Klárum verkið Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 18. október 2017 07:00 Hagtölur benda til þess að ungt fólk sé í verri stöðu nú á Íslandi en áður. Atvinnutækifærin eru færri, launin eru lægri, eignamyndunin er minni og húsnæðisvandinn snertir öll heimili landsins. Hætta er á að börnin okkar leiti tækifæranna annars staðar frekar en hérlendis, ef ekkert er að gert. Húsnæðisvandinn er grafalvarlegt mál sem við verðum að finna lausn á. Bæta þarf aðgengi að fjármagni, fella niður afborganir námslána og auka framboð af íbúðum víðsvegar um landið.Svissneska leiðin Framsókn vill að ungu fólki verði heimilt að taka út iðgjald sem það hefur lagt í lífeyrissjóð og nýta sem útborgun við íbúðarkaup. Í Sviss hefur þessi leið nýst vel til að auðvelda fólki að eignast eigið húsnæði. Hægt er að nýta hluta af lífeyrissjóði sem útborgun og þarf því ekki að greiða vexti til bankana inn á lán af þeirri fjárhæð. Þegar íbúðin er seld er iðgjaldinu skilað aftur inn í lífeyrissjóðinn. Það er bein fjárfesting til þeirra sem nýta. Lífeyrissjóðurinn er á fyrsta veðrétti og fær því allt sitt til baka. Leiðin skaðar auk þess ekki þá sem nýta sér ekki úrræðið. Þeirra iðgjald er enn inni í viðkomandi lífeyrissjóði og hann sér um ávöxtun á þeim fjármunum. Útfærsluatriði er hvenær lífeyrissjóðurinn fær sitt til baka. Gæti verið við 50 ára aldur. Þá hefur eign í íbúðinni aukist og viðkomandi getur ráðið hvort hann borgar það sama til baka og var tekið út eða greiðir meira.Þungur baggi Á sama tíma og ungt fólk með börn er að reyna að eignast heimili eru námslánin oftar en ekki þungur baggi í heimilisrekstri. Framsókn vill að ungt fólk geti frestað afborgunum á námslánum sínum í fimm ár við kaup á fyrstu íbúð. Jafnframt þarf að koma hreyfingu á húsnæðismarkaðinn með því að auka framboðið af íbúðum. Framsókn vill að í samstarfi við lífeyrissjóðina verði fjárfestir minnst 10 milljarðar árlega til uppbyggingar á 300 hagkvæmum íbúðum og hjúkrunarrýmum fyrir eldra fólkið. Klárum nú verkið og búum til stöðugleika í samfélaginu. Getum við ekki öll verið sammála um það? Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kosningar 2017 Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þröng Sýn Hallmundur Albertsson skrifar Skoðun Er Hvammsvirkjun virkilega þess virði? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Á íslensku má alltaf finna svar Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Útvarp sumra landsmanna Ingvar S. Birgisson skrifar Skoðun Háskóli sem griðastaður Bryndís Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Hagtölur benda til þess að ungt fólk sé í verri stöðu nú á Íslandi en áður. Atvinnutækifærin eru færri, launin eru lægri, eignamyndunin er minni og húsnæðisvandinn snertir öll heimili landsins. Hætta er á að börnin okkar leiti tækifæranna annars staðar frekar en hérlendis, ef ekkert er að gert. Húsnæðisvandinn er grafalvarlegt mál sem við verðum að finna lausn á. Bæta þarf aðgengi að fjármagni, fella niður afborganir námslána og auka framboð af íbúðum víðsvegar um landið.Svissneska leiðin Framsókn vill að ungu fólki verði heimilt að taka út iðgjald sem það hefur lagt í lífeyrissjóð og nýta sem útborgun við íbúðarkaup. Í Sviss hefur þessi leið nýst vel til að auðvelda fólki að eignast eigið húsnæði. Hægt er að nýta hluta af lífeyrissjóði sem útborgun og þarf því ekki að greiða vexti til bankana inn á lán af þeirri fjárhæð. Þegar íbúðin er seld er iðgjaldinu skilað aftur inn í lífeyrissjóðinn. Það er bein fjárfesting til þeirra sem nýta. Lífeyrissjóðurinn er á fyrsta veðrétti og fær því allt sitt til baka. Leiðin skaðar auk þess ekki þá sem nýta sér ekki úrræðið. Þeirra iðgjald er enn inni í viðkomandi lífeyrissjóði og hann sér um ávöxtun á þeim fjármunum. Útfærsluatriði er hvenær lífeyrissjóðurinn fær sitt til baka. Gæti verið við 50 ára aldur. Þá hefur eign í íbúðinni aukist og viðkomandi getur ráðið hvort hann borgar það sama til baka og var tekið út eða greiðir meira.Þungur baggi Á sama tíma og ungt fólk með börn er að reyna að eignast heimili eru námslánin oftar en ekki þungur baggi í heimilisrekstri. Framsókn vill að ungt fólk geti frestað afborgunum á námslánum sínum í fimm ár við kaup á fyrstu íbúð. Jafnframt þarf að koma hreyfingu á húsnæðismarkaðinn með því að auka framboðið af íbúðum. Framsókn vill að í samstarfi við lífeyrissjóðina verði fjárfestir minnst 10 milljarðar árlega til uppbyggingar á 300 hagkvæmum íbúðum og hjúkrunarrýmum fyrir eldra fólkið. Klárum nú verkið og búum til stöðugleika í samfélaginu. Getum við ekki öll verið sammála um það? Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar
Skoðun Olnbogabörn ríkisins góðan dag Vigdís Gunnarsdóttir,Stefanía Hulda Marteinsdóttir,Þuríður Sverrisdóttir,Júnía Kristín Sigurðardóttir skrifar