Gleðilegt siðbótarár Sigurvin Lárus Jónsson skrifar 3. janúar 2017 11:00 Þann 21. október næstkomandi verða 500 ár liðin frá því að siðbót Marteins Lúthers hófst. Þann dag árið 1517 lagði hann fram 95 guðfræðikenningar, sem helgisögn segir að voru negldar á dómkirkjudyrnar í Wittenberg. Fáir hugsuðir hafa haft víðtækari áhrif á trú, menningu og samfélagsgerð Evrópu en Lúther. Óhætt er að fullyrða að hugsun hans hafi með beinum hætti lagt grundvöllinn að samfélagi Norður-Þýskalands og Skandinavíu og með óbeinum hætti haft áhrif á trú og menningu álfunnar allrar. Nokkrir þættir vega þar þyngst að áliti fræðimanna: Þar ber fyrst að nefna samfélagssýn hans um almennan prestdóm, sem afhelgaði preststarfið og helgaði störf allra stétta, er hafði afgerandi áhrif á vinnusiðgæði mótmælenda. Þá kall hans til samábyrgðar á þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu, sem lagði grunn að hugmyndum um velferðarríkið. Loks leiddi áhersla hans á læsi og aðgengi almennings að Biblíunni á þjóðtungum til helgihalds á íslensku, útgáfu biblíuþýðinga og lestrarkennslu almennings. Mikil gróska er í rannsóknum í háskólum beggja vegna Atlantshafsins í tilefni siðbótarafmælisins og víða eru hátíðarhöld í kirkjum sem rekja upphaf sitt til siðbótarinnar. Hápunktar siðbótarafmælisins eru annars vegar söguleg guðsþjónusta páfa og lúterska heimsambandsins í Lundardómkirkju á liðnu ári og hins vegar siðbótardagurinn í Þýskalandi á komandi ári, þar sem haldin verður hátíð með fjölbreyttum viðburðum um allt sambandslýðveldið. Undanfarið misseri hef ég lesið við Emory-háskóla í Bandaríkjunum og guðfræðibókasafn skólans, Pitts Theological Library, hefur í tilefni siðbótarafmælisins verið með sýningar á merkilegum safnkosti þess. Bókasafnið hefur lagt áherslu á að safna siðbótarritum frá tímabilinu 1517-1570 og býr yfir 3.500 bókum og fágætum handritum aðallega frá Þýskalandi. Núverandi sýning blandar saman frumhandritum Lúthers og tréristum Lucas Cranach en hann miðlaði hugmyndum Lúthers um lögmál og fagnaðarerindi í myndmáli í bókum siðbótarinnar. Sambærilegar sýningar er að finna í stærri guðfræðibókasöfnum um allan heim um þessar mundir. Mótmælin mörkuðu vatnaskilÞó tími og framfarir aðskilji okkur frá upphafi siðbótarinnar er arfleifð hennar hvorki úreld né óspennandi. Lúther var gagnrýninn á hugmyndafræði og auðskiptingu síns tíma og mótmæli hans mörkuðu vatnaskil í vestrænni hugsun. Hann var menntamaður sem nálgaðist samtíma sinn og trúararf með gagnrýnum augum og boðaði mannsmynd sem er í senn bjartsýn og raunsæ. Manneskjan er samkvæmt Lúther samtímis réttlát og syndug, megnug þess að velja hið góða með Guðs hjálp eða að lifa á eigin forsendum án tillits til annarra. Við erum í senn þrælbundin af afleiðingum gjörða okkar og alfrjáls til að velja og hafna þeirri ábyrgð. Mikilvægust er þó sú hugsun að verðgildi manneskjunnar byggir ekki á verkum hennar eða aðstæðum, heldur er hver manneskja elskuð og elskuverð á þeirri forsendu einni að vera sköpun Guðs. Sú hugsun er forsenda mannréttindahugmynda samtímans. Á afmælisári siðbótarinnar gefst einstakt tækifæri til að skoða og meta arfleifð Marteins Lúthers í sögu okkar og menningu. Íslenskir guðfræðingar hafa þegar sett af stað málþingaröð um siðbótarrannsóknir og kirkjur landsins munu með fjölbreyttum hætti minnast afmælisins á árinu. Það er full ástæða til að hvetja stofnanir og skóla landsins til að nota tækifærið og kynna siðbótina á komandi ári. Ekkert svið íslenskrar menningar er ósnortið af anda siðbótarinnar, þó þau áhrif séu svo sjálfgefin og samofin menningunni að þau eru oft hulin sjónum okkar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurvin Lárus Jónsson Mest lesið Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamannaþorpin - Náttúruvá Þóra B. Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar Skoðun Laxaharmleikur Jóhannes Sturlaugsson skrifar Skoðun Lýðræðið í skötulíki! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar Skoðun Til varnar jafnlaunavottun Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Barnaræninginn Pútín Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um þjóð og ríki Gauti Kristmannsson skrifar Skoðun Málfrelsi og mörk þess á vettvangi lýðræðisins Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Sjá meira
Þann 21. október næstkomandi verða 500 ár liðin frá því að siðbót Marteins Lúthers hófst. Þann dag árið 1517 lagði hann fram 95 guðfræðikenningar, sem helgisögn segir að voru negldar á dómkirkjudyrnar í Wittenberg. Fáir hugsuðir hafa haft víðtækari áhrif á trú, menningu og samfélagsgerð Evrópu en Lúther. Óhætt er að fullyrða að hugsun hans hafi með beinum hætti lagt grundvöllinn að samfélagi Norður-Þýskalands og Skandinavíu og með óbeinum hætti haft áhrif á trú og menningu álfunnar allrar. Nokkrir þættir vega þar þyngst að áliti fræðimanna: Þar ber fyrst að nefna samfélagssýn hans um almennan prestdóm, sem afhelgaði preststarfið og helgaði störf allra stétta, er hafði afgerandi áhrif á vinnusiðgæði mótmælenda. Þá kall hans til samábyrgðar á þeim sem standa höllum fæti í samfélaginu, sem lagði grunn að hugmyndum um velferðarríkið. Loks leiddi áhersla hans á læsi og aðgengi almennings að Biblíunni á þjóðtungum til helgihalds á íslensku, útgáfu biblíuþýðinga og lestrarkennslu almennings. Mikil gróska er í rannsóknum í háskólum beggja vegna Atlantshafsins í tilefni siðbótarafmælisins og víða eru hátíðarhöld í kirkjum sem rekja upphaf sitt til siðbótarinnar. Hápunktar siðbótarafmælisins eru annars vegar söguleg guðsþjónusta páfa og lúterska heimsambandsins í Lundardómkirkju á liðnu ári og hins vegar siðbótardagurinn í Þýskalandi á komandi ári, þar sem haldin verður hátíð með fjölbreyttum viðburðum um allt sambandslýðveldið. Undanfarið misseri hef ég lesið við Emory-háskóla í Bandaríkjunum og guðfræðibókasafn skólans, Pitts Theological Library, hefur í tilefni siðbótarafmælisins verið með sýningar á merkilegum safnkosti þess. Bókasafnið hefur lagt áherslu á að safna siðbótarritum frá tímabilinu 1517-1570 og býr yfir 3.500 bókum og fágætum handritum aðallega frá Þýskalandi. Núverandi sýning blandar saman frumhandritum Lúthers og tréristum Lucas Cranach en hann miðlaði hugmyndum Lúthers um lögmál og fagnaðarerindi í myndmáli í bókum siðbótarinnar. Sambærilegar sýningar er að finna í stærri guðfræðibókasöfnum um allan heim um þessar mundir. Mótmælin mörkuðu vatnaskilÞó tími og framfarir aðskilji okkur frá upphafi siðbótarinnar er arfleifð hennar hvorki úreld né óspennandi. Lúther var gagnrýninn á hugmyndafræði og auðskiptingu síns tíma og mótmæli hans mörkuðu vatnaskil í vestrænni hugsun. Hann var menntamaður sem nálgaðist samtíma sinn og trúararf með gagnrýnum augum og boðaði mannsmynd sem er í senn bjartsýn og raunsæ. Manneskjan er samkvæmt Lúther samtímis réttlát og syndug, megnug þess að velja hið góða með Guðs hjálp eða að lifa á eigin forsendum án tillits til annarra. Við erum í senn þrælbundin af afleiðingum gjörða okkar og alfrjáls til að velja og hafna þeirri ábyrgð. Mikilvægust er þó sú hugsun að verðgildi manneskjunnar byggir ekki á verkum hennar eða aðstæðum, heldur er hver manneskja elskuð og elskuverð á þeirri forsendu einni að vera sköpun Guðs. Sú hugsun er forsenda mannréttindahugmynda samtímans. Á afmælisári siðbótarinnar gefst einstakt tækifæri til að skoða og meta arfleifð Marteins Lúthers í sögu okkar og menningu. Íslenskir guðfræðingar hafa þegar sett af stað málþingaröð um siðbótarrannsóknir og kirkjur landsins munu með fjölbreyttum hætti minnast afmælisins á árinu. Það er full ástæða til að hvetja stofnanir og skóla landsins til að nota tækifærið og kynna siðbótina á komandi ári. Ekkert svið íslenskrar menningar er ósnortið af anda siðbótarinnar, þó þau áhrif séu svo sjálfgefin og samofin menningunni að þau eru oft hulin sjónum okkar.
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson skrifar
Skoðun Stærðfræðikennari sem kann ekki að reikna? (Og getur ekki lært það!) Brynjólfur Þorvarðsson skrifar
Skoðun Íslendingar greiða sama hlutfall útgjalda í mat og Norðurlöndin Margrét Gísladóttir skrifar
Skoðun Heimaþjónusta og velferðartækni: Lykillinn að sjálfbæru heilbrigðiskerfi Auður Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Vonarsvæði fyrir framtíðina – ábyrgð stjórnvalda kallar á verndun Huld Hafliðadóttir,Heimir Harðarson Skoðun
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun