Ráðabrugg sendiráðsstarfsmanns náðist á falda myndavél Birgir Olgeirsson og Oddur Ævar Gunnarsson skrifa 8. janúar 2017 09:26 Alan Duncan hefur verið ötull gagnrýnandi landnemabyggða Ísraela. Vísir/EPA Sendiherra Ísraels á Bretlandseyjum hefur beðist afsökunar á því að starfsmaður sendiráðsins sagðist vilja taka Alan Duncan, undirráðherra breska utanríkisráðuneytisins, niður. Ummæli starfsmanns sendiráðsins náðust á upptöku með falinni myndavél.Fjölmiðlar ytra segja Masot hafa látið þessi ummæli falla á veitingastað í Lundúnum í október síðastliðnum. Hann sagði blaðamanni að Alan Duncan væri vandræðaseggur en sendiherra Ísraela, Mark Regev, hefur beðist afsökunar og komið þeim skilaboðum til fjölmiðla að þessi skoðun starfsmannsins endurspegli ekki skoðanir sendiráðsins né yfirvalda í Ísrael. Umræddur starfsmaður - Shai Masot sat til borðs með Mariu Strizzolo, aðstoðarmanni Robert Halfon menntamálaráðherra Breta, og blaðamanni á vegum Al Jazeera fréttastofunnar sem villti á sér heimildir. Masot sagði meðal annars: „Má ég láta þig fá nöfn þingmanna sem ég legg til að þú takir niður?“ Strizzolo svaraði því til að allir þingmenn Bretlands hefðu eitthvað sem þeir reyndu að fela og bætti Masot við: „Ég er með nokkra þingmenn. Hún veit hvaða þingmenn ég vil taka niður“ sagði Masot áður en hann nefndi utanríkisráðherrann. Alan Duncan hefur gagnrýnt yfirvöld í Ísrael opinberlega fyrir landnemabyggðir sínar og stutt stofnun ríkis Palestínu en að sögn Masot var Duncan að „skapa mörg vandamál“ á meðan utanríkisráðherra Breta – Boris Johnson væri minna vandamál. Strizzolo hefur hins vegar sagt að ummælin voru látin falla í hálfkæringi og þar af leiðandi ætti ekki að taka það alvarlega. Utanríkismálaskrifstofa Bretlands sem og sendiráð Ísrael hafa bæði látið hafa eftir sér í tilkynningu að samband ríkjanna sé báðum ríkjum mikilvægt og því sé þetta mál úr sögunni. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri fjögurra þátta fréttaskýringu rannsóknarteymis Al Jazeera sem nefnist The Lobby og verður frumsýnd 15. janúar næstkomandi. Munu þættir varpa ljósi á leynilega herferð ísraelskra yfirvalda sem miðast að því að hafa áhrif á breska ráðamenn. Á hálfs árs tímabili fór blaðamaður á fundi með fulltrúum þrýstihópa sem njóta mikils stuðnings ísraelskra stjórnvalda. Blaðamaðurinn sagðist vera aðgerðasinni sem væri hliðhollur Ísrael og vildi berjast gegn viðskiptaþvingunum. Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira
Sendiherra Ísraels á Bretlandseyjum hefur beðist afsökunar á því að starfsmaður sendiráðsins sagðist vilja taka Alan Duncan, undirráðherra breska utanríkisráðuneytisins, niður. Ummæli starfsmanns sendiráðsins náðust á upptöku með falinni myndavél.Fjölmiðlar ytra segja Masot hafa látið þessi ummæli falla á veitingastað í Lundúnum í október síðastliðnum. Hann sagði blaðamanni að Alan Duncan væri vandræðaseggur en sendiherra Ísraela, Mark Regev, hefur beðist afsökunar og komið þeim skilaboðum til fjölmiðla að þessi skoðun starfsmannsins endurspegli ekki skoðanir sendiráðsins né yfirvalda í Ísrael. Umræddur starfsmaður - Shai Masot sat til borðs með Mariu Strizzolo, aðstoðarmanni Robert Halfon menntamálaráðherra Breta, og blaðamanni á vegum Al Jazeera fréttastofunnar sem villti á sér heimildir. Masot sagði meðal annars: „Má ég láta þig fá nöfn þingmanna sem ég legg til að þú takir niður?“ Strizzolo svaraði því til að allir þingmenn Bretlands hefðu eitthvað sem þeir reyndu að fela og bætti Masot við: „Ég er með nokkra þingmenn. Hún veit hvaða þingmenn ég vil taka niður“ sagði Masot áður en hann nefndi utanríkisráðherrann. Alan Duncan hefur gagnrýnt yfirvöld í Ísrael opinberlega fyrir landnemabyggðir sínar og stutt stofnun ríkis Palestínu en að sögn Masot var Duncan að „skapa mörg vandamál“ á meðan utanríkisráðherra Breta – Boris Johnson væri minna vandamál. Strizzolo hefur hins vegar sagt að ummælin voru látin falla í hálfkæringi og þar af leiðandi ætti ekki að taka það alvarlega. Utanríkismálaskrifstofa Bretlands sem og sendiráð Ísrael hafa bæði látið hafa eftir sér í tilkynningu að samband ríkjanna sé báðum ríkjum mikilvægt og því sé þetta mál úr sögunni. Þetta er á meðal þess sem kemur fram í nýrri fjögurra þátta fréttaskýringu rannsóknarteymis Al Jazeera sem nefnist The Lobby og verður frumsýnd 15. janúar næstkomandi. Munu þættir varpa ljósi á leynilega herferð ísraelskra yfirvalda sem miðast að því að hafa áhrif á breska ráðamenn. Á hálfs árs tímabili fór blaðamaður á fundi með fulltrúum þrýstihópa sem njóta mikils stuðnings ísraelskra stjórnvalda. Blaðamaðurinn sagðist vera aðgerðasinni sem væri hliðhollur Ísrael og vildi berjast gegn viðskiptaþvingunum.
Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur Sjá meira