Toumi: Berum virðingu fyrir íslenska liðinu
„Við vorum mjög góðir í fyrri hálfleik og mér finnst við einnig flottir í seinni hálfleik. Á síðustu tíu mínútunum hefðum við getað tekið leikinn. Á endanum var kannski sanngjarnt að leiknum lyktaði með jafntefli.
„Ísland er mjög gott lið sem spilar vel saman. Ísland á Guðjón Val sem er einn besti hornamaður heims og við berum virðingu fyrir íslenska liðinu. Vonandi spila þeir vel í næsta leik.“
Toumi er ekkert búinn að gefa upp vonina að komast áfram í 16-liða úrslit.
„Ég vona að við komumst áfram. Við eigum tvo leiki eftir og munum reyna að leggja Slóvenanna. Við erum gott lið og eigum möguleika á því að komast áfram.
Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
Tengdar fréttir

Alexander: Langar stundum að vera með
Járnmaðurinn Alexander Petersson er í borgaralegum klæðum í Metz og hann var að fá sér pylsu með fjölskyldunni er Vísir rakst á hann fyrir leik.

Janus Daði: Hefði verið dauði að fá ekki neitt út úr þessum leik
Janus Daði Smárason átti flotta innkomu í lið Íslands í jafnteflinu gegn Túnis á HM í Frakklandi í dag.

Rúnar brjálaður út í leikaraskap Túnismanna: Eins og einhver væri með rifil uppi í stúku
„Við erum að fara hrikalega illa að ráðum okkar í þessum leik og gerusmst sekir um svakaleg mistök,“ segir Rúnar Kárason, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir jafnteflið við Túnis á HM í handbolta í Frakklandi í dag.

Bjarki Már: Komumst upp með ýmislegt í vörninni
„Þetta var skemmtilegur leikur og við fengum heldur betur að berjast mikið í dag,“ segir Bjarki Már Gunnarsson, leikmaður íslenska landsliðsins, eftir jafnteflið við Túnis á HM í handbolta í Frakklandi í dag.

Umfjöllun: Ísland - Túnis 22-22 | Fyrsta stigið kom í háspennuleik
Strákarnir okkar eru komnir á blað eftir að hafa gert jafntefli, 22-22, í ótrúlegum háspennuleik gegn Túnis.