HSÍ svarar Haukum: Ekki í verkahring forystu HSÍ að tjá sig um eða endurskoða ákvarðanir dómara Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. janúar 2017 20:39 Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ Vísir/Stefán Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu í tengslum við eftirmála þessa að Haukar ákváðu að kæra og síðan hætta við að kæra leik sinn á móti Selfossi í Olís-deild kvenna. „HSÍ leggur mikinn metnað í það að sama umgjörð sé í handknattleik kvenna og karla. Allar sömu reglur gilda í þessum leikjum kvenna og karla , hvort sem um er að ræða í efstu deild eða yngstu flokkum og er enginn afsláttur gefinn af kröfum um umgjörð eða framkvæmd leikja,“ segir í fréttatilkynningunni. Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina í dag og gagnrýndi viðbrögð Handknattleikssambands Íslands eða aðallega engin viðbrögð sambandsins eftir að Haukar urðu fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum.Sjá einnig:Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sendi í framhaldinu frá sér fréttatilkynningu í kvöld þar sem meðal annars kemur fram að HSÍ muni ekki fjalla efnislega um kæru Hauka á hendur Selfossi og þar sem kæran var í gær afturkölluð af hálfu Hauka telst málinu lokið.Tilkynning frá Handknattleikssambandi ÍslandsÍ ljósi umræðu síðustu daga um atvik í leik Hauka og Selfoss í Olísdeild kvenna þann 25. janúar síðastliðinn og umræðu um kæru Hauka á hendur Selfossi og Handknattleikssambandi Íslands (HSÍ) til dómstóls HSÍ og afturköllunar hennar þá telur HSÍ nauðsynlegt að taka eftirfarandi fram:HSÍ leggur mikinn metnað í það að sama umgjörð sé í handknattleik kvenna og karla. Allar sömu reglur gilda í þessum leikjum kvenna og karla , hvort sem um er að ræða í efstu deild eða yngstu flokkum og er enginn afsláttur gefinn af kröfum um umgjörð eða framkvæmd leikja.Öll félög innan HSÍ hafa möguleika skv. lögum HSÍ til að kæra atvik og önnur atriði þar sem þau telja á sér brotið, til dómstóla HSÍ. HSÍ gefur ekki út yfirlýsingar eða tekur afstöðu í slíkum málum heldur skulu þau rekin fyrir dómstólum HSÍ eftir þeim málsmeðferðarreglum sem þar gilda. Mikilvægt að dómstólar HSÍ séu sjálfstæðir og starfi án afskipta forystu HSÍ enda væru slík afskipti fráleit.Á sama hátt er það ekki í verkahring forystu HSÍ að tjá sig um eða endurskoða ákvarðanir dómara í leik, hvort sem þær eru réttar eða rangar eða höfðu áhrif á leikinn eða ekki. Öllum athugasemdum um störf dómara sem berast HSÍ er vísað til umfjöllunar í dómaranefnd HSÍ sem fer yfir og vinnur úr slíkum athugasemdum.HSÍ mun ekki fjalla efnislega um það mál, sem um var fjallað í kæru Hauka á hendur Selfossi og HSÍ í ljósi ofangreindra atriða. Þar sem kæran var í gær afturkölluð af hálfu Hauka telst málinu lokið.Reykjavík, 30. janúar 2017,Einar ÞorvarðarsonFramkvæmdastjóri HSÍ Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina og ræddi um kæru félagsins vegna framkvæmdar á leik Selfoss og Hauka í Olísdeild kvenna. 30. janúar 2017 17:32 Haukar draga kæruna til baka | "Hörmum tómlæti HSÍ“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Hauka hafa ákveðið að draga til baka kæru liðsins vegna leiks Hauka og Selfoss í Olís-deildinni á dögunum. 29. janúar 2017 21:24 Haukar kæra tapleikinn á móti Selfossi og vilja annan leik Handknattleiksdeild Hauka hefur kært leik kvennaliðs félagsins á móti Selfossi til dómstóls HSÍ en leikurinn fór fram í Olís-deild kvenna á miðvikudagskvöldið. 27. janúar 2017 12:34 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Handknattleikssamband Íslands hefur sent frá sér fréttatilkynningu í tengslum við eftirmála þessa að Haukar ákváðu að kæra og síðan hætta við að kæra leik sinn á móti Selfossi í Olís-deild kvenna. „HSÍ leggur mikinn metnað í það að sama umgjörð sé í handknattleik kvenna og karla. Allar sömu reglur gilda í þessum leikjum kvenna og karla , hvort sem um er að ræða í efstu deild eða yngstu flokkum og er enginn afsláttur gefinn af kröfum um umgjörð eða framkvæmd leikja,“ segir í fréttatilkynningunni. Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina í dag og gagnrýndi viðbrögð Handknattleikssambands Íslands eða aðallega engin viðbrögð sambandsins eftir að Haukar urðu fyrir mikilli gagnrýni á samfélagsmiðlum.Sjá einnig:Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Einar Þorvarðarson, framkvæmdastjóri HSÍ, sendi í framhaldinu frá sér fréttatilkynningu í kvöld þar sem meðal annars kemur fram að HSÍ muni ekki fjalla efnislega um kæru Hauka á hendur Selfossi og þar sem kæran var í gær afturkölluð af hálfu Hauka telst málinu lokið.Tilkynning frá Handknattleikssambandi ÍslandsÍ ljósi umræðu síðustu daga um atvik í leik Hauka og Selfoss í Olísdeild kvenna þann 25. janúar síðastliðinn og umræðu um kæru Hauka á hendur Selfossi og Handknattleikssambandi Íslands (HSÍ) til dómstóls HSÍ og afturköllunar hennar þá telur HSÍ nauðsynlegt að taka eftirfarandi fram:HSÍ leggur mikinn metnað í það að sama umgjörð sé í handknattleik kvenna og karla. Allar sömu reglur gilda í þessum leikjum kvenna og karla , hvort sem um er að ræða í efstu deild eða yngstu flokkum og er enginn afsláttur gefinn af kröfum um umgjörð eða framkvæmd leikja.Öll félög innan HSÍ hafa möguleika skv. lögum HSÍ til að kæra atvik og önnur atriði þar sem þau telja á sér brotið, til dómstóla HSÍ. HSÍ gefur ekki út yfirlýsingar eða tekur afstöðu í slíkum málum heldur skulu þau rekin fyrir dómstólum HSÍ eftir þeim málsmeðferðarreglum sem þar gilda. Mikilvægt að dómstólar HSÍ séu sjálfstæðir og starfi án afskipta forystu HSÍ enda væru slík afskipti fráleit.Á sama hátt er það ekki í verkahring forystu HSÍ að tjá sig um eða endurskoða ákvarðanir dómara í leik, hvort sem þær eru réttar eða rangar eða höfðu áhrif á leikinn eða ekki. Öllum athugasemdum um störf dómara sem berast HSÍ er vísað til umfjöllunar í dómaranefnd HSÍ sem fer yfir og vinnur úr slíkum athugasemdum.HSÍ mun ekki fjalla efnislega um það mál, sem um var fjallað í kæru Hauka á hendur Selfossi og HSÍ í ljósi ofangreindra atriða. Þar sem kæran var í gær afturkölluð af hálfu Hauka telst málinu lokið.Reykjavík, 30. janúar 2017,Einar ÞorvarðarsonFramkvæmdastjóri HSÍ
Íslenski handboltinn Olís-deild karla Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina og ræddi um kæru félagsins vegna framkvæmdar á leik Selfoss og Hauka í Olísdeild kvenna. 30. janúar 2017 17:32 Haukar draga kæruna til baka | "Hörmum tómlæti HSÍ“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Hauka hafa ákveðið að draga til baka kæru liðsins vegna leiks Hauka og Selfoss í Olís-deildinni á dögunum. 29. janúar 2017 21:24 Haukar kæra tapleikinn á móti Selfossi og vilja annan leik Handknattleiksdeild Hauka hefur kært leik kvennaliðs félagsins á móti Selfossi til dómstóls HSÍ en leikurinn fór fram í Olís-deild kvenna á miðvikudagskvöldið. 27. janúar 2017 12:34 Mest lesið Slot hugsi: Spyr hvort Salah telji sig hafa gert mistök Enski boltinn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Formúla 1 Dramatískur sigur Liverpool án Salah Fótbolti Saka forseta FIFA um ítrekuð brot og fara fram á rannsókn Fótbolti Chelsea glutraði niður forystu og tapaði Fótbolti „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ Körfubolti Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Handbolti Öruggur sigur Tottenham og markaveisla í Hollandi Fótbolti Stefán Teitur spilaði í jafntefli gegn toppliðinu Fótbolti Albert svaraði eftir að hafa verið sakaður um hugleysi Fótbolti Fleiri fréttir Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Svartfjallaland fylgir frábærum Þjóðverjum áfram Eiður í stuði í stórsigri Fæddi barn í september og gæti mætt Íslandi á HM í kvöld „Ég hætti að stækka þegar ég var þrettán ára“ Kærkomin pizza eftir endalaust hakk og spagettí á hótelinu „Bara súrrealískt og eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Norsku stelpurnar halda áfram að rúlla þessu HM upp Valsmenn með flotta endurkomu í Kaplakrika Gott kvöld fyrir Viðarson-bræðurna úr Eyjum Arnór með stórleik í sænska handboltanum Eyjamenn með tvo sigra í röð í fyrsta sinn síðan í október Elín Klara kemur til greina sem besti ungi leikmaðurinn á HM Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Sjá meira
Form. handknattleiksdeildar Hauka: Dómararnir hvöttu til leikbrots Þorgeir Haraldsson, formaður handknattleiksdeildar Hauka kom í Akraborgina og ræddi um kæru félagsins vegna framkvæmdar á leik Selfoss og Hauka í Olísdeild kvenna. 30. janúar 2017 17:32
Haukar draga kæruna til baka | "Hörmum tómlæti HSÍ“ Forráðamenn handknattleiksdeildar Hauka hafa ákveðið að draga til baka kæru liðsins vegna leiks Hauka og Selfoss í Olís-deildinni á dögunum. 29. janúar 2017 21:24
Haukar kæra tapleikinn á móti Selfossi og vilja annan leik Handknattleiksdeild Hauka hefur kært leik kvennaliðs félagsins á móti Selfossi til dómstóls HSÍ en leikurinn fór fram í Olís-deild kvenna á miðvikudagskvöldið. 27. janúar 2017 12:34