Dómsmorð í Hæstarétti? Einar Valur Ingimundarson skrifar 4. desember 2017 10:00 Nýlega kom bókin Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun. Ég hef reynt að lesa allt sem Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. skrifar um dómsmál og lögfræði. Hann skrifar mjög læsilegan texta en umfram allt virðist hann hafa brennandi áhuga á réttlætinu. Það er ekki lítils um vert. Í kynningu útgefanda er innihaldinu svo lýst:Bókin er hrollvekja.Eða ætti í það minnsta að vera það fyrir alla sem telja einhvers um vert að búa í réttarríki.Jón Steinar starfaði í átta ár sem dómari við Hæstarétt.Hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur dómurum við réttinn; að þeir fari á skjön við lög og rétt í dómum sínum.Jón Steinar sakar þá um klíkuskap, að láta persónulega óvild stjórna niðurstöðum sínum, persónulega hefnd og að láta sig augljóst vanhæfi litlu skipta. Mesta athygli hafa þau ummæli vakið sem Jón Steinar viðhafði um dóminn yfir Baldri Guðlaugssyni ráðuneytissjóra fjármálaráððuneytis, sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir innherjasvik í tengslum við Landsbankann. Telur Jón Steinar að í því máli hafi verið framið dómsmorð, enda hafi Baldur verið dæmdur fyrir háttsemi sem hann var ekki ákærður fyrir. Sérstaka þykkju fyrir ummælin hefur Benedikt Bogason tekið upp og látið stefna Jóni í meiðyrðamáli. Þetta verða áhugaverð réttarhöld á báðum dómsstigum og titringur í lofti vegna ruðningsáhrifanna. Á fundi lögmannafélagsins 24. nóv. sl. taldi formaður þess Jón Steinar hafa brotið siðareglur með afskiptum af máli Baldurs. Gott er nú til þess að vita að lögmenn vilja virða siðareglur. Landsbankinn hefur siðareglur á heimasíðu sinni. Ég hef áður lýst deilum mínum við bankann á síðum Stundarinnar. Þeim er best lýst sem svikamyllu LÍ, þar sem allar siðareglur eru brotnar. Héraðsdómarinn, sem sýknaði mig í máli þessu, tekur fram í dómsorði að ég hafi orðið fyrir óheiðarlegum vinnubrögðum að hálfu bankans. Ætla mætti að hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason hefði þurft órækar sannanir frá hálfu lögmanns bankans fyrir sekt minni því allir skulu teljast saklausir uns sekt er sönnuð, segja lögin. Sama dag og BB sneri sýknudómi mínum við voru tveir þekktir misyndismenn sýknaðir af meintu morði á samfanga innan veggja Litla-hrauns vegna vafans á því að hnjaskið sem þeir voru ábyrgir fyrir hafi valdið dauða mannsins. Af hverju naut ég ekki sömu meðferðar, því skv. 65. grein stjórnarskrárinnar skulu allir jafnir fyrir lögum? Ég tel þvi að Benedikt Bogason hafi misbeitt valdi sínu og tek undir með Jóni Steinari, svona eru réttarmorð framin. Kveðja, Einar Valur Ingimundarson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Sjá meira
Nýlega kom bókin Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun. Ég hef reynt að lesa allt sem Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. skrifar um dómsmál og lögfræði. Hann skrifar mjög læsilegan texta en umfram allt virðist hann hafa brennandi áhuga á réttlætinu. Það er ekki lítils um vert. Í kynningu útgefanda er innihaldinu svo lýst:Bókin er hrollvekja.Eða ætti í það minnsta að vera það fyrir alla sem telja einhvers um vert að búa í réttarríki.Jón Steinar starfaði í átta ár sem dómari við Hæstarétt.Hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur dómurum við réttinn; að þeir fari á skjön við lög og rétt í dómum sínum.Jón Steinar sakar þá um klíkuskap, að láta persónulega óvild stjórna niðurstöðum sínum, persónulega hefnd og að láta sig augljóst vanhæfi litlu skipta. Mesta athygli hafa þau ummæli vakið sem Jón Steinar viðhafði um dóminn yfir Baldri Guðlaugssyni ráðuneytissjóra fjármálaráððuneytis, sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir innherjasvik í tengslum við Landsbankann. Telur Jón Steinar að í því máli hafi verið framið dómsmorð, enda hafi Baldur verið dæmdur fyrir háttsemi sem hann var ekki ákærður fyrir. Sérstaka þykkju fyrir ummælin hefur Benedikt Bogason tekið upp og látið stefna Jóni í meiðyrðamáli. Þetta verða áhugaverð réttarhöld á báðum dómsstigum og titringur í lofti vegna ruðningsáhrifanna. Á fundi lögmannafélagsins 24. nóv. sl. taldi formaður þess Jón Steinar hafa brotið siðareglur með afskiptum af máli Baldurs. Gott er nú til þess að vita að lögmenn vilja virða siðareglur. Landsbankinn hefur siðareglur á heimasíðu sinni. Ég hef áður lýst deilum mínum við bankann á síðum Stundarinnar. Þeim er best lýst sem svikamyllu LÍ, þar sem allar siðareglur eru brotnar. Héraðsdómarinn, sem sýknaði mig í máli þessu, tekur fram í dómsorði að ég hafi orðið fyrir óheiðarlegum vinnubrögðum að hálfu bankans. Ætla mætti að hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason hefði þurft órækar sannanir frá hálfu lögmanns bankans fyrir sekt minni því allir skulu teljast saklausir uns sekt er sönnuð, segja lögin. Sama dag og BB sneri sýknudómi mínum við voru tveir þekktir misyndismenn sýknaðir af meintu morði á samfanga innan veggja Litla-hrauns vegna vafans á því að hnjaskið sem þeir voru ábyrgir fyrir hafi valdið dauða mannsins. Af hverju naut ég ekki sömu meðferðar, því skv. 65. grein stjórnarskrárinnar skulu allir jafnir fyrir lögum? Ég tel þvi að Benedikt Bogason hafi misbeitt valdi sínu og tek undir með Jóni Steinari, svona eru réttarmorð framin. Kveðja, Einar Valur Ingimundarson
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar