Icelandic lamb nær til erlendra ferðamanna Svavar Halldórsson skrifar 29. desember 2017 07:00 Nú er senn að ljúka fyrsta heila starfsári markaðsstofunnar Icelandic lamb. Hlutverk hennar er m.a. að kynna íslenskt lambakjöt, ull og aðrar sauðfjárafurðir fyrir erlendum ferðamönnum. Þetta er í fyrsta skipti sem það hefur verið gert með skipulögðum hætti. Starfið hverfist um eitt sameiginlegt merki sem táknar gæði, hreinleika og sérstöðu.40 milljón snertingar á netinu Icelandic lamb heldur úti öflugri samfélagsmiðlaherferð sem hefur skilað um 40 milljón snertingum. Þetta er fjórfalt það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Um 50 myndbönd eru í dreifingu á vefnum ásamt öðru efni. Einstaka myndbönd hafa fengið allt að sjö þúsund deilingar sem er framúrskarandi á alla mælikvarða. Herferðin hefur verið verðlaunuð af FÍT, tilnefnd til evrópsku ADCE verðlaunanna og norrænu Emblu-verðlaunanna. Um 150 innlendir aðilar í nýsköpun, hönnun, verslun, úrvinnslu eða veitingarekstri eru í samstarfi við Icelandic lamb. Þar af eru rúmlega hundrað veitingastaðir af öllum stærðum og gerðum. Staðirnir setja lambakjöt í öndvegi og merkið er áberandi inni á stöðunum, á heimasíðum þeirra og víðar. Þetta samstarf hefur skilað sér greinilega í töluvert aukinni sölu.30% þekkja merkið Samkvæmt nýrri Gallup-könnun meðal erlendra ferðamanna kom í ljós að um 30% þekkja merkið og hafa á því jákvæða skoðun. Þessi niðurstaða er framar björtustu vonum. Undirritaður og aðrir sem að verkefninu standa þóttu bjartsýnir þegar þeir gerðu sér vonir um að ná til 10% erlendra ferðamanna á fyrsta heila starfsárinu. Könnunin sýnir einnig að 52% erlendu ferðamannanna borða íslenskt lambakjöt á veitingastöðum. Flestir bara einu sinni en margir oftar. Aðeins 15% keyptu sér hins vegar íslenskt lambakjöt úti í búð. Ljóst er að þar eru mikil sóknarfæri en aukin samvinna við íslenskar smásöluverslanir er einmitt ein helsta áhersla Icelandic lamb fyrir árið 2018. Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandic lamb. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Nú er senn að ljúka fyrsta heila starfsári markaðsstofunnar Icelandic lamb. Hlutverk hennar er m.a. að kynna íslenskt lambakjöt, ull og aðrar sauðfjárafurðir fyrir erlendum ferðamönnum. Þetta er í fyrsta skipti sem það hefur verið gert með skipulögðum hætti. Starfið hverfist um eitt sameiginlegt merki sem táknar gæði, hreinleika og sérstöðu.40 milljón snertingar á netinu Icelandic lamb heldur úti öflugri samfélagsmiðlaherferð sem hefur skilað um 40 milljón snertingum. Þetta er fjórfalt það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Um 50 myndbönd eru í dreifingu á vefnum ásamt öðru efni. Einstaka myndbönd hafa fengið allt að sjö þúsund deilingar sem er framúrskarandi á alla mælikvarða. Herferðin hefur verið verðlaunuð af FÍT, tilnefnd til evrópsku ADCE verðlaunanna og norrænu Emblu-verðlaunanna. Um 150 innlendir aðilar í nýsköpun, hönnun, verslun, úrvinnslu eða veitingarekstri eru í samstarfi við Icelandic lamb. Þar af eru rúmlega hundrað veitingastaðir af öllum stærðum og gerðum. Staðirnir setja lambakjöt í öndvegi og merkið er áberandi inni á stöðunum, á heimasíðum þeirra og víðar. Þetta samstarf hefur skilað sér greinilega í töluvert aukinni sölu.30% þekkja merkið Samkvæmt nýrri Gallup-könnun meðal erlendra ferðamanna kom í ljós að um 30% þekkja merkið og hafa á því jákvæða skoðun. Þessi niðurstaða er framar björtustu vonum. Undirritaður og aðrir sem að verkefninu standa þóttu bjartsýnir þegar þeir gerðu sér vonir um að ná til 10% erlendra ferðamanna á fyrsta heila starfsárinu. Könnunin sýnir einnig að 52% erlendu ferðamannanna borða íslenskt lambakjöt á veitingastöðum. Flestir bara einu sinni en margir oftar. Aðeins 15% keyptu sér hins vegar íslenskt lambakjöt úti í búð. Ljóst er að þar eru mikil sóknarfæri en aukin samvinna við íslenskar smásöluverslanir er einmitt ein helsta áhersla Icelandic lamb fyrir árið 2018. Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandic lamb.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar