Hvorki skrítið né erfitt að vera vegan Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 5. janúar 2017 11:45 Þórdís Hermannsdóttir, nýtur þess að elda ljúffenga rétti í eldhúsinu. Mynd/Þórdís Linsubauna- og sætkartöflupottréttur. Mynd/Þórdís. „Áður en ég tók þátt í veganúar 2014 var ég búin að vera grænmetisæta í nokkur ár, þá hafði ég hugsað út í það lengi að verða vegan. Ég var viss um að það væri ómögulegt að lifa án mjólkursúkkulaðis og osts, en ég hafði rangt fyrir mér,“ segir Þórdís Hermannsdóttir, en hún hefur verið vegan í rúmlega eitt og hálft ár og aldrei liðið betur á nokkru öðru mataræði. Nú stendur yfir árlega átakið veganúar sem haldið er allan janúarmánuð til að hvetja fólk til að prófa að vera vegan og hefur nú fjöldi fólks þegar skráð þátttöku sína á Facebook-síðu átaksins og óhætt er að segja að töluverð vitundarvakning sé meðal fólks hvað varðar vegan-lífsstíl. „Það er svo sannarlega vakning í gangi varðandi veganisma, ótrúlegasta fólk er farið að stíga skref í þessa átt. Fólk er farið að átta sig á því að þetta er hvorki skrítið né erfitt. Veganúar er æðislegt fyrirbæri, í hverjum janúarmánuði er fólk hvatt til að prófa að sleppa öllum dýraafurðum. Markmiðið er að vekja sem flesta til umhugsunar um það hvaða áhrif neysla dýraafurða hefur á svo margt í kringum okkur, ekki bara dýrin og okkur sjálf heldur einnig umhverfið,“ útskýrir Þórdís. Það getur verið snúið að finna einfaldar og skemmtilegar uppskriftir til að prófa sig áfram í veganúar svo fréttablaðið fékk Þórdísi til að deila með okkur einfaldri og góðri uppskrift, sem allir geta nýtt sér. „Einn af mínum uppáhalds réttum er linsubauna- og sætkartöflupottréttur sem ég hef verið að þróa, þetta er auðveld uppskrift sem bragðast vel,“ segir Þórdís og hvetur alla til að prófa.Linsubauna- og sætkartöflupottréttur 1 sæt kartafla 4 hvítlauksrif 1 cm engiferrót 2/3 bolli rauðar linsubaunir 3 tsk. rautt karrímauk (passa að það sé vegan) 1 lítil dós tómatmauk 3 bollar grænmetissoð (vatn og grænmetiskraftur) ½ tsk. túrmerik 2 tsk. kókosolía 2 tsk. agavesírópAðferð: Hvítlaukur, engifer og kartöflur eru steikt upp úr kókosolíu í nokkrar mínútur. Karrímauki er svo bætt við og hrært í tvær mínútur. Næst er tómatmauki og grænmetissoði hrært saman við. Linsubaunum, sírópi og túrmeriki er svo bætt við og suðan látin koma upp á meðan hrært er í pottinum. Eftir að suðan kemur upp er hitinn lækkaður og rétturinn látinn malla í um tuttugu mínútur eða þar til linsurnar eru orðnar mjúkar. Svo er um að gera að smakka og bæta við kryddi eftir smekk. Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira
Linsubauna- og sætkartöflupottréttur. Mynd/Þórdís. „Áður en ég tók þátt í veganúar 2014 var ég búin að vera grænmetisæta í nokkur ár, þá hafði ég hugsað út í það lengi að verða vegan. Ég var viss um að það væri ómögulegt að lifa án mjólkursúkkulaðis og osts, en ég hafði rangt fyrir mér,“ segir Þórdís Hermannsdóttir, en hún hefur verið vegan í rúmlega eitt og hálft ár og aldrei liðið betur á nokkru öðru mataræði. Nú stendur yfir árlega átakið veganúar sem haldið er allan janúarmánuð til að hvetja fólk til að prófa að vera vegan og hefur nú fjöldi fólks þegar skráð þátttöku sína á Facebook-síðu átaksins og óhætt er að segja að töluverð vitundarvakning sé meðal fólks hvað varðar vegan-lífsstíl. „Það er svo sannarlega vakning í gangi varðandi veganisma, ótrúlegasta fólk er farið að stíga skref í þessa átt. Fólk er farið að átta sig á því að þetta er hvorki skrítið né erfitt. Veganúar er æðislegt fyrirbæri, í hverjum janúarmánuði er fólk hvatt til að prófa að sleppa öllum dýraafurðum. Markmiðið er að vekja sem flesta til umhugsunar um það hvaða áhrif neysla dýraafurða hefur á svo margt í kringum okkur, ekki bara dýrin og okkur sjálf heldur einnig umhverfið,“ útskýrir Þórdís. Það getur verið snúið að finna einfaldar og skemmtilegar uppskriftir til að prófa sig áfram í veganúar svo fréttablaðið fékk Þórdísi til að deila með okkur einfaldri og góðri uppskrift, sem allir geta nýtt sér. „Einn af mínum uppáhalds réttum er linsubauna- og sætkartöflupottréttur sem ég hef verið að þróa, þetta er auðveld uppskrift sem bragðast vel,“ segir Þórdís og hvetur alla til að prófa.Linsubauna- og sætkartöflupottréttur 1 sæt kartafla 4 hvítlauksrif 1 cm engiferrót 2/3 bolli rauðar linsubaunir 3 tsk. rautt karrímauk (passa að það sé vegan) 1 lítil dós tómatmauk 3 bollar grænmetissoð (vatn og grænmetiskraftur) ½ tsk. túrmerik 2 tsk. kókosolía 2 tsk. agavesírópAðferð: Hvítlaukur, engifer og kartöflur eru steikt upp úr kókosolíu í nokkrar mínútur. Karrímauki er svo bætt við og hrært í tvær mínútur. Næst er tómatmauki og grænmetissoði hrært saman við. Linsubaunum, sírópi og túrmeriki er svo bætt við og suðan látin koma upp á meðan hrært er í pottinum. Eftir að suðan kemur upp er hitinn lækkaður og rétturinn látinn malla í um tuttugu mínútur eða þar til linsurnar eru orðnar mjúkar. Svo er um að gera að smakka og bæta við kryddi eftir smekk.
Mest lesið „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna Lífið Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Lífið Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Lífið Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Fleiri fréttir Gæti vaknað einn daginn og ætlað á þing Kannast ekki við að vera genginn til liðs við Samfylkinguna „Sílíkon er eitthvað sem mun fara með mér í gröfina“ Aron Can og Erna selja en elska eldhúsbúrið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Sjá meira