orðið á vegi manns fólk sem er mjög kaldlynt og brosmilt í senn og hefur sitt fram með köldu brosi og alúðlegu viðmóti. Og svona: maður sér sums staðar að ýmsum þykir hin sterka samþætting valda og kynferðismisnotkunar jaðra við klisjugerð – þó að auðvelt sé að svara því til að svona sé þetta nú einu sinni í okkar samfélagi. Við erum tiltölulega nýfarin að horfast í augu við þessa meinsemd, sem nær svo djúpt og er enn svo umlukin skömm og þagnarhjúp. Svo er eflaust hægt að finna eitthvað að plottinu og innri rökvísi þar – til þess þarf plottvísara fólk en mig. Þetta er sem sé skrifað á sunnudegi og enn vitum við ekki hvernig greiðist úr málum; maður verður bara að vona að ódámurinn hljóti makleg málagjöld en stúlkunum verði hjálpað til að komast á farsælli brautir í lífinu. Því að hvað sem líður því sem kann að vera of eða van í þáttunum þá skiptir það ekki máli hjá hinu, að áhöfninni á bak við þessa þætti hefur tekist að búa til mannlíf handa okkur að fylgjast með og lifa okkur inn í – og spegla okkur í. Þeim hefur lánast að smíða atburðarás sem hreyfir við okkur þannig að okkur langar að vita hvernig endirinn verður (varð). Og það sem er auðvitað mest um vert: Þeim hefur auðnast að skapa sterkar og sérstæðar persónur sem allar eru staddar í sínum eigin örlögum, allar lúta sínum sérstöku lögmálum, allar eru sérstakir persónuleikar en ekki dúkkulísur. „Of stórt“Maður man ekki eftir því að hafa séð jafngóðan leik í íslensku leiknu sjónvarpsefni. Einu sinni var mikið talað um að leikurum úr stóru leikhúsunum hætti til að leika „of stórt“ þegar þeir léku í sjónvarpi. Væru alltof mikið að baða út höndunum og þruma ræður sínar eins og öllu varðaði að í þeim heyrðist á fjórtánda bekk. Sjálfur tók ég aldrei eftir þessu meinta vandamáli en þessi umræða varð hins vegar til þess að leikarar tóku að skrúfa niður í orku sinni og persónutöfrum þannig að þeir hættu næstum að sjást og maður hætti alveg að heyra orðaskil í íslensku leiknu efni; fólk muldraði í bringu sér og gætti þess vandlega að setja engan hljóm í röddina – því að yrði of „stórt“ – og þannig roluðust leikararnir um rotinpúrulegir og svipbrigðalausir og óskiljanlegir í nokkur ár. Það er nú aldeilis öðru nær með þær stórkostlegu leikkonur sem eru í Föngum, í hverri magnaðri senunni á fætur annarri. Karlarnir leika allir stórvel en þetta er samt sería þar sem leikkonurnar glansa. Persónan sem Unnur Ösp leikur kann að vera gerð að fullmiklum einfeldningi en það breytir ekki að því að við finnum sárt til með henni, hlæjum með henni – og að henni – og skynjum hana sem raunverulega og vitum á einhvern hátt að saga hennar er sönn, ólán hennar raunverulegt … Hið sama gildir með persónu Halldóru Geirharðsdóttur: við trúum á hana, vitum að hún er leiksoppur líka, með sitt falska örugga en samanbitna fas. Og þannig má ganga á röðina: senan dásamlega þar sem persóna Margrétar Helgu lætur dæluna ganga í fáránlegri frásögn sem ætlar engan endi að taka … svipurinn á fangaverði Arndísar Hrannar, þetta sambland af því að hafa séð þetta allt og gera sér engar grillur en geta ekki gert að því að þykja vænt um skjólstæðingana … svipurinn á Steinunni Ólínu alltaf … Kristbjörg Kjeld í öllum sínum senum – konan sem vill ekki vita það sem hún veit … ógæfan og óbærileg sorgin sem greypt er í hvern andlitsdrátt Nínu Daggar … byrði barnsins sem við finnum í hverri hreyfingu Kötlu Njálsdóttur … sorgarhjúpurinn kringum Lindu, aðalpersónuna sem Þorbjörg Helga Dýrfjörð leikur svo vel. Sem sagt gott. Og maður gerist heimtufrekur. Nú bíður maður eftir seríu um Hrunið – sem við rithöfundar höfum enn ekki náð að skrifa verulega bitastæðar skáldsögur um – og seríum þar sem fjallað er um refskák stjórnmálanna að hætti Dana. Já og auðvitað peysufatadramanu upp úr Dalalífi … Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi var síðasti þátturinn sýndur af Föngum á RÚV. Þegar þetta er skrifað veit maður ekki hvernig þetta allt saman endaði – vonandi vel. Forðum var það einkum á Stöð tvö sem slíkar íslenskar framhaldsseríur gengu – með heiðarlegum undantekningum auðvitað – en þau hjá RÚV hafa nú rekið af sér slyðruorðið. Það jafnast fátt á við að horfa á gott íslenskt leikið sjónvarpsefni á sunnudagskvöldi – nema náttúrlega góð bók.Of eða vanGallar? Ætli það ekki? Persónan sem Unnur Ösp leikur kannski gerð að fullmiklum einfeldningi. Og við myndum alveg átta okkur á því hvílíkur labbakútur lögmaðurinn er sem Gísli Örn leikur, þó að hann væri ekki japlandi á tyggjói í réttarsalnum. Systirin sem Halldóra Geirharðsdóttir leikur þyrfti kannski ekki að vera alveg svona hörð og köld – stundum hefur einmitt orðið á vegi manns fólk sem er mjög kaldlynt og brosmilt í senn og hefur sitt fram með köldu brosi og alúðlegu viðmóti. Og svona: maður sér sums staðar að ýmsum þykir hin sterka samþætting valda og kynferðismisnotkunar jaðra við klisjugerð – þó að auðvelt sé að svara því til að svona sé þetta nú einu sinni í okkar samfélagi. Við erum tiltölulega nýfarin að horfast í augu við þessa meinsemd, sem nær svo djúpt og er enn svo umlukin skömm og þagnarhjúp. Svo er eflaust hægt að finna eitthvað að plottinu og innri rökvísi þar – til þess þarf plottvísara fólk en mig. Þetta er sem sé skrifað á sunnudegi og enn vitum við ekki hvernig greiðist úr málum; maður verður bara að vona að ódámurinn hljóti makleg málagjöld en stúlkunum verði hjálpað til að komast á farsælli brautir í lífinu. Því að hvað sem líður því sem kann að vera of eða van í þáttunum þá skiptir það ekki máli hjá hinu, að áhöfninni á bak við þessa þætti hefur tekist að búa til mannlíf handa okkur að fylgjast með og lifa okkur inn í – og spegla okkur í. Þeim hefur lánast að smíða atburðarás sem hreyfir við okkur þannig að okkur langar að vita hvernig endirinn verður (varð). Og það sem er auðvitað mest um vert: Þeim hefur auðnast að skapa sterkar og sérstæðar persónur sem allar eru staddar í sínum eigin örlögum, allar lúta sínum sérstöku lögmálum, allar eru sérstakir persónuleikar en ekki dúkkulísur. „Of stórt“Maður man ekki eftir því að hafa séð jafngóðan leik í íslensku leiknu sjónvarpsefni. Einu sinni var mikið talað um að leikurum úr stóru leikhúsunum hætti til að leika „of stórt“ þegar þeir léku í sjónvarpi. Væru alltof mikið að baða út höndunum og þruma ræður sínar eins og öllu varðaði að í þeim heyrðist á fjórtánda bekk. Sjálfur tók ég aldrei eftir þessu meinta vandamáli en þessi umræða varð hins vegar til þess að leikarar tóku að skrúfa niður í orku sinni og persónutöfrum þannig að þeir hættu næstum að sjást og maður hætti alveg að heyra orðaskil í íslensku leiknu efni; fólk muldraði í bringu sér og gætti þess vandlega að setja engan hljóm í röddina – því að yrði of „stórt“ – og þannig roluðust leikararnir um rotinpúrulegir og svipbrigðalausir og óskiljanlegir í nokkur ár. Það er nú aldeilis öðru nær með þær stórkostlegu leikkonur sem eru í Föngum, í hverri magnaðri senunni á fætur annarri. Karlarnir leika allir stórvel en þetta er samt sería þar sem leikkonurnar glansa. Persónan sem Unnur Ösp leikur kann að vera gerð að fullmiklum einfeldningi en það breytir ekki að því að við finnum sárt til með henni, hlæjum með henni – og að henni – og skynjum hana sem raunverulega og vitum á einhvern hátt að saga hennar er sönn, ólán hennar raunverulegt … Hið sama gildir með persónu Halldóru Geirharðsdóttur: við trúum á hana, vitum að hún er leiksoppur líka, með sitt falska örugga en samanbitna fas. Og þannig má ganga á röðina: senan dásamlega þar sem persóna Margrétar Helgu lætur dæluna ganga í fáránlegri frásögn sem ætlar engan endi að taka … svipurinn á fangaverði Arndísar Hrannar, þetta sambland af því að hafa séð þetta allt og gera sér engar grillur en geta ekki gert að því að þykja vænt um skjólstæðingana … svipurinn á Steinunni Ólínu alltaf … Kristbjörg Kjeld í öllum sínum senum – konan sem vill ekki vita það sem hún veit … ógæfan og óbærileg sorgin sem greypt er í hvern andlitsdrátt Nínu Daggar … byrði barnsins sem við finnum í hverri hreyfingu Kötlu Njálsdóttur … sorgarhjúpurinn kringum Lindu, aðalpersónuna sem Þorbjörg Helga Dýrfjörð leikur svo vel. Sem sagt gott. Og maður gerist heimtufrekur. Nú bíður maður eftir seríu um Hrunið – sem við rithöfundar höfum enn ekki náð að skrifa verulega bitastæðar skáldsögur um – og seríum þar sem fjallað er um refskák stjórnmálanna að hætti Dana. Já og auðvitað peysufatadramanu upp úr Dalalífi …
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun