Umfjöllun: Ísland - Túnis 22-22 | Fyrsta stigið kom í háspennuleik Henry Birgir Gunnarsson skrifar 15. janúar 2017 15:15 Eitt stig niðurstaðan. vísir/epa Strákarnir okkar eru komnir á blað eftir að hafa gert jafntefli, 22-22, í ótrúlegum háspennuleik gegn Túnis. Strákarnir voru að spila á hálfgerðum útivelli því þó svo íslensku stuðningsmennirnir hafi látið vel í sér heyra þá var miklu meira af fólki komið frá Túnis og það lét vel í sér heyra. Strákarnir fóru ágætlega af stað en fljótt kom smá hikst í sóknarleikinn. Strákarnir að gera sig seka um klaufamistök og Túnisarnir skoruðu auðveld mörk og komust yfir, 3-6, eftir tíu mínútna leik. Það lak í gegnum vörnina og Túnisarnir fengu gott skot eða víti. Tvær brottvísanir snemma leiks hjálpuðu ekki til. Þess utan skoruðu Túnisar í tvígang í tómt mark Íslands. Þá var Geir nóg boðið og tók leikhlé. Bjarki Már Gunnarsson kom í vörnina og hún skánaði lítið við það. Amine Bannour raðaði inn mörkum að vild. Í sókninni gerði liðið vart annað en að kasta boltanum frá sér. Geir reyndi að bregðast við og skipti grimmt en hefði að ósekju mátt taka Ólaf Guðmundsson fyrr af velli hann var afar vanstilltur þær 16 mínútur sem hann spilaði. Janus Daði Smárason kom inn fyrir Óla og með hann í banastuði fór íslenska liðið að saxa á forskot Túnisanna. Í stöðunni 8-10 tóku Túnisbúar leikhlé. Strákarnir fengu tvö tækifæri til þess að jafna leikinn en fóru illa að ráði sínu. Staðan í hálfleik 11-13 og galopinn leikur. Vel ásættanleg staða miðað við sjö tapaða bolta, fjóra brottrekstra, þokkalega vörn, litla markvörslu og að liðið hafi leyft Bannour skora átta mörk í hálfleiknum. Já, liðið var lélegt í fyrri hálfleik og átti sem sagt mikið inni. Strákarnir héldu áfram að vera mistækir í sókninni í upphafi síðari hálfleiks en sem betur fer var liðið að spila flottan varnarleik og Aron Rafn kom inn og varði sín fyrstu skot í mótinu. Þá komu hraðaupphlaup og Ísland komst yfir, 14-13, þegar rúmar fimm mínútur voru búnar af síðari hálfleik. Túnisarnir hreinlega gátu ekki keypt sér mark framan af síðari hálfleik og Guðjón Valur kom Íslandi í 16-14 með marki úr hraðaupphlaupi. Manni færri varði liðið svo tvö skot og skoraði úr hraðaupphlaupi. Það var gjörsamlega allt að ganga upp. 17-14 og þá fóru strákarnir að hleypa Túnisunum aftur inn í leikinn í stað þess að stíga bensínið í botn og skilja þá eftir í rykinu. Í stöðunni 18-18 virtust strákarnir vera að missa hausinn en þá kom Aron Rafn með tvær lykilvörslur, tvö hraðaupphlaup og Ísland 20-18 yfir er tíu mínútur voru eftir. Lokakaflinn var síðan ekki fyrir hjartveika. Túnisarnir jafna, 21-21, þegar fjórar mínútur voru eftir og allt gjörsamlega vitlaust í húsinu. Arnar Freyr skoraði mark í anda Robba Gunn til að koma Íslandi yfir er tvær múnútur voru eftir. Túnis jafnar er 80 sekúndur voru eftir. Ásgeir Örn lét verja frá sér er 20 sekúndur voru eftir og Aron Rafn varði síðasta skot leiksins á lokasekúndunni. Líklega var tíminn þó liðinn. Jafntefli niðurstaðan í leik sem strákarnir hefðu átt að vinna. HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Sjá meira
Strákarnir okkar eru komnir á blað eftir að hafa gert jafntefli, 22-22, í ótrúlegum háspennuleik gegn Túnis. Strákarnir voru að spila á hálfgerðum útivelli því þó svo íslensku stuðningsmennirnir hafi látið vel í sér heyra þá var miklu meira af fólki komið frá Túnis og það lét vel í sér heyra. Strákarnir fóru ágætlega af stað en fljótt kom smá hikst í sóknarleikinn. Strákarnir að gera sig seka um klaufamistök og Túnisarnir skoruðu auðveld mörk og komust yfir, 3-6, eftir tíu mínútna leik. Það lak í gegnum vörnina og Túnisarnir fengu gott skot eða víti. Tvær brottvísanir snemma leiks hjálpuðu ekki til. Þess utan skoruðu Túnisar í tvígang í tómt mark Íslands. Þá var Geir nóg boðið og tók leikhlé. Bjarki Már Gunnarsson kom í vörnina og hún skánaði lítið við það. Amine Bannour raðaði inn mörkum að vild. Í sókninni gerði liðið vart annað en að kasta boltanum frá sér. Geir reyndi að bregðast við og skipti grimmt en hefði að ósekju mátt taka Ólaf Guðmundsson fyrr af velli hann var afar vanstilltur þær 16 mínútur sem hann spilaði. Janus Daði Smárason kom inn fyrir Óla og með hann í banastuði fór íslenska liðið að saxa á forskot Túnisanna. Í stöðunni 8-10 tóku Túnisbúar leikhlé. Strákarnir fengu tvö tækifæri til þess að jafna leikinn en fóru illa að ráði sínu. Staðan í hálfleik 11-13 og galopinn leikur. Vel ásættanleg staða miðað við sjö tapaða bolta, fjóra brottrekstra, þokkalega vörn, litla markvörslu og að liðið hafi leyft Bannour skora átta mörk í hálfleiknum. Já, liðið var lélegt í fyrri hálfleik og átti sem sagt mikið inni. Strákarnir héldu áfram að vera mistækir í sókninni í upphafi síðari hálfleiks en sem betur fer var liðið að spila flottan varnarleik og Aron Rafn kom inn og varði sín fyrstu skot í mótinu. Þá komu hraðaupphlaup og Ísland komst yfir, 14-13, þegar rúmar fimm mínútur voru búnar af síðari hálfleik. Túnisarnir hreinlega gátu ekki keypt sér mark framan af síðari hálfleik og Guðjón Valur kom Íslandi í 16-14 með marki úr hraðaupphlaupi. Manni færri varði liðið svo tvö skot og skoraði úr hraðaupphlaupi. Það var gjörsamlega allt að ganga upp. 17-14 og þá fóru strákarnir að hleypa Túnisunum aftur inn í leikinn í stað þess að stíga bensínið í botn og skilja þá eftir í rykinu. Í stöðunni 18-18 virtust strákarnir vera að missa hausinn en þá kom Aron Rafn með tvær lykilvörslur, tvö hraðaupphlaup og Ísland 20-18 yfir er tíu mínútur voru eftir. Lokakaflinn var síðan ekki fyrir hjartveika. Túnisarnir jafna, 21-21, þegar fjórar mínútur voru eftir og allt gjörsamlega vitlaust í húsinu. Arnar Freyr skoraði mark í anda Robba Gunn til að koma Íslandi yfir er tvær múnútur voru eftir. Túnis jafnar er 80 sekúndur voru eftir. Ásgeir Örn lét verja frá sér er 20 sekúndur voru eftir og Aron Rafn varði síðasta skot leiksins á lokasekúndunni. Líklega var tíminn þó liðinn. Jafntefli niðurstaðan í leik sem strákarnir hefðu átt að vinna.
HM 2017 í Frakklandi Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Í beinni: A. Bilbao - Manchester United | Helst Evrópudraumurinn á lífi? Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Fleiri fréttir Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Blomberg-Lippe í undanúrslit og Metzingen tryggði oddaleik Sjö mörk Viggós dugðu ekki til í Íslendingaslagnum Óðinn með stórleik er Kadetten flaug í úrslit Afturelding jafnaði metin í baráttunni um sæti í Olís-deildinni Uppgjörið og viðtöl: Fram - Haukar 18-30 | Gestirnir tóku forsytuna með risasigri Valskonur komust í 13-1 í fyrsta leik sinum í úrslitakeppninni Valur einum sigri frá úrslitum Aldís Ásta og stöllur í úrslitaeinvígið Hópur Snorra fyrir síðustu leikina: Reynir að verða einn af strákunum okkar „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Sjá meira