

Sá eini rétti að mati mömmu
Eins og við mátti búast voru stuðningsmenn, aðdáendur og velunnarar hinna sem voru „hlunnfarnir“ um þessi stærstu einstaklingsverðlaun íslensks íþróttalífs ósáttir. En þeir gleyma því að með orðum sínum setja þeir Gylfa og afrek hans niður, sem er í raun skammarlegt. Besservisserar af gamla skólanum voru svo hissa að þeir gátu vart orða bundist og létu alla vita af því.
Efstu þrjú í kjörinu voru Gylfi, Hrafnhildur og Ólafía Þórunn. Þau sem vonuðust eftir sigri stúlknanna mögnuðu voru ósátt og er það skiljanlegt þótt óþarfi sé að gera lítið úr sigurvegaranum alveg eins og fótboltamenn gerðu í fyrra þegar Eygló vann en ekki Gylfi. En svo er fólk eins og móðir mín góð sem hélt með engu af þessum þremur. Hún bara trúir ekki að Aron Einar Gunnarsson hafi ekki fengið útnefninguna að þessu sinni.
Gefum mömmu orðið við eldhúsborðið: „Aron er búinn að vera fyrirliði íslenska liðsins og fyrirliði alls Íslands. Hann stóð frammi fyrir liðinu á EM. Hann er búinn að vera þvílík landkynning og stolt þjóðarinnar. Mikið svakalega getur þessi þjóð verið vanþakklát.“ Mamma gleymdi í smá stund að það er sonur hennar og 23 aðrir íþróttafréttamenn sem kusu, en ekki þjóðin. Það stóð ekki á svari: „Hvað er að ykkur?!“
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún?
Einar Ólafsson skrifar

Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi!
Gunnar Alexander Ólafsson skrifar

Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans
Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar

Lýðheilsan að veði?
Willum Þór Þórsson skrifar

Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings
Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar

Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi
Ian McDonald skrifar

Hverjir eru komnir með nóg?
Nichole Leigh Mosty skrifar

Að leigja okkar eigin innviði
Halldóra Mogensen skrifar

Málþóf sem valdníðsla
Einar G. Harðarson skrifar

Klaufaskapur og reynsluleysi?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið?
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Ertu bitur?
Björn Leví Gunnarsson skrifar

Er hægt að læra af draumum?
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Afstæði Ábyrgðar
Matthildur Björnsdóttir skrifar

Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa
Sigríður Svanborgardóttir skrifar

Fjárhagslegt virði vörumerkja
Elías Larsen skrifar

Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn?
Kjartan Páll Sveinsson skrifar

Þið voruð í partýinu líka!
Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar

Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi?
Helen Ólafsdóttir skrifar

Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna
Viðar Hreinsson skrifar

Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu
Abdullah Shihab Wahid skrifar

Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki
Mouna Nasr skrifar

Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist
Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar

Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins
Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar

Þetta er allt hinum að kenna!
Helgi Brynjarsson skrifar

Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna
Heimir Már Pétursson skrifar

Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Opið bréf til fullorðna fólksins
Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar

Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega?
Dagbjört Hákonardóttir skrifar

Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar
Gunnar Þór Jónsson skrifar