Frelsi fjórða valdsins Oktavía Hrund Jónsdóttir skrifar 18. október 2017 15:30 Síðastliðin 12 ár hef ég unnið við öryggismál sem alþjóðlegur ráðgjafi og þá með sérstaka áherslu á fjölmiðla og blaðamenn. Sótt er að frjálsri fjölmiðlun úr mörgum áttum og því mikilvægt að við öll séum meðvituð um hættuna sem afskipti stjórnvalda af blaðamennsku skapa og hvað almenningur getur gert til að styðja við rannsóknarblaðamennsku og frelsi almennt. En hvers vegna er fjórða valdið eins og það er kallað mér svona ofsalega mikilvægt? Jú, því ég staðfastlega trúi því að við þrífumst sem allra best í frjálsri menningu og hún þarf öryggi til að blómstra. Öryggi sem er ekki til staðar nema almenningur hafi aðgang að upplýsingum og geti því tekið upplýstar ákvarðanir. Þegar ég flutti heim til Íslands eftir birtingu Panamaskjalanna á síðasta ári hafði ég miklar væntingar. Ég hafði verið lengi burtu við störf mín en var nokkuð viss um að ástandið hérlendis væri mun betra en í þeim löndum sem ég hef starfað í síðasta áratug, sérstaklega þegar kemur að fjórða valdinu. En svo var því miður ekki. Fjölmiðlar í mismunandi löndum vinna í mismunandi aðstæðum. Á Íslandi þurfa fjölmiðlar sem betur fer ekki að beinlínis óttast eða hræðast ríkisvaldið en þeir glíma við annars konar óvin. Sá óvinur er óvissan, og hún kemur með þöggun, óöryggi og ýmis áhrif sem gerir blaðamennsku á Íslandi erfiða. Staða fjórða valdsins er sérstök og getur verið ákaflega viðkvæm, en mikilvægi þess er ótvírætt. Því það er fjórða valdið, fjölmiðlar, frjáls og óháð blaðamennska, sem veitir ríkisvaldinu aðhald og verndar okkur öll. Fjölmiðlun, þegar hún er frjáls og óháð, starfar í þágu almennings. Hún starfar óháð valdi og valdsáhrifum. Hún starfar oftast á milli almennings og ríkisvalds og miðlar upplýsingagjöf, veitir ríkisstjórnum aðhald til að sinna þeirra vinnu í þágu okkar allra og spyr spurninga sem liggja á hjarta almennings. Uppskriftin að frjálsum og óháðum fjölmiðli er engin erfið frönsk terta;1. Tryggja skal að þeir starfi óháð valdatengslum, peningaöflum og sérhagsmunum.2. Tryggja skal vernd þeirra í lögum og að lögin tryggi að árásir eða óeðlilegur þrýstingur og tengsl geta ekki þaggað niður í þeirra starfi í þágu almennings.3. Tryggja þarf aðgengi þeirra að gögnum svo þeir geti veitt aðhald. Í minni þingvaramennsku lá borðleggjandi fyrir mér að spyrja dómsmálaráðherra út í akkúrat þetta og fékk engin svör. Ekkert annað en að gott væri að Mannréttindadómstól Evrópu væri til og að einstaklingar gætu nýtt sér þennan möguleika. (https://www.althingi.is/altext/raeda/146/rad20170320T153142.html) Það er ekki spurning í mínum huga að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur brotið á frjálsum og óháðum fjölmiðlum á Íslandi með lögbanninu. Ég vona að réttarkerfið okkar staðfesti það. Það breytir því ekki að skaðinn er skeður og traust almennings á kerfinu liggur í valnum. Í litlu samfélagi eins og Íslandi er gagnsæi og staða fjölmiðla svo nátengd að það samband endurspeglar síðan stöðu lýðræðisins í landinu. Því er full ástæða til að mótmæla banninu og hafa áhyggjur af þeirri vegferð sem íslensk stjórnvöld eru á. Spurningin sem ég velti fyrir mér núna er hvers vegna þetta víðtæka bann? Og í þágu hvers? - Því það er ekki í þágu almennings. Málið snýst í sínum kjarna um vinnubrögð. Heilbrigð og gagnsæ vinnubrögð ríkisvaldsins og löggjöf án undanþágu þeirra valdmiklu. Þetta ætti ekki að vera flokksbundin skoðun heldur ósk landsmanna, því það er í okkar þágu að fjórða valdið starfi óháð. Alþingi tók undir þessi orð fyrir 8 árum síðan og vildi að Ísland skapaði sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis (https://www.althingi.is/altext/138/s/0688.html). Það er komin tími til að seta tjáningarfrelsi og upplýsingafrelsi í fyrsta sæti. Það er grundvallaratriði fyrir þær kerfisbreytingar sem við viljum sjá og þær breytingar sem Ísland þarf á að halda í framtíðinni okkar. Höfundur er varaþingkona Pírata í Suðurkjördæmi, skipar 2. sæti á lista Pírata í Kraganum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Kosningar 2017 Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Sátt um laun kennara Guðríður Arnardóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Til stuðnings Fjarðarheiðargöngum Glúmur Björnsson skrifar Skoðun Út með slæma vana, inn með gleði og frið Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Markaðsmál eru ekki aukaatriði – þau eru grunnstoð Garðar Ingi Leifsson skrifar Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Að læra nýtt tungumál er maraþon, ekki spretthlaup Ólafur G. Skúlason skrifar Skoðun Mannréttindi í mótvindi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Passaðu púlsinn í desember Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Að klifra upp í tunnurnar var bara byrjunin Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Síðastliðin 12 ár hef ég unnið við öryggismál sem alþjóðlegur ráðgjafi og þá með sérstaka áherslu á fjölmiðla og blaðamenn. Sótt er að frjálsri fjölmiðlun úr mörgum áttum og því mikilvægt að við öll séum meðvituð um hættuna sem afskipti stjórnvalda af blaðamennsku skapa og hvað almenningur getur gert til að styðja við rannsóknarblaðamennsku og frelsi almennt. En hvers vegna er fjórða valdið eins og það er kallað mér svona ofsalega mikilvægt? Jú, því ég staðfastlega trúi því að við þrífumst sem allra best í frjálsri menningu og hún þarf öryggi til að blómstra. Öryggi sem er ekki til staðar nema almenningur hafi aðgang að upplýsingum og geti því tekið upplýstar ákvarðanir. Þegar ég flutti heim til Íslands eftir birtingu Panamaskjalanna á síðasta ári hafði ég miklar væntingar. Ég hafði verið lengi burtu við störf mín en var nokkuð viss um að ástandið hérlendis væri mun betra en í þeim löndum sem ég hef starfað í síðasta áratug, sérstaklega þegar kemur að fjórða valdinu. En svo var því miður ekki. Fjölmiðlar í mismunandi löndum vinna í mismunandi aðstæðum. Á Íslandi þurfa fjölmiðlar sem betur fer ekki að beinlínis óttast eða hræðast ríkisvaldið en þeir glíma við annars konar óvin. Sá óvinur er óvissan, og hún kemur með þöggun, óöryggi og ýmis áhrif sem gerir blaðamennsku á Íslandi erfiða. Staða fjórða valdsins er sérstök og getur verið ákaflega viðkvæm, en mikilvægi þess er ótvírætt. Því það er fjórða valdið, fjölmiðlar, frjáls og óháð blaðamennska, sem veitir ríkisvaldinu aðhald og verndar okkur öll. Fjölmiðlun, þegar hún er frjáls og óháð, starfar í þágu almennings. Hún starfar óháð valdi og valdsáhrifum. Hún starfar oftast á milli almennings og ríkisvalds og miðlar upplýsingagjöf, veitir ríkisstjórnum aðhald til að sinna þeirra vinnu í þágu okkar allra og spyr spurninga sem liggja á hjarta almennings. Uppskriftin að frjálsum og óháðum fjölmiðli er engin erfið frönsk terta;1. Tryggja skal að þeir starfi óháð valdatengslum, peningaöflum og sérhagsmunum.2. Tryggja skal vernd þeirra í lögum og að lögin tryggi að árásir eða óeðlilegur þrýstingur og tengsl geta ekki þaggað niður í þeirra starfi í þágu almennings.3. Tryggja þarf aðgengi þeirra að gögnum svo þeir geti veitt aðhald. Í minni þingvaramennsku lá borðleggjandi fyrir mér að spyrja dómsmálaráðherra út í akkúrat þetta og fékk engin svör. Ekkert annað en að gott væri að Mannréttindadómstól Evrópu væri til og að einstaklingar gætu nýtt sér þennan möguleika. (https://www.althingi.is/altext/raeda/146/rad20170320T153142.html) Það er ekki spurning í mínum huga að Sýslumaðurinn á höfuðborgarsvæðinu hefur brotið á frjálsum og óháðum fjölmiðlum á Íslandi með lögbanninu. Ég vona að réttarkerfið okkar staðfesti það. Það breytir því ekki að skaðinn er skeður og traust almennings á kerfinu liggur í valnum. Í litlu samfélagi eins og Íslandi er gagnsæi og staða fjölmiðla svo nátengd að það samband endurspeglar síðan stöðu lýðræðisins í landinu. Því er full ástæða til að mótmæla banninu og hafa áhyggjur af þeirri vegferð sem íslensk stjórnvöld eru á. Spurningin sem ég velti fyrir mér núna er hvers vegna þetta víðtæka bann? Og í þágu hvers? - Því það er ekki í þágu almennings. Málið snýst í sínum kjarna um vinnubrögð. Heilbrigð og gagnsæ vinnubrögð ríkisvaldsins og löggjöf án undanþágu þeirra valdmiklu. Þetta ætti ekki að vera flokksbundin skoðun heldur ósk landsmanna, því það er í okkar þágu að fjórða valdið starfi óháð. Alþingi tók undir þessi orð fyrir 8 árum síðan og vildi að Ísland skapaði sér afgerandi lagalega sérstöðu varðandi vernd tjáningar- og upplýsingafrelsis (https://www.althingi.is/altext/138/s/0688.html). Það er komin tími til að seta tjáningarfrelsi og upplýsingafrelsi í fyrsta sæti. Það er grundvallaratriði fyrir þær kerfisbreytingar sem við viljum sjá og þær breytingar sem Ísland þarf á að halda í framtíðinni okkar. Höfundur er varaþingkona Pírata í Suðurkjördæmi, skipar 2. sæti á lista Pírata í Kraganum.
Skoðun Orkuþörf í íslenskum matvælaiðnaði á landsbyggðinni Sigurður Blöndal,Alexander Schepsky skrifar
Skoðun Vanhugsuð kílómetragjöld og vantalin skattahækkun á árinu 2026 Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar