Einn besti þjálfari NBA lætur Donald Trump heyra það Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2017 19:00 Gregg Popovich og Donald Trump. Vísir/Getty Gregg Popovich, þjálfari San Antionio Spurs, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og einn besti þjálfari sögunnar í NBA-deildinni, er ekki meðlimur í aðdáendaklúbbi forseta Bandaríkjanna og meira segja langt frá því. Gregg Popovich hefur gagnrýnt Donald Trump áður en þeir sem héldu að hljóðið í Popovich myndi breytast nú þegar Donald Trump væri tekinn við sem forseti, fengu skýr svör við því í gær. Popovich hefur lýst yfir furðu sinni að bandaríska þjóðin hafi kosið sér forseta sem talar fyrir fyrir útlendingahatri, kynþóttahatri, karlrembu og hatri á hinsegin fólki í ræðum sínum. Popovich talaði um hinn hörundssára forseta sem er einbeita sér að umræðunni um hversu margir mættu á inntökuathöfn hans í stað þess að beina kröftum sínum í að sameina þjóðin sem hann hefur sundrað. „Þú getur í rauninni ekki trúað einu orði sem kemur upp úr honum,“ sagði Gregg Popovich og hann er að tala um núverandi háttsettasta mann bandarísku þjóðarinnar. Popovich notaði tækifærið og hrósaði kröfugöngunni „Women’s Marches across North America“ sem fór fram um helgina en hún var mjög fjölmenn og vel heppnuð. „Mér leið vel við það að sjá fólk sameinast við að mótmæla því hvernig hann hefur hagað sér því það segir mér að það sé til fullt af fólki sem er ekki sama," sagði Popovich. Það verður að teljast ólíklegt að Gregg Popovich taki boði forsetans verði hann NBA-meistari í forsetatíð Donald Trump en það er hefð fyrir því að NBA-meistararnir heimsæki Hvíta húsið tímabilið eftir. Gregg Popovich er ekki þekktur fyrir að tala of mikið þegar kemur að fjölmiðlum en hann lét þarna mása um Donald Trump. Þeir sem vilja lesa allt það sem Popovich sagði um Trump geta séð alla „ræðuna“ hans hér á Twittersíðu Rachel Nichols hér fyrir neðan.Spurs' Gregg Popovich on Donald Trump: "you really can't believe anything that comes out of his mouth."Oh...and there was more. A lot more: pic.twitter.com/UIVL0FYtf7— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 22, 2017 Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira
Gregg Popovich, þjálfari San Antionio Spurs, landsliðsþjálfari Bandaríkjanna og einn besti þjálfari sögunnar í NBA-deildinni, er ekki meðlimur í aðdáendaklúbbi forseta Bandaríkjanna og meira segja langt frá því. Gregg Popovich hefur gagnrýnt Donald Trump áður en þeir sem héldu að hljóðið í Popovich myndi breytast nú þegar Donald Trump væri tekinn við sem forseti, fengu skýr svör við því í gær. Popovich hefur lýst yfir furðu sinni að bandaríska þjóðin hafi kosið sér forseta sem talar fyrir fyrir útlendingahatri, kynþóttahatri, karlrembu og hatri á hinsegin fólki í ræðum sínum. Popovich talaði um hinn hörundssára forseta sem er einbeita sér að umræðunni um hversu margir mættu á inntökuathöfn hans í stað þess að beina kröftum sínum í að sameina þjóðin sem hann hefur sundrað. „Þú getur í rauninni ekki trúað einu orði sem kemur upp úr honum,“ sagði Gregg Popovich og hann er að tala um núverandi háttsettasta mann bandarísku þjóðarinnar. Popovich notaði tækifærið og hrósaði kröfugöngunni „Women’s Marches across North America“ sem fór fram um helgina en hún var mjög fjölmenn og vel heppnuð. „Mér leið vel við það að sjá fólk sameinast við að mótmæla því hvernig hann hefur hagað sér því það segir mér að það sé til fullt af fólki sem er ekki sama," sagði Popovich. Það verður að teljast ólíklegt að Gregg Popovich taki boði forsetans verði hann NBA-meistari í forsetatíð Donald Trump en það er hefð fyrir því að NBA-meistararnir heimsæki Hvíta húsið tímabilið eftir. Gregg Popovich er ekki þekktur fyrir að tala of mikið þegar kemur að fjölmiðlum en hann lét þarna mása um Donald Trump. Þeir sem vilja lesa allt það sem Popovich sagði um Trump geta séð alla „ræðuna“ hans hér á Twittersíðu Rachel Nichols hér fyrir neðan.Spurs' Gregg Popovich on Donald Trump: "you really can't believe anything that comes out of his mouth."Oh...and there was more. A lot more: pic.twitter.com/UIVL0FYtf7— Rachel Nichols (@Rachel__Nichols) January 22, 2017
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum NBA Mest lesið Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Dæmdur fyrir að myrða tengdaföður sinn Sport Meistaramót Golfklúbbs Grindavíkur átti að byrja í dag: „Við hinkrum aðeins“ Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Handbolti Vilja hefja golfmótið á morgun: „Látum þetta ekki á okkur fá“ Golf Cecilía Rán fékk á sig fastasta skot EM til þessa Fótbolti Steven Gerrard orðinn afi Enski boltinn Fleiri fréttir Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sengun í fantaformi í sumarfríinu Jokic framlengir ekki að sinni Sjá meira