Innlent

Veittist að unglingum í Laugardalnum

Atli Ísleifsson skrifar
Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu höfðu í ýmsu að snúast í nótt.
Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu höfðu í ýmsu að snúast í nótt. Vísir/Daníel
Lögreglu á höfuðborgarsvæðinu barst tilkynning um mann sem veittist að unglingum í Laugardal í Reykjavík skömmu fyrir klukkan 1 í nótt.

Í dagbók lögreglu segir að hann hafi slegið einn úr hópnum og kastað að þeim einhverjum vökva. Ekki er greint nánar frá málavöxtum.

Skömmu fyrir klukkan 19 í gærkvöldi var umferðaróhapp á horni Bergstaðastrætis og Skólavörðustígs. Var þar ekið á konu sem kastast í götuna. Henni var ekið á slysadeild til aðhlynningar, en hún var með verki í úlnliðum og brjóstkassa.

Um klukkan eitt var maður í annarlegu ástandi handtekinn í Ingólfsstræti grunaður um brot á áfengislögum. Hann fór ekki að fyrirmælum lögreglu, neitaði að gefa upp kennitölu og var vistaður í fangageymslu sökum ástands.

Í Skeifunni var ungur maður handtekinn grunaður um veggjakrot. Hann var látinn laus að lokinni skýrslutöku.

Skömmu eftir miðnætti var veitingastað lokað í Kópavogi þar sem engir dyraverðir voru þar starfandi.

Afskipti voru höfð af alls þrettán ökumönnum vegna gruns um akstur bifreiðar undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna, sviptir ökuréttinum og vörslu fíkniefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×