Lífið

Algjörir girl power-útgáfutónleikar

Guðný Hrönn skrifar
Herdís Stefánsdóttir og Thelma Marín Jónsdóttir skipa sveitina East of my Youth .
Herdís Stefánsdóttir og Thelma Marín Jónsdóttir skipa sveitina East of my Youth . Mynd/Pauline Batista
Hljómsveitin East of my Youth mun halda útgáfutónleika á Húrra í kvöld í tilefni þess að fyrsta plata sveitarinnar er að koma út. Herdís Stefánsdóttir, annar helmingur hljómsveitarinnar, lofar góðum tónleikum en Glowie og Hildur Kristín Stefánsdóttir munu stíga á sviðið á undan East of my Youth.

„Við ákváðum að hafa þetta bara algjöra svona „girl power“-tónleika. Þær Glowie og Hildur eru líka snillar. Þetta verða mögulega tónleikar ársins,“ segir Herdís og hlær. Hún skipar sveitina ásamt Thelmu Marín Jónsdóttur.

Þess má geta að fyrsta plata East of my Youth kemur út föstudaginn 13. janúar. „En við erum að fara á tónleikaferðalag og verðum erlendis í svolítinn tíma, þannig að við urðum að halda útgáfutónleikana snemma. Á tónleikunum fær fólk því tækifæri til að hlusta á plötuna og kaupa hana áður en hún raunverulega kemur út,“ segir Herdís.

Útgáfutóleikarnir hefjast klukkan 21:00 og miðaverð er 2.000 krónur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×