Icelandic lamb nær til erlendra ferðamanna Svavar Halldórsson skrifar 29. desember 2017 07:00 Nú er senn að ljúka fyrsta heila starfsári markaðsstofunnar Icelandic lamb. Hlutverk hennar er m.a. að kynna íslenskt lambakjöt, ull og aðrar sauðfjárafurðir fyrir erlendum ferðamönnum. Þetta er í fyrsta skipti sem það hefur verið gert með skipulögðum hætti. Starfið hverfist um eitt sameiginlegt merki sem táknar gæði, hreinleika og sérstöðu.40 milljón snertingar á netinu Icelandic lamb heldur úti öflugri samfélagsmiðlaherferð sem hefur skilað um 40 milljón snertingum. Þetta er fjórfalt það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Um 50 myndbönd eru í dreifingu á vefnum ásamt öðru efni. Einstaka myndbönd hafa fengið allt að sjö þúsund deilingar sem er framúrskarandi á alla mælikvarða. Herferðin hefur verið verðlaunuð af FÍT, tilnefnd til evrópsku ADCE verðlaunanna og norrænu Emblu-verðlaunanna. Um 150 innlendir aðilar í nýsköpun, hönnun, verslun, úrvinnslu eða veitingarekstri eru í samstarfi við Icelandic lamb. Þar af eru rúmlega hundrað veitingastaðir af öllum stærðum og gerðum. Staðirnir setja lambakjöt í öndvegi og merkið er áberandi inni á stöðunum, á heimasíðum þeirra og víðar. Þetta samstarf hefur skilað sér greinilega í töluvert aukinni sölu.30% þekkja merkið Samkvæmt nýrri Gallup-könnun meðal erlendra ferðamanna kom í ljós að um 30% þekkja merkið og hafa á því jákvæða skoðun. Þessi niðurstaða er framar björtustu vonum. Undirritaður og aðrir sem að verkefninu standa þóttu bjartsýnir þegar þeir gerðu sér vonir um að ná til 10% erlendra ferðamanna á fyrsta heila starfsárinu. Könnunin sýnir einnig að 52% erlendu ferðamannanna borða íslenskt lambakjöt á veitingastöðum. Flestir bara einu sinni en margir oftar. Aðeins 15% keyptu sér hins vegar íslenskt lambakjöt úti í búð. Ljóst er að þar eru mikil sóknarfæri en aukin samvinna við íslenskar smásöluverslanir er einmitt ein helsta áhersla Icelandic lamb fyrir árið 2018. Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandic lamb. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Nú er senn að ljúka fyrsta heila starfsári markaðsstofunnar Icelandic lamb. Hlutverk hennar er m.a. að kynna íslenskt lambakjöt, ull og aðrar sauðfjárafurðir fyrir erlendum ferðamönnum. Þetta er í fyrsta skipti sem það hefur verið gert með skipulögðum hætti. Starfið hverfist um eitt sameiginlegt merki sem táknar gæði, hreinleika og sérstöðu.40 milljón snertingar á netinu Icelandic lamb heldur úti öflugri samfélagsmiðlaherferð sem hefur skilað um 40 milljón snertingum. Þetta er fjórfalt það sem áætlanir gerðu ráð fyrir. Um 50 myndbönd eru í dreifingu á vefnum ásamt öðru efni. Einstaka myndbönd hafa fengið allt að sjö þúsund deilingar sem er framúrskarandi á alla mælikvarða. Herferðin hefur verið verðlaunuð af FÍT, tilnefnd til evrópsku ADCE verðlaunanna og norrænu Emblu-verðlaunanna. Um 150 innlendir aðilar í nýsköpun, hönnun, verslun, úrvinnslu eða veitingarekstri eru í samstarfi við Icelandic lamb. Þar af eru rúmlega hundrað veitingastaðir af öllum stærðum og gerðum. Staðirnir setja lambakjöt í öndvegi og merkið er áberandi inni á stöðunum, á heimasíðum þeirra og víðar. Þetta samstarf hefur skilað sér greinilega í töluvert aukinni sölu.30% þekkja merkið Samkvæmt nýrri Gallup-könnun meðal erlendra ferðamanna kom í ljós að um 30% þekkja merkið og hafa á því jákvæða skoðun. Þessi niðurstaða er framar björtustu vonum. Undirritaður og aðrir sem að verkefninu standa þóttu bjartsýnir þegar þeir gerðu sér vonir um að ná til 10% erlendra ferðamanna á fyrsta heila starfsárinu. Könnunin sýnir einnig að 52% erlendu ferðamannanna borða íslenskt lambakjöt á veitingastöðum. Flestir bara einu sinni en margir oftar. Aðeins 15% keyptu sér hins vegar íslenskt lambakjöt úti í búð. Ljóst er að þar eru mikil sóknarfæri en aukin samvinna við íslenskar smásöluverslanir er einmitt ein helsta áhersla Icelandic lamb fyrir árið 2018. Höfundur er framkvæmdastjóri Icelandic lamb.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar