„Ef ég hefði ekki bremsað og hinn hefði ekki bremsað hefði það endað með því að einhver hefði dáið“ Erna Agnes Sigurgeirsdóttir skrifar 1. ágúst 2017 12:19 Engar eftirlitsmyndavélar eru á svæðinu. Skjáskot „Hann negldi niður. Ef ég hefði ekki bremsað og hinn hefði ekki bremsað hefði það endað með því að einhver hefði dáið,“ segir Gunnar Yngvi Rúnarsson, vöruflutningabílstjóri. Gunnar lenti í því í gær að maður tók fram úr honum og litlu munaði að stórslys yrði. Atvikið átti sér stað fyrir austan, á Háreksstaðarleið, rétt við afleggjarann við Vopnafjörð. Gunnar birti myndband af atvikinu á Facebook síðu sinni. Þar má sjá mann í framúrakstri, keyra á ógnarhraða og vera hársbreidd frá því að lenda framan á bíl á hinum vegarhelmingnum. Þá má einnig sjá þar, í byrjun myndbandsins, lítinn flutningabíl sem virðist vera í þann mund að beygja fyrir Gunnar.Fer leiðina á hverjum degiGunnar segist keyra þessa leið alla daga og að ástandið sé að versna. Hann telur þetta líklega hafa verið bílaleigubíl. „Ég gef alltaf stefnuljós til vinstri ef ég sé að hann ætlar að taka fram úr og það er að koma bíll á móti. Þarna var ég búin að vera með stefnuljósið á alveg töluvert lengi til vinstri og ég var búin að sveigja einu sinni fyrir hann svo hann myndi ekki fara fram úr. Svo um leið og ég var komin inn á minn kant til að mæta hinum bílnum, þá fer hann fram úr,“ segir Gunnar og nefnir að hann hafi ekki mætt bíl í rúmar tuttugu mínútur eftir þetta.Engar myndavélarGunnar segir engar myndavélar vera á svæðinu. Aðspurður um viðbrögð hjá þeim sem séu að keyra þjóðvegina að atvinnu segir Gunnar þess konar glæfraakstur vera að aukast og rætt sé um það þeirra á meðal. Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, staðfestir í samtali við Vísi að engar myndavélar séu á svæðinu en þeir reyni hvað þeir geti að sinna eftirliti þar. „Það eru hraðamyndavélar í göngum en svo er þetta bara á örfáum stöðum á landinu þar sem eru hraðamyndavélar við þjóðveginn,“ segir Jónas. Hann segir að þeir séu ekki að fá mikið af tilkynningum en þeir viti af því að á þessum stað sé nokkuð um glæfraakstur. Þeir hafi tekið vaktir þarna þar sem þeir hafa skráð hátt í 25 tilfelli á einum degi.Þyngri umferðJónas segir að umferð á þjóðveginum hafi orðið þyngri eftir að ferðamönnum fjölgaði hér á landi. Þjóðvegirnir beri margir ekki allan þennan fjölda Þá séu einnig augljóst að ökuþórar hafi minni þolinmæði en áður og taki meiri áhættu. „Fólk hefur enga þolinmæði til að vera í umferðinni. Það er orðið margt í umferðinni víða og það eru allskonar farartæki,“ segir Jónas. Þá sé líka mismunandi þekking á vegum landsins sem og á þeim ökutækjum sem fólk stýrir. Jónas segir að þeir muni skoða allar upplýsingar sem þeir fá og reyna að gera það sem hægt er. Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira
„Hann negldi niður. Ef ég hefði ekki bremsað og hinn hefði ekki bremsað hefði það endað með því að einhver hefði dáið,“ segir Gunnar Yngvi Rúnarsson, vöruflutningabílstjóri. Gunnar lenti í því í gær að maður tók fram úr honum og litlu munaði að stórslys yrði. Atvikið átti sér stað fyrir austan, á Háreksstaðarleið, rétt við afleggjarann við Vopnafjörð. Gunnar birti myndband af atvikinu á Facebook síðu sinni. Þar má sjá mann í framúrakstri, keyra á ógnarhraða og vera hársbreidd frá því að lenda framan á bíl á hinum vegarhelmingnum. Þá má einnig sjá þar, í byrjun myndbandsins, lítinn flutningabíl sem virðist vera í þann mund að beygja fyrir Gunnar.Fer leiðina á hverjum degiGunnar segist keyra þessa leið alla daga og að ástandið sé að versna. Hann telur þetta líklega hafa verið bílaleigubíl. „Ég gef alltaf stefnuljós til vinstri ef ég sé að hann ætlar að taka fram úr og það er að koma bíll á móti. Þarna var ég búin að vera með stefnuljósið á alveg töluvert lengi til vinstri og ég var búin að sveigja einu sinni fyrir hann svo hann myndi ekki fara fram úr. Svo um leið og ég var komin inn á minn kant til að mæta hinum bílnum, þá fer hann fram úr,“ segir Gunnar og nefnir að hann hafi ekki mætt bíl í rúmar tuttugu mínútur eftir þetta.Engar myndavélarGunnar segir engar myndavélar vera á svæðinu. Aðspurður um viðbrögð hjá þeim sem séu að keyra þjóðvegina að atvinnu segir Gunnar þess konar glæfraakstur vera að aukast og rætt sé um það þeirra á meðal. Jónas Vilhelmsson, yfirlögregluþjónn á Austurlandi, staðfestir í samtali við Vísi að engar myndavélar séu á svæðinu en þeir reyni hvað þeir geti að sinna eftirliti þar. „Það eru hraðamyndavélar í göngum en svo er þetta bara á örfáum stöðum á landinu þar sem eru hraðamyndavélar við þjóðveginn,“ segir Jónas. Hann segir að þeir séu ekki að fá mikið af tilkynningum en þeir viti af því að á þessum stað sé nokkuð um glæfraakstur. Þeir hafi tekið vaktir þarna þar sem þeir hafa skráð hátt í 25 tilfelli á einum degi.Þyngri umferðJónas segir að umferð á þjóðveginum hafi orðið þyngri eftir að ferðamönnum fjölgaði hér á landi. Þjóðvegirnir beri margir ekki allan þennan fjölda Þá séu einnig augljóst að ökuþórar hafi minni þolinmæði en áður og taki meiri áhættu. „Fólk hefur enga þolinmæði til að vera í umferðinni. Það er orðið margt í umferðinni víða og það eru allskonar farartæki,“ segir Jónas. Þá sé líka mismunandi þekking á vegum landsins sem og á þeim ökutækjum sem fólk stýrir. Jónas segir að þeir muni skoða allar upplýsingar sem þeir fá og reyna að gera það sem hægt er.
Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent „Það verður boðið fram í nafni VG“ Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Fleiri fréttir Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Lögreglan með málið til rannsóknar Áframhaldandi aðgerðir gegn Vítisenglum Geirfinnsmálið, orkuöflun, gjaldeyrishöftin og íslenskan á Sprengisandi Drógu aflvana bát í land í Neskaupstað Með bílinn fullan af fíkniefnum „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Sjá meira