Erlent

Ísraelsk stjórnvöld hóta að loka Al Jazeera

Ingvar Þór Björnsson skrifar
Nú þegar hafa stjórnvöld í Sádí Arabíu og Jórdaníu stöðvað starfsemi Al Jazeera.
Nú þegar hafa stjórnvöld í Sádí Arabíu og Jórdaníu stöðvað starfsemi Al Jazeera. Vísir/AFP
Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að loka skrifstofum Al Jazeera sjónvarpsstöðinnar í landinu. Ráðherra samskiptamála, Ayoub Kara, hefur farið fram á þetta. Þetta kemur fram á vef Al Jazeera. Einnig vill hann afturkalla starfsleyfi fréttamanna fréttastofunnar.

Hyggjast stjórnvöld loka bæði fyrir arabísku stöð fréttastofunnar sem og ensku stöð fréttastofunnar. Segir hann að ástæðan fyrir þessum aðgerðum sé að Al Jazeera hvetji til ofbeldis.

Kara tilkynnti þessa ákvörðun sína á fréttamannafundi í dag. Þess ber að geta að Al Jazeera fékk ekki að mæta á þann fund. Nefndi hann einnig að málið þurfi að fara í gegnum þingið – að hann taki þessa ákvörðun ekki einn.

Nú þegar hafa stjórnvöld í Sádí Arabíu og Jórdaníu stöðvað starfsemi Al Jazeera




Fleiri fréttir

Sjá meira


×