„Það er enginn að fara að deyja í höndunum á mér“ Samúel Karl Ólason skrifar 25. mars 2017 08:38 „Ég hnoðaði hann 30 sinnum og ekkert virtist gerast nema að nokkur rifbein brotnuðu með látum.“ Vísir/Vilhelm/Getty Handboltakappinn Logi Geirsson endurlífgaði eldri mann sem hafði farið í hjartastoppa á Tenerife. Þar var Logi í byrjun mánaðarins þar sem maðurinn keyrði á ljósastaur. Hann segir eldri konu hafa komið úr bílnum og kallað eftir hjálp af sálarkröftum. Logi náði manninum út úr bílnum og lagði hann á gangstéttina þar sem hann beitti endurlífgunartilraunum eftir að hann fann ekki púls á manninum. Logi segir frá þessu atviki á Facebooksíðu sinni. „Enginn púls fannst og bað ég hótelstarfsmann sem átti leið hjá að aðstoða mig við að leita púls og ljóst var að maðurinn væri í hjartastoppi. Ég hnoðaði hann 30 sinnum og ekkert virtist gerast nema að nokkur rifbein brotnuðu með látum. En eftir ca 20 kröftug þríhöfða hnoð í viðbót tekur maðurinn þessa svakalegu andköf sem mun aldrei renna mér úr minnum og hjartað fer að slá í honum! Mér tókst að endurlífga mann,“ segir Logi. Logi segist oft hafa hugsað út í hvað hann myndi gera ef hann kæmi að manneskju sem þyrfti að hnoða og þá sérstaklega eftir að hann varð faðir. „Pældi í því eftir á hvað ég hugsaði meðan ég var að hnoða hann. Hugsaði ég bara hann á eflaust börn og barnabörn í Sviss sem vilja sjá afa sinn aftur og ekki missa hann án þess að kveðja hann. Ég kem þessum manni í gang sama hvað, það er enginn að fara að deyja í höndunum á mér! Þetta var það sem ég hugsaði meðan hvert rifbeinið brotnaði á fætur öðru í hnoðinu.“ Hann ætlaði að reyna að hitta manninn, sem heitir Hans, daginn eftir atvikið en sjúkrahúsið vildi ekki veita honum upplýsingar um hann. Logi segir að þegar öllu sé á botninn hvolft snúist þetta um boðskapinn. „Verið búin að ákveða að hjálpa til þegar þið komið að svona aðstæðum, hvort sem það sé slys, hjartaáfall eða einhver í neyð. Við getum alltaf hjálpað. Þú getur skipt máli og bjargað mannslífi líka.“ Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira
Handboltakappinn Logi Geirsson endurlífgaði eldri mann sem hafði farið í hjartastoppa á Tenerife. Þar var Logi í byrjun mánaðarins þar sem maðurinn keyrði á ljósastaur. Hann segir eldri konu hafa komið úr bílnum og kallað eftir hjálp af sálarkröftum. Logi náði manninum út úr bílnum og lagði hann á gangstéttina þar sem hann beitti endurlífgunartilraunum eftir að hann fann ekki púls á manninum. Logi segir frá þessu atviki á Facebooksíðu sinni. „Enginn púls fannst og bað ég hótelstarfsmann sem átti leið hjá að aðstoða mig við að leita púls og ljóst var að maðurinn væri í hjartastoppi. Ég hnoðaði hann 30 sinnum og ekkert virtist gerast nema að nokkur rifbein brotnuðu með látum. En eftir ca 20 kröftug þríhöfða hnoð í viðbót tekur maðurinn þessa svakalegu andköf sem mun aldrei renna mér úr minnum og hjartað fer að slá í honum! Mér tókst að endurlífga mann,“ segir Logi. Logi segist oft hafa hugsað út í hvað hann myndi gera ef hann kæmi að manneskju sem þyrfti að hnoða og þá sérstaklega eftir að hann varð faðir. „Pældi í því eftir á hvað ég hugsaði meðan ég var að hnoða hann. Hugsaði ég bara hann á eflaust börn og barnabörn í Sviss sem vilja sjá afa sinn aftur og ekki missa hann án þess að kveðja hann. Ég kem þessum manni í gang sama hvað, það er enginn að fara að deyja í höndunum á mér! Þetta var það sem ég hugsaði meðan hvert rifbeinið brotnaði á fætur öðru í hnoðinu.“ Hann ætlaði að reyna að hitta manninn, sem heitir Hans, daginn eftir atvikið en sjúkrahúsið vildi ekki veita honum upplýsingar um hann. Logi segir að þegar öllu sé á botninn hvolft snúist þetta um boðskapinn. „Verið búin að ákveða að hjálpa til þegar þið komið að svona aðstæðum, hvort sem það sé slys, hjartaáfall eða einhver í neyð. Við getum alltaf hjálpað. Þú getur skipt máli og bjargað mannslífi líka.“
Mest lesið Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Innlent Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Innlent Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Innlent Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Innlent Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Innlent Fleiri fréttir Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka „Vonbrigði“ Vill „nánast loka alfarið“ á útlendinga utan Evrópu Mjög óalgengt að þingmenn segi af sér Mikilvægt að vanda sig og beita varúð Telur Pétur hafa svarað ágætlega fyrir lóðaviðskipti Sjaldgæf afsögn þingmanns og leikskóla lokað að óbreyttu Eftirmaður Guðbrands í sjokki en klár í slaginn „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Einn af hverjum fjórum stjórnendum notar gervigreind daglega Telur viðbrögð Guðbrands rétt og skynsamleg Bærinn fær 70 milljónir fyrir gamla Landbankahúsið sem fær nýtt hlutverk Kolbeinn Tumi tekur við af Erlu Björgu Þingið kallar áfram eftir hugmyndum frá almenningi Manneklan mest hjá skólum og frístundaheimilum sem tilheyra Austurmiðstöð Sjá meira