Óvissan í samskiptum við hið opinbera hefur margfaldast Brynjólfur Eyjólfsson skrifar 12. janúar 2017 07:00 Stundum verður manni brugðið við það sem maður les eða heyrir. Stundum er það sem maður les eða heyrir eiginlega út úr kú. Þegar ég heyrði og las að Óttarr Proppé vildi gera gagn með því sem hann er að gera varð mér um og ó. Hann hefur síðasta mánuðinn samþykkt lífeyrisskerðingar og lög um málefni fatlaðra til að gera gagn væntanlega. En gagnið er þá væntanlega að ekki væri þrengt að þeirri elítu auðugra hægrimanna sem hann er að fara að koma til valda. Fyrir mig og held ég mjög marga aðra eru áhrifin þau að óvissan í samskiptum við hið opinbera hefur margfaldast. Tökum lífeyrismálin fyrir. Ég er einn af þeim sem sat með það í fanginu í september síðastliðnum að taka afstöðu til þess hvort það samkomulag sem var tilbúið milli ríkisins og stéttarfélaga opinberra starfsmanna um lífeyrismálin yrði staðfest. Ég get fullyrt að enginn sem um þetta mál fjallaði á þessum tíma skildi þetta samkomulag þannig að ekki væru tryggð öll réttindi þeirra sem þá voru í kerfinu. Enginn hefði staðfest þetta samkomulag ef annar skilningur hefði legið fyrir. Nú kann vel að vera að Óttarr Proppé trúi frekar auðjöfrunum vinum sínum en mér. Það er þó eitt sem hann ætti að hafa í huga að það er ekkert eftir af trausti opinberra starfsmanna í samskiptum við ríki og Alþingi. Þetta er alvarlegt mál og ég held að gagnið sem Óttarr Proppé hefur gert sé ekki til bóta fyrir íslenskan almenning en kannski fyrir aðra. Af hverju tek ég Óttarr Proppé fyrir sérstaklega? Það er vegna þess andlits sem hann setti upp í kosningabaráttunni. Það andlit var ekki svart íhald og frjálshyggja. Ekkert bendir til annars nú en Óttarr Proppé sé sestur í óvinaliðið þegar kemur að réttindum og kjörum opinberra starfsmanna. Hann er því lentur á ysta hægri vængnum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson Skoðun Skoðun Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Skoðun Lestin brunar, hraðar, hraðar Haukur Ásberg Hilmarsson skrifar Skoðun Segið það bara: Þetta var rangt – þá byrjar lækningin Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Loftslagsmál á tímamótum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Séreignarsparnaðarleiðin fest í sessi Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Hafa Íslendingar efni á að eiga ekki pening? Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Stundum verður manni brugðið við það sem maður les eða heyrir. Stundum er það sem maður les eða heyrir eiginlega út úr kú. Þegar ég heyrði og las að Óttarr Proppé vildi gera gagn með því sem hann er að gera varð mér um og ó. Hann hefur síðasta mánuðinn samþykkt lífeyrisskerðingar og lög um málefni fatlaðra til að gera gagn væntanlega. En gagnið er þá væntanlega að ekki væri þrengt að þeirri elítu auðugra hægrimanna sem hann er að fara að koma til valda. Fyrir mig og held ég mjög marga aðra eru áhrifin þau að óvissan í samskiptum við hið opinbera hefur margfaldast. Tökum lífeyrismálin fyrir. Ég er einn af þeim sem sat með það í fanginu í september síðastliðnum að taka afstöðu til þess hvort það samkomulag sem var tilbúið milli ríkisins og stéttarfélaga opinberra starfsmanna um lífeyrismálin yrði staðfest. Ég get fullyrt að enginn sem um þetta mál fjallaði á þessum tíma skildi þetta samkomulag þannig að ekki væru tryggð öll réttindi þeirra sem þá voru í kerfinu. Enginn hefði staðfest þetta samkomulag ef annar skilningur hefði legið fyrir. Nú kann vel að vera að Óttarr Proppé trúi frekar auðjöfrunum vinum sínum en mér. Það er þó eitt sem hann ætti að hafa í huga að það er ekkert eftir af trausti opinberra starfsmanna í samskiptum við ríki og Alþingi. Þetta er alvarlegt mál og ég held að gagnið sem Óttarr Proppé hefur gert sé ekki til bóta fyrir íslenskan almenning en kannski fyrir aðra. Af hverju tek ég Óttarr Proppé fyrir sérstaklega? Það er vegna þess andlits sem hann setti upp í kosningabaráttunni. Það andlit var ekki svart íhald og frjálshyggja. Ekkert bendir til annars nú en Óttarr Proppé sé sestur í óvinaliðið þegar kemur að réttindum og kjörum opinberra starfsmanna. Hann er því lentur á ysta hægri vængnum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson Skoðun