Dómsmorð í Hæstarétti? Einar Valur Ingimundarson skrifar 4. desember 2017 10:00 Nýlega kom bókin Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun. Ég hef reynt að lesa allt sem Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. skrifar um dómsmál og lögfræði. Hann skrifar mjög læsilegan texta en umfram allt virðist hann hafa brennandi áhuga á réttlætinu. Það er ekki lítils um vert. Í kynningu útgefanda er innihaldinu svo lýst:Bókin er hrollvekja.Eða ætti í það minnsta að vera það fyrir alla sem telja einhvers um vert að búa í réttarríki.Jón Steinar starfaði í átta ár sem dómari við Hæstarétt.Hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur dómurum við réttinn; að þeir fari á skjön við lög og rétt í dómum sínum.Jón Steinar sakar þá um klíkuskap, að láta persónulega óvild stjórna niðurstöðum sínum, persónulega hefnd og að láta sig augljóst vanhæfi litlu skipta. Mesta athygli hafa þau ummæli vakið sem Jón Steinar viðhafði um dóminn yfir Baldri Guðlaugssyni ráðuneytissjóra fjármálaráððuneytis, sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir innherjasvik í tengslum við Landsbankann. Telur Jón Steinar að í því máli hafi verið framið dómsmorð, enda hafi Baldur verið dæmdur fyrir háttsemi sem hann var ekki ákærður fyrir. Sérstaka þykkju fyrir ummælin hefur Benedikt Bogason tekið upp og látið stefna Jóni í meiðyrðamáli. Þetta verða áhugaverð réttarhöld á báðum dómsstigum og titringur í lofti vegna ruðningsáhrifanna. Á fundi lögmannafélagsins 24. nóv. sl. taldi formaður þess Jón Steinar hafa brotið siðareglur með afskiptum af máli Baldurs. Gott er nú til þess að vita að lögmenn vilja virða siðareglur. Landsbankinn hefur siðareglur á heimasíðu sinni. Ég hef áður lýst deilum mínum við bankann á síðum Stundarinnar. Þeim er best lýst sem svikamyllu LÍ, þar sem allar siðareglur eru brotnar. Héraðsdómarinn, sem sýknaði mig í máli þessu, tekur fram í dómsorði að ég hafi orðið fyrir óheiðarlegum vinnubrögðum að hálfu bankans. Ætla mætti að hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason hefði þurft órækar sannanir frá hálfu lögmanns bankans fyrir sekt minni því allir skulu teljast saklausir uns sekt er sönnuð, segja lögin. Sama dag og BB sneri sýknudómi mínum við voru tveir þekktir misyndismenn sýknaðir af meintu morði á samfanga innan veggja Litla-hrauns vegna vafans á því að hnjaskið sem þeir voru ábyrgir fyrir hafi valdið dauða mannsins. Af hverju naut ég ekki sömu meðferðar, því skv. 65. grein stjórnarskrárinnar skulu allir jafnir fyrir lögum? Ég tel þvi að Benedikt Bogason hafi misbeitt valdi sínu og tek undir með Jóni Steinari, svona eru réttarmorð framin. Kveðja, Einar Valur Ingimundarson Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber Skoðun Takk fyrir peninginn Inga Sæland Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar eru að deyja – hvernig bregst þjóðin við? Björk Jónsdóttir skrifar Skoðun Hin huldu rándýr í mannslíkömum sem skaða unga fólkið Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Hið augljósa útlendingavandamál Hallþór Jökull Hákonarson skrifar Skoðun Þúsundir íbúða á glámbekk! Guðfinna Jóh. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Sigrún Birna Björnsdóttir Kaaber skrifar Skoðun 10 ára Heilbrigðisstofnun Suðurlands Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnlaunavottun verði valkvæð en ekki skylda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennir bara meira! Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Það er kominn tími á uppfærslu á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Af hverju Píratar? Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kosningar og knattspyrna Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Hvert er „útlendingavandamálið“? Karen Kjartansdóttir skrifar Skoðun Útlendingur eða innflytjandi? Paola Cardeans skrifar Skoðun Sýnum kennurum virðingu Angela Árnadóttir skrifar Skoðun Mælum með Hafþór Reynisson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi okkar allra Alma Möller skrifar Skoðun Kjarabarátta kennara Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Algengt neyðartilfelli Marianne E. Klinke skrifar Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar Skoðun Hrátt hakk og heimabakstur fyrir kosningarnar Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Förum varlega með heita vatnið okkar Stefnir Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreind: Óseðjandi orkuþörf og ósvífin bjartsýni Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Rammíslenskt Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Föðurlaus börn og fjölskyldusjúkdómurinn Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Kennarar eru alltaf í fríi Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Við þurfum breytingar Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði erum við? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Nei, ég er ekki hamstur á hjóli Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Nýlega kom bókin Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun. Ég hef reynt að lesa allt sem Jón Steinar Gunnlaugsson hrl. skrifar um dómsmál og lögfræði. Hann skrifar mjög læsilegan texta en umfram allt virðist hann hafa brennandi áhuga á réttlætinu. Það er ekki lítils um vert. Í kynningu útgefanda er innihaldinu svo lýst:Bókin er hrollvekja.Eða ætti í það minnsta að vera það fyrir alla sem telja einhvers um vert að búa í réttarríki.Jón Steinar starfaði í átta ár sem dómari við Hæstarétt.Hann setur fram alvarlegar ásakanir á hendur dómurum við réttinn; að þeir fari á skjön við lög og rétt í dómum sínum.Jón Steinar sakar þá um klíkuskap, að láta persónulega óvild stjórna niðurstöðum sínum, persónulega hefnd og að láta sig augljóst vanhæfi litlu skipta. Mesta athygli hafa þau ummæli vakið sem Jón Steinar viðhafði um dóminn yfir Baldri Guðlaugssyni ráðuneytissjóra fjármálaráððuneytis, sem var dæmdur til fangelsisvistar fyrir innherjasvik í tengslum við Landsbankann. Telur Jón Steinar að í því máli hafi verið framið dómsmorð, enda hafi Baldur verið dæmdur fyrir háttsemi sem hann var ekki ákærður fyrir. Sérstaka þykkju fyrir ummælin hefur Benedikt Bogason tekið upp og látið stefna Jóni í meiðyrðamáli. Þetta verða áhugaverð réttarhöld á báðum dómsstigum og titringur í lofti vegna ruðningsáhrifanna. Á fundi lögmannafélagsins 24. nóv. sl. taldi formaður þess Jón Steinar hafa brotið siðareglur með afskiptum af máli Baldurs. Gott er nú til þess að vita að lögmenn vilja virða siðareglur. Landsbankinn hefur siðareglur á heimasíðu sinni. Ég hef áður lýst deilum mínum við bankann á síðum Stundarinnar. Þeim er best lýst sem svikamyllu LÍ, þar sem allar siðareglur eru brotnar. Héraðsdómarinn, sem sýknaði mig í máli þessu, tekur fram í dómsorði að ég hafi orðið fyrir óheiðarlegum vinnubrögðum að hálfu bankans. Ætla mætti að hæstaréttardómarinn Benedikt Bogason hefði þurft órækar sannanir frá hálfu lögmanns bankans fyrir sekt minni því allir skulu teljast saklausir uns sekt er sönnuð, segja lögin. Sama dag og BB sneri sýknudómi mínum við voru tveir þekktir misyndismenn sýknaðir af meintu morði á samfanga innan veggja Litla-hrauns vegna vafans á því að hnjaskið sem þeir voru ábyrgir fyrir hafi valdið dauða mannsins. Af hverju naut ég ekki sömu meðferðar, því skv. 65. grein stjórnarskrárinnar skulu allir jafnir fyrir lögum? Ég tel þvi að Benedikt Bogason hafi misbeitt valdi sínu og tek undir með Jóni Steinari, svona eru réttarmorð framin. Kveðja, Einar Valur Ingimundarson
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Kallar veikleiki stjórnmálaflokkanna á þekkt andlit til liðsinnis? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Gervigreind, sýklar, atómsprengjur og allt þetta fína: Hugleiðing um bók eftir Mustafa Suleyman Atli Harðarson skrifar
Ruglaðist Kristrún á flokkum, þegar hún fór í stjórnmál? - Það hefði verið einfaldara fyrir hana, að ganga strax í Framsókn, en að breyta Samfylkingunni í Framsókn Ole Anton Bieltvedt Skoðun