Hápunktar ársins 2016 hjá Emmsjé Gauta, Eddu Sif og Jóhannesi Hauki 2. janúar 2017 11:30 Edda Sif Pálsdóttir fjölmiðlakona rifjar upp hápunkta ársins 2016. Vísir/Haraldur Nú þegar nýtt ár er gengið í garð er gott að líta til baka og rifja upp hvað gerðist á liðnu ári. Við fengum nokkra vel valda einstaklinga til að rifja upp hápunkta ársins, auk þess að fara yfir hvað fram undan er á nýja árinu.Edda Sif Pálsdóttir Hverjir voru hápunktar ársins 2016? „Hápunkturinn var án efa EM í Frakklandi í sumar. Þar blandaðist stórkostlegt mót íslenska liðsins við frábærar samverustundir með vinum og fjölskyldu í geggjuðu umhverfi, sól og góðum mat út um allt Frakkland. Það verður ekki mikið betra.“ Eitthvað sem kom sérstaklega á óvart? „Íþróttaárið 2016 var algjörlega bilað en það þurfti kannski ekki að koma neitt sérstaklega á óvart eigandi þetta íþróttafólk. Ísland vann England á EM og við áttum í fyrsta skipti konur í úrslitum í sundi á Ólympíuleikum. Og það er bara brotabrot af því sem gerðist.“ Hvað er framundan á árinu 2017? „Meiri íþróttir! Það verður fullt af stórmótum á árinu og ég ætla að fylgja kvennalandsliðinu í fótbolta eftir í undirbúningi fyrir EM og fara svo á mótið sjálft í Hollandi í júlí. Landi blandaður við íþróttir er blanda sem svínvirkar fyrir mig.“ Ert þú búin að setja þér einhver markmið fyrir nýja árið eða strengja áramótaheit? „Njaaa, alla jafna strengi ég ekki áramótaheit. Ég held samt að við hefðum öll gott af því að vera aðeins glaðari og jákvæðari og velja betur í hvað við eyðum orkunni. Ég ætla allavega að vera létt 2017!“„Ég byrja árið á að fara til Los Angeles í smá aukatökur á The Solutrean núna í janúar. Það er ekki óvanalegt í þessum stóru Hollywood-verkefnum að skella í smá aukatökur á lokametrunum, ef það vantar eitt og eitt skot eða atriði til að skerpa á hlutunum.“Jóhannes Haukur Jóhannesson „Persónulega var árið 2016 svona með þeim betri, hæsti punkturinn var fæðing þriðja barnsins okkar hjóna, en við eignuðumst fallega dóttur í apríl sem heitir Margrét Frida Blöndal Jóhannesdóttir. Hvað vinnu varðar byrjaði árið á að ljúka tökum á kvikmyndinni The Coldest City í Búdapest. Fór svo í tökur á annarri bíómynd, sem heitir The Solutrean, í Kanada þar sem mér var treyst fyrir frábæru hlutverki í mynd sem verður afar sérstök. Ég fékk svo hlutverk í annarri seríu af þáttunum The Last Kingdom og gat tekið fjölskylduna með í tökur á því til Ungverjalands um sumarið. Svo lék ég í myndinni Ég man þig sem Óskar Þór Axelsson leikstýrir eftir samnefndri bók Yrsu Sigurðar,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari spurður út í hápunkta ársins 2016.En hvað er fram undan á nýja árinu? „Ég byrja árið á að fara til Los Angeles í smá aukatökur á The Solutrean núna í janúar. Það er ekki óvanalegt í þessum stóru Hollywood-verkefnum að skella í smá aukatökur á lokametrunum, ef það vantar eitt og eitt skot eða atriði til að skerpa á hlutunum. Eftir það er allt svo sem óráðið, allavega ekkert í hendi ennþá. Það eru tvö sjónvarpsverkefni þarna úti sem eru í ákveðnu ferli en það getur allt farið til fjandans á núll einni. Við sjáum bara til. En vonandi hef ég líka tíma til að taka að mér einhver verkefni hér heima,“ segir Jóhannes Haukur.„Árið 2017 er ég að pæla í að halda áfram að semja músík, hafa gaman af lífinu. Síðan ætla ég þúsund sinnum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.“Vísir/HannaEmmsjé Gauti Emmsjé Gauti átti mjög gott ár 2016 en hann gaf þá út tvær plötur, hélt ótal tónleika og var kynnir í Ísland Got Talent – en hvað af þessu skyldi hafa verið hápunktur ársins hjá drengnum? „Hápunktarnir mínir voru tveir – annars vegar þegar ég skellti mér á útgáfutónleika á NASA með sjálfum mér og hélt útgáfupartí, það var gaman. Hins vegar þegar Stella María dóttir mín sagði „pabbi“ í fyrsta skiptið.“Það verður ákaflega spennandi að sjá hvort Gauti toppi sig árið 2017 – ætli hann gefi út þrjár plötur? Verður hann kynnir í Gettu betur? Ætlar hann að fara út í pólitík? Hvað? „Árið 2017 er ég að pæla í að halda áfram að semja músík, hafa gaman af lífinu. Síðan ætla ég þúsund sinnum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Og ekkert annað,“ segir Gauti ákaflega hógvær og nægjusamur. Við þurfum þá bara að bíða eftir því að sjá hvaða ævintýrum þessi ofvirki rappari lendir í á næsta ári. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv eftir ágreining um kreditlista Menning Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Nú þegar nýtt ár er gengið í garð er gott að líta til baka og rifja upp hvað gerðist á liðnu ári. Við fengum nokkra vel valda einstaklinga til að rifja upp hápunkta ársins, auk þess að fara yfir hvað fram undan er á nýja árinu.Edda Sif Pálsdóttir Hverjir voru hápunktar ársins 2016? „Hápunkturinn var án efa EM í Frakklandi í sumar. Þar blandaðist stórkostlegt mót íslenska liðsins við frábærar samverustundir með vinum og fjölskyldu í geggjuðu umhverfi, sól og góðum mat út um allt Frakkland. Það verður ekki mikið betra.“ Eitthvað sem kom sérstaklega á óvart? „Íþróttaárið 2016 var algjörlega bilað en það þurfti kannski ekki að koma neitt sérstaklega á óvart eigandi þetta íþróttafólk. Ísland vann England á EM og við áttum í fyrsta skipti konur í úrslitum í sundi á Ólympíuleikum. Og það er bara brotabrot af því sem gerðist.“ Hvað er framundan á árinu 2017? „Meiri íþróttir! Það verður fullt af stórmótum á árinu og ég ætla að fylgja kvennalandsliðinu í fótbolta eftir í undirbúningi fyrir EM og fara svo á mótið sjálft í Hollandi í júlí. Landi blandaður við íþróttir er blanda sem svínvirkar fyrir mig.“ Ert þú búin að setja þér einhver markmið fyrir nýja árið eða strengja áramótaheit? „Njaaa, alla jafna strengi ég ekki áramótaheit. Ég held samt að við hefðum öll gott af því að vera aðeins glaðari og jákvæðari og velja betur í hvað við eyðum orkunni. Ég ætla allavega að vera létt 2017!“„Ég byrja árið á að fara til Los Angeles í smá aukatökur á The Solutrean núna í janúar. Það er ekki óvanalegt í þessum stóru Hollywood-verkefnum að skella í smá aukatökur á lokametrunum, ef það vantar eitt og eitt skot eða atriði til að skerpa á hlutunum.“Jóhannes Haukur Jóhannesson „Persónulega var árið 2016 svona með þeim betri, hæsti punkturinn var fæðing þriðja barnsins okkar hjóna, en við eignuðumst fallega dóttur í apríl sem heitir Margrét Frida Blöndal Jóhannesdóttir. Hvað vinnu varðar byrjaði árið á að ljúka tökum á kvikmyndinni The Coldest City í Búdapest. Fór svo í tökur á annarri bíómynd, sem heitir The Solutrean, í Kanada þar sem mér var treyst fyrir frábæru hlutverki í mynd sem verður afar sérstök. Ég fékk svo hlutverk í annarri seríu af þáttunum The Last Kingdom og gat tekið fjölskylduna með í tökur á því til Ungverjalands um sumarið. Svo lék ég í myndinni Ég man þig sem Óskar Þór Axelsson leikstýrir eftir samnefndri bók Yrsu Sigurðar,“ segir Jóhannes Haukur Jóhannesson leikari spurður út í hápunkta ársins 2016.En hvað er fram undan á nýja árinu? „Ég byrja árið á að fara til Los Angeles í smá aukatökur á The Solutrean núna í janúar. Það er ekki óvanalegt í þessum stóru Hollywood-verkefnum að skella í smá aukatökur á lokametrunum, ef það vantar eitt og eitt skot eða atriði til að skerpa á hlutunum. Eftir það er allt svo sem óráðið, allavega ekkert í hendi ennþá. Það eru tvö sjónvarpsverkefni þarna úti sem eru í ákveðnu ferli en það getur allt farið til fjandans á núll einni. Við sjáum bara til. En vonandi hef ég líka tíma til að taka að mér einhver verkefni hér heima,“ segir Jóhannes Haukur.„Árið 2017 er ég að pæla í að halda áfram að semja músík, hafa gaman af lífinu. Síðan ætla ég þúsund sinnum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.“Vísir/HannaEmmsjé Gauti Emmsjé Gauti átti mjög gott ár 2016 en hann gaf þá út tvær plötur, hélt ótal tónleika og var kynnir í Ísland Got Talent – en hvað af þessu skyldi hafa verið hápunktur ársins hjá drengnum? „Hápunktarnir mínir voru tveir – annars vegar þegar ég skellti mér á útgáfutónleika á NASA með sjálfum mér og hélt útgáfupartí, það var gaman. Hins vegar þegar Stella María dóttir mín sagði „pabbi“ í fyrsta skiptið.“Það verður ákaflega spennandi að sjá hvort Gauti toppi sig árið 2017 – ætli hann gefi út þrjár plötur? Verður hann kynnir í Gettu betur? Ætlar hann að fara út í pólitík? Hvað? „Árið 2017 er ég að pæla í að halda áfram að semja músík, hafa gaman af lífinu. Síðan ætla ég þúsund sinnum í Fjölskyldu- og húsdýragarðinn. Og ekkert annað,“ segir Gauti ákaflega hógvær og nægjusamur. Við þurfum þá bara að bíða eftir því að sjá hvaða ævintýrum þessi ofvirki rappari lendir í á næsta ári.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Húsó fjarlægðir af Rúv eftir ágreining um kreditlista Menning Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira