Rúlletta við hestaheilsu Benedikt Bóas skrifar 14. febrúar 2017 17:34 Rúlletta ásamt Ólafi Jónssyni, bónda. mynd/einar ófeigur björnsson „Ég skil ekki hvernig lambið gat lifað í þrjá mánuði og hreinlega ekki dáið úr þorsta. Það er ofar mínum skilning,“ segir bóndinn Ólafur Jónsson á Fjöllum 1 í Öxarfirði. Lambið Rúlletta, eins og Ólafur hefur nefnt, bindur ekki bagga sína sömu hnútum og önnur lömb og dvaldi inn í einni heyrúllunni í hartnær þrjá mánuði. Át sig inn í heyrúllustæðu Ólafs og hafði það að því er virðist nokkuð fínt. Því lá allavega ekkert á að láta finna sig. Ólafur var að sækja heyrúllu, rúma 120 metra frá bænum, og þegar hann lyfti upp einni slíkri blasti stórt gat við honum. Inn í því var lambið. Vissi hann strax að þetta væri lamb númer 146 sem hafði verið saknað í hartnær þrjá mánuði. „Ég er miður mín að þetta hafi gerst aðeins 120 metrum frá húsunum. Ég mátti hreinlega fá mér bjór til að róa mig, einn fyrir svefninn,“ segir hann.Rúlletta er hér í rúllunni sem hún dvaldi í í um þrjá mánuði.mynd/einar ófeigur björnsson„Lambið fer inn í stæðuna og hverfur alveg. Þetta er á þannig stað að ég fer þangað bara á dráttarvél. En það mátti sjá skítaslóðina eftir lambið og hvernig það hefur étið sig inn. Hún var eðlilega mjög stygg og en byrjaði að jórtra alveg um leið og drakk nánast 10 lítra.“ Hann segir að lambið hafi hreinlega ekki geta bakkað og því borðað sig áfram. „Ég kíkti í morgun á Rúllettu hún hefur það nokkuð fínt. Þetta er þrílembingur, sem eru nú yfirleitt minni. Hér hefur ekki fundist fé eftir áramót sem ég man eftir. Það komu einhvern tímann tveir lambhrútar en þetta er þannig svæði að hér finnast ekki lömb eftir áramót.“ Ólafur er miður sín yfir að Rúlletta hafi þurft að dúsa þarna inn í stæðunni í allan þennan tíma svona skammt frá bænum. En hann ætlar að hlaupa undir bagga með að koma lambinu til heilsu. Það er stutt í gleðina hjá Ólafi sem samdi limru í tilefni dagsins:Hún Rúlletta óð undir stæðuog ætlaði að ná sér í fæðuEn hún komst ekki burtog varð því um kjurrtog varð þetta að mikilli mæðuLesendur Vísis eru hvattir til að semja limru eða vísu um Rúllettu og hennar raunir og senda þær á tölvupóstfangið ritstjorn@visir.is. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
„Ég skil ekki hvernig lambið gat lifað í þrjá mánuði og hreinlega ekki dáið úr þorsta. Það er ofar mínum skilning,“ segir bóndinn Ólafur Jónsson á Fjöllum 1 í Öxarfirði. Lambið Rúlletta, eins og Ólafur hefur nefnt, bindur ekki bagga sína sömu hnútum og önnur lömb og dvaldi inn í einni heyrúllunni í hartnær þrjá mánuði. Át sig inn í heyrúllustæðu Ólafs og hafði það að því er virðist nokkuð fínt. Því lá allavega ekkert á að láta finna sig. Ólafur var að sækja heyrúllu, rúma 120 metra frá bænum, og þegar hann lyfti upp einni slíkri blasti stórt gat við honum. Inn í því var lambið. Vissi hann strax að þetta væri lamb númer 146 sem hafði verið saknað í hartnær þrjá mánuði. „Ég er miður mín að þetta hafi gerst aðeins 120 metrum frá húsunum. Ég mátti hreinlega fá mér bjór til að róa mig, einn fyrir svefninn,“ segir hann.Rúlletta er hér í rúllunni sem hún dvaldi í í um þrjá mánuði.mynd/einar ófeigur björnsson„Lambið fer inn í stæðuna og hverfur alveg. Þetta er á þannig stað að ég fer þangað bara á dráttarvél. En það mátti sjá skítaslóðina eftir lambið og hvernig það hefur étið sig inn. Hún var eðlilega mjög stygg og en byrjaði að jórtra alveg um leið og drakk nánast 10 lítra.“ Hann segir að lambið hafi hreinlega ekki geta bakkað og því borðað sig áfram. „Ég kíkti í morgun á Rúllettu hún hefur það nokkuð fínt. Þetta er þrílembingur, sem eru nú yfirleitt minni. Hér hefur ekki fundist fé eftir áramót sem ég man eftir. Það komu einhvern tímann tveir lambhrútar en þetta er þannig svæði að hér finnast ekki lömb eftir áramót.“ Ólafur er miður sín yfir að Rúlletta hafi þurft að dúsa þarna inn í stæðunni í allan þennan tíma svona skammt frá bænum. En hann ætlar að hlaupa undir bagga með að koma lambinu til heilsu. Það er stutt í gleðina hjá Ólafi sem samdi limru í tilefni dagsins:Hún Rúlletta óð undir stæðuog ætlaði að ná sér í fæðuEn hún komst ekki burtog varð því um kjurrtog varð þetta að mikilli mæðuLesendur Vísis eru hvattir til að semja limru eða vísu um Rúllettu og hennar raunir og senda þær á tölvupóstfangið ritstjorn@visir.is.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Færir nýársboðið fram á þrettándann Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira