Erlent

Kúkur leiddi til handtöku innbrotsþjófs

Samúel Karl Ólason skrifar
Rannsóknarlögreglumaður sem AP fréttaveitan ræddi við segir þetta í fyrsta sinn sem hann viti til þess að kúkur hafi leitt til handtöku innbrotsþjófs.
Rannsóknarlögreglumaður sem AP fréttaveitan ræddi við segir þetta í fyrsta sinn sem hann viti til þess að kúkur hafi leitt til handtöku innbrotsþjófs. Vísir/GETTY
Maður sem grunaður er um innbrot var handtekinn vegna þess að hann sturtaði ekki niður í húsi sem hann er sakaður um að hafa brotist inn í. Rannsakendur fundu DNA sýni í kúknum sem Andrew David Jensen mun ekki hafa sturtað niður þegar hann kúkaði í húsi sem hann braust inn í í Thousand Oaks í Bandaríkjunum.

Ránið átti sér stað í október, en Jensen var handtekinn þann 28. júlí, eftir að DNA greiningu lauk.

Rannsóknarlögreglumaður sem AP fréttaveitan ræddi við segir þetta í fyrsta sinn sem hann viti til þess að kúkur hafi leitt til handtöku innbrotsþjófs.



„Þegar fólk hugsar um DNA sýni, hugsar það yfirleitt um hár eða munnvatn,“ sagði Tim Lohman.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×