Braz sló í gegn árið 1989 þegar hún söng poppslagarann La Lambada með frönsku sveitinni Kaoma. Hún ferðaðist um með Kaoma og spilaði á tónleikum í tíu ár, áður en hún flutti aftur heim til Brasilíu. Þar hélt hún áfram að syngja og rak krá samhliða því.
Samkvæmt Billboard hefur lögreglan í Brasilíu handtekið þrjá menn vegna innbrots sem fór verulega illa. Billboard vitna í brasilísku fréttasíðuna globo.com. Þjófarnir eru sagðir hafa brotist inn í krá hennar og myrt hana í kjölfarið af innbrotinu.