Herða eftirlit með lyfseðilsskyldum lyfjum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 27. september 2017 20:00 Lyfjastofnun hyggst herða eftirlit með ávísunum lyfseðilsskyldra lyfja vegna aukinnar misnotkunar á þeim. Forstjóri Lyfjastofnunar segir dauðsföllum af völdum lyfjaeitrunar hafa fjölgað undanfarin misseri og að núverandi eftirlit nægi ekki. Lyfjamisnotkun hefur aukist mjög hér á landi, þrátt fyrir að dregið hafi úr henni á öðrum Norðurlöndum. Heilbrigðisyfirvöld hafa reynt að grípa inn í og aukið eftirlit – meðal annars með því að setja á fót sérstakan lyfjagagnagrunn sem á að koma í veg fyrir svokallað læknaráp. Lyfjastofnun hefur nú boðað aðgerðir vegna málsins, en um er að ræða takmörkun á heimild til ávísunar eftirritunarskyldra lyfja sem á að taka gildi fyrsta nóvember næstkomandi. Almennt verður horft til þrjátíu daga magns en í þeim tilvikum þar sem skammtar lyfs eru breytilegir verður tekin ákvörðun á forsendum hvers lyfs fyrir sig. Verkefninu verður skipt upp í áfanga og nær í fyrstu til ávanabindandi lyfja á borð við concerta, fentanýl, morfín, oxýkódon og tramadol. „Það hefur verið umræða um fjölgun dauðsfalla vegna lyfjaeitrana og það eru ákveðin lyf sem eru tilgreind þar, og eru meðal annars þau lyf sem við erum að horfa til,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvanndal, forstjóri Lyfjastofnunar. „Þetta mun hafa áhrif bæði á sjúklinga og lækna. Fólk fær minna afgreitt og þarf hugsanlega að fara oftar til lækna og læknar þurfa að ávísa, en við höfum óskað eftir athugasemdum og umsögnum um þessar aðgerðir, við erum ekki að fara í þetta bara einhliða,“ segir Rúna, en umsagnarfrestur er til 30. september næstkomandi. Rúna segir að eftirlit með lyfjaávísunum og lyfjanotkun sé almennt öflugt – en að það dugi þó ekki, enda sýni nýlegar tölur fram á aukningu á misnotkun lyfja hér á landi, á sama tíma og dregið hefur úr misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja í öðrum Norðurlöndum. Hún segir að þrátt fyrir að lyfjagagnagrunnurinn hafi gefið góða raun, þurfi að gera betur. „Við teljum að það dugi að einhverju leyti til, en við höfum umsjón með afgreiðslu lyfja og hvað má ávísa miklu. Þeir [landlæknisembættið] skoða ávísunarvenjur lækna og það er mjög mikilvægt að öll heilbrigðisyfirvöld sem koma að þessu taki höndum saman. Við höfum kynnt þetta fyrir landlækni, gerðum það í byrjun mánaðarins á sameiginlegum fundi. Þeir eru meðvitaðir um þessar aðgerðir og þeir eru með sínar aðgerðir og sitt eftirlit, en þetta verður allt að styðja hvert annað,“ segir hún. Rúna bendir sömuleiðis á að auka þurfi fræðslu, með lyfjanotkun og lyfjaskilum, og bendir á að hægt sé að skila gömlum lyfjum í apótek til eyðingar, líkt og sjá má á vefnum Lyfjaskil.is. Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira
Lyfjastofnun hyggst herða eftirlit með ávísunum lyfseðilsskyldra lyfja vegna aukinnar misnotkunar á þeim. Forstjóri Lyfjastofnunar segir dauðsföllum af völdum lyfjaeitrunar hafa fjölgað undanfarin misseri og að núverandi eftirlit nægi ekki. Lyfjamisnotkun hefur aukist mjög hér á landi, þrátt fyrir að dregið hafi úr henni á öðrum Norðurlöndum. Heilbrigðisyfirvöld hafa reynt að grípa inn í og aukið eftirlit – meðal annars með því að setja á fót sérstakan lyfjagagnagrunn sem á að koma í veg fyrir svokallað læknaráp. Lyfjastofnun hefur nú boðað aðgerðir vegna málsins, en um er að ræða takmörkun á heimild til ávísunar eftirritunarskyldra lyfja sem á að taka gildi fyrsta nóvember næstkomandi. Almennt verður horft til þrjátíu daga magns en í þeim tilvikum þar sem skammtar lyfs eru breytilegir verður tekin ákvörðun á forsendum hvers lyfs fyrir sig. Verkefninu verður skipt upp í áfanga og nær í fyrstu til ávanabindandi lyfja á borð við concerta, fentanýl, morfín, oxýkódon og tramadol. „Það hefur verið umræða um fjölgun dauðsfalla vegna lyfjaeitrana og það eru ákveðin lyf sem eru tilgreind þar, og eru meðal annars þau lyf sem við erum að horfa til,“ segir Rúna Hauksdóttir Hvanndal, forstjóri Lyfjastofnunar. „Þetta mun hafa áhrif bæði á sjúklinga og lækna. Fólk fær minna afgreitt og þarf hugsanlega að fara oftar til lækna og læknar þurfa að ávísa, en við höfum óskað eftir athugasemdum og umsögnum um þessar aðgerðir, við erum ekki að fara í þetta bara einhliða,“ segir Rúna, en umsagnarfrestur er til 30. september næstkomandi. Rúna segir að eftirlit með lyfjaávísunum og lyfjanotkun sé almennt öflugt – en að það dugi þó ekki, enda sýni nýlegar tölur fram á aukningu á misnotkun lyfja hér á landi, á sama tíma og dregið hefur úr misnotkun lyfseðilsskyldra lyfja í öðrum Norðurlöndum. Hún segir að þrátt fyrir að lyfjagagnagrunnurinn hafi gefið góða raun, þurfi að gera betur. „Við teljum að það dugi að einhverju leyti til, en við höfum umsjón með afgreiðslu lyfja og hvað má ávísa miklu. Þeir [landlæknisembættið] skoða ávísunarvenjur lækna og það er mjög mikilvægt að öll heilbrigðisyfirvöld sem koma að þessu taki höndum saman. Við höfum kynnt þetta fyrir landlækni, gerðum það í byrjun mánaðarins á sameiginlegum fundi. Þeir eru meðvitaðir um þessar aðgerðir og þeir eru með sínar aðgerðir og sitt eftirlit, en þetta verður allt að styðja hvert annað,“ segir hún. Rúna bendir sömuleiðis á að auka þurfi fræðslu, með lyfjanotkun og lyfjaskilum, og bendir á að hægt sé að skila gömlum lyfjum í apótek til eyðingar, líkt og sjá má á vefnum Lyfjaskil.is.
Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Fleiri fréttir „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Sjá meira