Til hamingju með daginn Þórlindur Kjartansson skrifar 13. janúar 2017 00:00 Eftir að ég heyrði fyrst um þá hjátrú að það væri sérstakur óheilladagur þegar þrettánda dag mánaðarins ber upp á föstudag þá fylltist ég alltaf óttablandinni eftirvæntingu þegar dagatalið raðaðist með þessum hætti. Mér fannst rétt að fara að öllu með sérstakri gát og fylgdist mjög vel með öllum þeim hrakföllum, óhöppum, slysum og hörmungum sem hægt væri að rekja beint til þess að ólgandi ólukkuský hvíldi yfir heimsbyggðinni á þessum degi. Og í dag er einmitt runninn upp slíkur dagur. Það má því gera ráð fyrir að margt fari úrskeiðis í dag. Smábörn munu henda bíllyklum bak við ofna, gamalmenni fljúga á hausinn í hálku, unglingar fá einmitt þær spurningar á skyndiprófum sem þeir slepptu því að lesa fyrir, stjórnmálamenn komast að því að þeir hafa fyrir einskæra óheppni eignast bankareikninga á aflandseyjum, strætó seinkar, skóreimar slitna, beikonið brennur á pönnunni og kaffið er kalt á könnunni.Paraskevidekatriaphobia Sjálfur er ég fyrir löngu hættur að fyllast spennu fyrir föstudeginum þrettánda. Ég er of jarðbundinn til þess að trúa því að einhverjir dulmagnaðir kraftar verki öðruvísi á daga okkar eftir því hvernig mannfólkið hefur raðað þeim á dagatölin. En þó er vitað að verulegur fjöldi er haldinn ótta við föstudaginn þrettánda—það er meira að segja til sjúkdómsheiti yfir slíkan ótta (paraskevidekatriaphobia) og í Ameríku hefur verið giskað á að á bilinu 17–21 milljón manna glími við þennan ótta. Sumir eru jafnvel svo illa haldnir að þeir hætta sér ekki út úr húsi. Þeir eru bara heima hjá sér—kannski dúðaðir undir sæng, nagandi neglur og gnístandi tönnum—og bíða eftir að dagurinn líði svo heimurinn falli aftur í eðlilegar skorður og óhætt sé að taka aftur þátt í tilverunni. Og það er alveg rétt hjá þeim. Margt mun fara úrskeiðis í dag og það er ekki óhugsandi að hryllilegar hörmungar dynji einhvers staðar yfir.Undirmeðvitundin verður ofan á Yfirveguð rökhugsun vísar vitaskuld á bug öllum kenningum um að dagatalið hafi haft eitthvað um óhöpp dagsins að segja. Rökvísin veit að hlutir fara úrskeiðis í dag einfaldlega vegna þess að alla daga fara hlutir úrskeiðis og dögunum stendur fullkomlega á sama um hvernig við númerum þá og nefnum. Og þar með ætti málið að vera útrætt. Hjátrúin um dagatalið er afgreidd. En þannig er það nú samt ekki. Heilinn í okkur er nefnilega flókið fyrirbæri og lýtur ekki síður eigin vilja heldur en eigenda sinna. Þegar órökrétt hjátrú eða ranghugmynd hefur tekið sér bólfestu í undirmeðvitundinni þá getur slagurinn við hana orðið eins og að reyna að halda með pottloki aftur af gufu sem leitar út. Öll heimsins rök duga skammt gegn þeirri fullvissu sem er greypt í dýpstu hugskot. Rétt eins og ástföngnum manni sýnist að úr fjarska sé önnur hver kona einmitt sú sem hjartað þráir—þá sér hinn hjátrúarfulli ekkert annað en staðfestingar á hinni órökréttu tilfinningu sinni.Ruglið staðfest Í sálfræðirannsóknum er þetta vel þekkt. Heilinn í okkur sækist stöðugt eftir því að staðfesta það sem við teljum okkur vita, en er minna hrifinn af því að grafa undan þeim stoðum sem við byggjum heimsmynd okkar á. Þessi þrá til þess að staðfesta heimsmynd okkar litar allar okkar hugsanir og gjörðir og getur leitt okkur á ýmsar villigötur. Ef það blundar til dæmis í okkur ótti við útlendinga þá „hjálpar“ heilinn okkur að taka eftir öllu því sem fer úrskeiðis og tengist útlendingum og innflytjendum. Ef við erum sannfærð um að þeir sem eru ósammála okkur í stjórnmálum séu spilltir, illa innrættir og óheiðarlegir þá mun undirvitund okkar safna öllum mögulegum sönnunargögnum til þess að treysta þá trú, en vísa frá sér öllum vísbendingum um að þetta sé ekki raunin.Ímyndað vandamál verður raunverulegt Allir þekkja hvernig hugurinn getur skyndilega tekið krappar og órökréttar beygjur. Fólk sem er ástfangið upp fyrir haus einn daginn sér ekkert nema gott í ástinni sinni; meira að segja það sem annars þættu algjörlega óþolandi persónuleikabrestir virkar krúttlegt á meðan „allt leikur í lyndi“ en ef ástin kulnar þá fara nákvæmlega sömu eiginleikar að virka þreytandi, pirrandi og jafnvel óþolandi. Og stundum þarf ekki annað en smávægilegt fall í blóðsykri til þess að allir sem maður umgengst verði skyndilega óalandi og óferjandi. Þessar tilfinningasveiflur eru raunverulegar þótt ekkert raunverulegt hafi gerst nema hjá manni sjálfum. Fyrir þá sem raunverulega hræðast dagsetninguna í dag þá er hjátrúin raunverulegt vandamál þótt ástæðan sjálf sé ímynduð. Undirmeðvitundin mætir öllum tilraunum til leiðréttingar með offorsi og ef óttinn er nægilega mikill þá fer föstudagurinn þrettándi að verða að raunverulegum ólukkudegi—ekki vegna ólukkunnar heldur vegna hræðslunnar við ólukku. Þetta sama er einmitt upp á teningnum þegar fólk festist í því að sjá ekkert annað en ógnun og vandamál í kringum tiltekna hópa af fólki; hvort svo sem það eru innflytjendur, fólk af tilteknum uppruna, fólk sem játar tiltekna trú, fólk með tilteknar skoðanir, fólk í tilteknum stjórnmálaflokkum eða aðdáendur tiltekinna íþróttaliða. Hræðslan sjálf verður vandamál sem getur af sér fleiri vandamál, ranghugmyndir, illindi, fordóma og átök.Til hamingju með daginn Þeir sem ætla öllum gott og búast alltaf við hinu besta eiga auðvitað á hættu að virka kjánalegir eða barnalegir. En af tvennu illu þá finnst mér líklegt að heimurinn hafi hlotið meiri skaða af yfirgengilegri hræðslu heldur en óhóflegri bjartsýni. Þess vegna ætla ég að leggja mig allan fram um að taka eftir því þegar ég er heppinn í dag—og tileinka mér þá órökréttu hjátrú að föstudagurinn þrettándi sé algjör happadagur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Milljarðarnir óteljandi og bókun 35 Haraldur Ólafsson Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun Vextir eins og í útlöndum? Björn Berg Gunnarsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Berjumst gegn fátækt á Íslandi! Eyjólfur Ármannsson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Eftir að ég heyrði fyrst um þá hjátrú að það væri sérstakur óheilladagur þegar þrettánda dag mánaðarins ber upp á föstudag þá fylltist ég alltaf óttablandinni eftirvæntingu þegar dagatalið raðaðist með þessum hætti. Mér fannst rétt að fara að öllu með sérstakri gát og fylgdist mjög vel með öllum þeim hrakföllum, óhöppum, slysum og hörmungum sem hægt væri að rekja beint til þess að ólgandi ólukkuský hvíldi yfir heimsbyggðinni á þessum degi. Og í dag er einmitt runninn upp slíkur dagur. Það má því gera ráð fyrir að margt fari úrskeiðis í dag. Smábörn munu henda bíllyklum bak við ofna, gamalmenni fljúga á hausinn í hálku, unglingar fá einmitt þær spurningar á skyndiprófum sem þeir slepptu því að lesa fyrir, stjórnmálamenn komast að því að þeir hafa fyrir einskæra óheppni eignast bankareikninga á aflandseyjum, strætó seinkar, skóreimar slitna, beikonið brennur á pönnunni og kaffið er kalt á könnunni.Paraskevidekatriaphobia Sjálfur er ég fyrir löngu hættur að fyllast spennu fyrir föstudeginum þrettánda. Ég er of jarðbundinn til þess að trúa því að einhverjir dulmagnaðir kraftar verki öðruvísi á daga okkar eftir því hvernig mannfólkið hefur raðað þeim á dagatölin. En þó er vitað að verulegur fjöldi er haldinn ótta við föstudaginn þrettánda—það er meira að segja til sjúkdómsheiti yfir slíkan ótta (paraskevidekatriaphobia) og í Ameríku hefur verið giskað á að á bilinu 17–21 milljón manna glími við þennan ótta. Sumir eru jafnvel svo illa haldnir að þeir hætta sér ekki út úr húsi. Þeir eru bara heima hjá sér—kannski dúðaðir undir sæng, nagandi neglur og gnístandi tönnum—og bíða eftir að dagurinn líði svo heimurinn falli aftur í eðlilegar skorður og óhætt sé að taka aftur þátt í tilverunni. Og það er alveg rétt hjá þeim. Margt mun fara úrskeiðis í dag og það er ekki óhugsandi að hryllilegar hörmungar dynji einhvers staðar yfir.Undirmeðvitundin verður ofan á Yfirveguð rökhugsun vísar vitaskuld á bug öllum kenningum um að dagatalið hafi haft eitthvað um óhöpp dagsins að segja. Rökvísin veit að hlutir fara úrskeiðis í dag einfaldlega vegna þess að alla daga fara hlutir úrskeiðis og dögunum stendur fullkomlega á sama um hvernig við númerum þá og nefnum. Og þar með ætti málið að vera útrætt. Hjátrúin um dagatalið er afgreidd. En þannig er það nú samt ekki. Heilinn í okkur er nefnilega flókið fyrirbæri og lýtur ekki síður eigin vilja heldur en eigenda sinna. Þegar órökrétt hjátrú eða ranghugmynd hefur tekið sér bólfestu í undirmeðvitundinni þá getur slagurinn við hana orðið eins og að reyna að halda með pottloki aftur af gufu sem leitar út. Öll heimsins rök duga skammt gegn þeirri fullvissu sem er greypt í dýpstu hugskot. Rétt eins og ástföngnum manni sýnist að úr fjarska sé önnur hver kona einmitt sú sem hjartað þráir—þá sér hinn hjátrúarfulli ekkert annað en staðfestingar á hinni órökréttu tilfinningu sinni.Ruglið staðfest Í sálfræðirannsóknum er þetta vel þekkt. Heilinn í okkur sækist stöðugt eftir því að staðfesta það sem við teljum okkur vita, en er minna hrifinn af því að grafa undan þeim stoðum sem við byggjum heimsmynd okkar á. Þessi þrá til þess að staðfesta heimsmynd okkar litar allar okkar hugsanir og gjörðir og getur leitt okkur á ýmsar villigötur. Ef það blundar til dæmis í okkur ótti við útlendinga þá „hjálpar“ heilinn okkur að taka eftir öllu því sem fer úrskeiðis og tengist útlendingum og innflytjendum. Ef við erum sannfærð um að þeir sem eru ósammála okkur í stjórnmálum séu spilltir, illa innrættir og óheiðarlegir þá mun undirvitund okkar safna öllum mögulegum sönnunargögnum til þess að treysta þá trú, en vísa frá sér öllum vísbendingum um að þetta sé ekki raunin.Ímyndað vandamál verður raunverulegt Allir þekkja hvernig hugurinn getur skyndilega tekið krappar og órökréttar beygjur. Fólk sem er ástfangið upp fyrir haus einn daginn sér ekkert nema gott í ástinni sinni; meira að segja það sem annars þættu algjörlega óþolandi persónuleikabrestir virkar krúttlegt á meðan „allt leikur í lyndi“ en ef ástin kulnar þá fara nákvæmlega sömu eiginleikar að virka þreytandi, pirrandi og jafnvel óþolandi. Og stundum þarf ekki annað en smávægilegt fall í blóðsykri til þess að allir sem maður umgengst verði skyndilega óalandi og óferjandi. Þessar tilfinningasveiflur eru raunverulegar þótt ekkert raunverulegt hafi gerst nema hjá manni sjálfum. Fyrir þá sem raunverulega hræðast dagsetninguna í dag þá er hjátrúin raunverulegt vandamál þótt ástæðan sjálf sé ímynduð. Undirmeðvitundin mætir öllum tilraunum til leiðréttingar með offorsi og ef óttinn er nægilega mikill þá fer föstudagurinn þrettándi að verða að raunverulegum ólukkudegi—ekki vegna ólukkunnar heldur vegna hræðslunnar við ólukku. Þetta sama er einmitt upp á teningnum þegar fólk festist í því að sjá ekkert annað en ógnun og vandamál í kringum tiltekna hópa af fólki; hvort svo sem það eru innflytjendur, fólk af tilteknum uppruna, fólk sem játar tiltekna trú, fólk með tilteknar skoðanir, fólk í tilteknum stjórnmálaflokkum eða aðdáendur tiltekinna íþróttaliða. Hræðslan sjálf verður vandamál sem getur af sér fleiri vandamál, ranghugmyndir, illindi, fordóma og átök.Til hamingju með daginn Þeir sem ætla öllum gott og búast alltaf við hinu besta eiga auðvitað á hættu að virka kjánalegir eða barnalegir. En af tvennu illu þá finnst mér líklegt að heimurinn hafi hlotið meiri skaða af yfirgengilegri hræðslu heldur en óhóflegri bjartsýni. Þess vegna ætla ég að leggja mig allan fram um að taka eftir því þegar ég er heppinn í dag—og tileinka mér þá órökréttu hjátrú að föstudagurinn þrettándi sé algjör happadagur. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar