Þægindamúsík í læknishöndum Elín ALbertsdóttir skrifar 22. desember 2017 11:00 Haukur Heiðar hefur gefið út nýjan tvöfaldan geisladisk með bestu lögunum sem hann hefur áður gefið út á plötum en þeir diskar eru ófáanlegir. MYND/EYÞÓR Haukur Heiðar Ingólfsson læknir hefur gefið út safnplötu með 44 lögum þar sem hann rifjar upp vinsæl lög af fyrri plötum. Þetta er þægileg tónlist leikin af fingrum fram. Haukur Heiðar hefur leikið af fingrum fram frá því hann var lítill drengur og æfði sig á gamalt stofuorgel móður sinnar. Þótt plötusala hafi nær þurrkast út og plötubúðir sjáist vart lengur lætur Haukur Heiðar ekki deigan síga. Fyrri plötur hans hafa allar selst upp og þessi nýjasta hefur fengið frábærar viðtökur. „Ég er virkilega þakklátur og ánægður með hversu þessum nýja diski er vel tekið,“ segir hann. „Fyrsti geisladiskurinn kom út árið 1984 og síðan annar fjórum árum síðar. Þegar ég varð sjötugur árið 2012 gaf ég út afmælisdisk og hann átti að verða sá síðasti. Ég hef hins vegar mikið verið spurður hvort hægt sé að fá þessa diska einhvers staðar en þeir eru ófáanlegir. Það var ástæðan fyrir því að ég gerði þennan disk sem nefnist Bestu lögin og inniheldur sérvalin lög af fyrri plötum,“ útskýrir Haukur Heiðar sem varð 75 ára á árinu og er enn á fullu að spila í hinum ýmsu veislum. „Þetta eru tveir diskar, annar með lögum þar sem þau eru sungin en hinn er eingöngu píanóleikur,“ segir hann en allt eru þetta lög sem áður hafa komið út á þeim sex geisladiskum sem læknirinn hefur sent frá sér.Ljúfar laglínur Haukur Heiðar er fyrir löngu orðinn kunnur fyrir tónlistina sem hann flytur svo ljúflega. Hann segir þetta vera svokallaða þægindamúsík sem flestum finnst gott að hafa í kringum sig. „Það er enginn hávaði á þessum plötum heldur mætti segja að þetta sé eins konar ljúf dinnermúsík eða bakgrunnstónlist. Ég er mikið fyrir melódíur og fallegar laglínur,“ segir Haukur Heiðar sem spilaði lengi undir borðhaldi á Broadway á meðan sá staður var vinsæll. Þegar hann er spurður hvaða tónlist hann setji á fóninn heima, svarar hann: „Það er þessi þægilega tónlist, ameríska söngbókin, klassísk revíulög, suðræn tónlist og svo hlusta ég á gömlu snillingana, Bach, Beethoven og Chopin. Sjálfur spila ég ekki klassíska tónlist en hlusta mikið á hana. Ætli ég hafi ekki frekar breiðan tónlistarsmekk. Ég fer reglulega á Sinfóníutónleika og hlusta talsvert á góða kóra, til dæmis Mótettukór Hallgrímskirkju. Svo er ég mikill aðdáandi Víkings Heiðars píanósnillings, hann er í sérflokki. Við eigum margt frábært tónlistarfólk hér á landi.“Á böllunum Sjálfur byrjaði Haukur Heiðar að spila á píanó 10 ára. „Ég lærði ekki á píanó heldur spilaði lögin eftir eyranu. Á þeim tíma var rokkið og poppið að byrja og lítill áhugi á nótum og klassískri tónlist. Mér var boðið að spila á hótel KEA sem ungum manni og fékk meðal annars að vinna með Jose Riba sem var með hljómsveit á hótelinu auk þess sem hann kenndi við Tónlistarskólann á Akureyri. Ég lærði töluvert af honum. Hann bauð helst upp á klassísk dægurlög og suðræna tónlist. Ferillinn byrjaði eins og oft vill verða í gagnfræðaskólahljómsveit og síðan lá leiðin á skemmtistaðina og sveitaböllin. Þegar áhugi á læknisfræði kviknaði hjá mér var ég ekki með stúdentspróf enda hafði ég ekki hugsað mér að ganga menntaveginn. Músíkin átti hug minn allan. En ég sá að mér, dreif mig í menntaskóla og þaðan í háskólann. Á þeim tíma hitti ég Ómar Ragnarsson og okkar ferill saman spannar líklega nálægt fimmtíu árum. Það var síðan Björgvin Halldórsson sem kom að máli við mig og hvatti mig til að gera plötu með píanótónlist. Slíkar plötur voru fátíðar hér á landi en Magnús Kjartansson hafði reyndar gert eina plötu á undan mér og stal af mér nafninu en sú nefndist Samkvæmt læknisráði sem ég hefði viljað setja á mína plötu.“Með Ómari í 50 ár Haukur Heiðar lék um árabil á jólatrésskemmtunum með Ómari Ragnarssyni en segist ekki gera það lengur. „Við fórum í jólasveinabúninga, ég með nikkuna, og svo sprelluðum við með krökkunum. Það kemur fyrir að ég spili fyrir barnabörnin eða þau fyrir mig. Tónlist er mikil í minni fjölskyldu, bæði hjá börnunum og barnabörnunum og það er stundum glatt á hjalla hjá okkur. Á aðfangadag verð ég í mat hjá dóttur minni og aldrei að vita nema lagið verði tekið. Jólin eru skemmtilegur tími,“ segir Haukur Heiðar en geisladiskinn hans er meðal annars hægt að nálgast í Tólf tónum, Fjarðarkaupum, Hagkaup og Pennanum/Eymundsson. Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira
Haukur Heiðar Ingólfsson læknir hefur gefið út safnplötu með 44 lögum þar sem hann rifjar upp vinsæl lög af fyrri plötum. Þetta er þægileg tónlist leikin af fingrum fram. Haukur Heiðar hefur leikið af fingrum fram frá því hann var lítill drengur og æfði sig á gamalt stofuorgel móður sinnar. Þótt plötusala hafi nær þurrkast út og plötubúðir sjáist vart lengur lætur Haukur Heiðar ekki deigan síga. Fyrri plötur hans hafa allar selst upp og þessi nýjasta hefur fengið frábærar viðtökur. „Ég er virkilega þakklátur og ánægður með hversu þessum nýja diski er vel tekið,“ segir hann. „Fyrsti geisladiskurinn kom út árið 1984 og síðan annar fjórum árum síðar. Þegar ég varð sjötugur árið 2012 gaf ég út afmælisdisk og hann átti að verða sá síðasti. Ég hef hins vegar mikið verið spurður hvort hægt sé að fá þessa diska einhvers staðar en þeir eru ófáanlegir. Það var ástæðan fyrir því að ég gerði þennan disk sem nefnist Bestu lögin og inniheldur sérvalin lög af fyrri plötum,“ útskýrir Haukur Heiðar sem varð 75 ára á árinu og er enn á fullu að spila í hinum ýmsu veislum. „Þetta eru tveir diskar, annar með lögum þar sem þau eru sungin en hinn er eingöngu píanóleikur,“ segir hann en allt eru þetta lög sem áður hafa komið út á þeim sex geisladiskum sem læknirinn hefur sent frá sér.Ljúfar laglínur Haukur Heiðar er fyrir löngu orðinn kunnur fyrir tónlistina sem hann flytur svo ljúflega. Hann segir þetta vera svokallaða þægindamúsík sem flestum finnst gott að hafa í kringum sig. „Það er enginn hávaði á þessum plötum heldur mætti segja að þetta sé eins konar ljúf dinnermúsík eða bakgrunnstónlist. Ég er mikið fyrir melódíur og fallegar laglínur,“ segir Haukur Heiðar sem spilaði lengi undir borðhaldi á Broadway á meðan sá staður var vinsæll. Þegar hann er spurður hvaða tónlist hann setji á fóninn heima, svarar hann: „Það er þessi þægilega tónlist, ameríska söngbókin, klassísk revíulög, suðræn tónlist og svo hlusta ég á gömlu snillingana, Bach, Beethoven og Chopin. Sjálfur spila ég ekki klassíska tónlist en hlusta mikið á hana. Ætli ég hafi ekki frekar breiðan tónlistarsmekk. Ég fer reglulega á Sinfóníutónleika og hlusta talsvert á góða kóra, til dæmis Mótettukór Hallgrímskirkju. Svo er ég mikill aðdáandi Víkings Heiðars píanósnillings, hann er í sérflokki. Við eigum margt frábært tónlistarfólk hér á landi.“Á böllunum Sjálfur byrjaði Haukur Heiðar að spila á píanó 10 ára. „Ég lærði ekki á píanó heldur spilaði lögin eftir eyranu. Á þeim tíma var rokkið og poppið að byrja og lítill áhugi á nótum og klassískri tónlist. Mér var boðið að spila á hótel KEA sem ungum manni og fékk meðal annars að vinna með Jose Riba sem var með hljómsveit á hótelinu auk þess sem hann kenndi við Tónlistarskólann á Akureyri. Ég lærði töluvert af honum. Hann bauð helst upp á klassísk dægurlög og suðræna tónlist. Ferillinn byrjaði eins og oft vill verða í gagnfræðaskólahljómsveit og síðan lá leiðin á skemmtistaðina og sveitaböllin. Þegar áhugi á læknisfræði kviknaði hjá mér var ég ekki með stúdentspróf enda hafði ég ekki hugsað mér að ganga menntaveginn. Músíkin átti hug minn allan. En ég sá að mér, dreif mig í menntaskóla og þaðan í háskólann. Á þeim tíma hitti ég Ómar Ragnarsson og okkar ferill saman spannar líklega nálægt fimmtíu árum. Það var síðan Björgvin Halldórsson sem kom að máli við mig og hvatti mig til að gera plötu með píanótónlist. Slíkar plötur voru fátíðar hér á landi en Magnús Kjartansson hafði reyndar gert eina plötu á undan mér og stal af mér nafninu en sú nefndist Samkvæmt læknisráði sem ég hefði viljað setja á mína plötu.“Með Ómari í 50 ár Haukur Heiðar lék um árabil á jólatrésskemmtunum með Ómari Ragnarssyni en segist ekki gera það lengur. „Við fórum í jólasveinabúninga, ég með nikkuna, og svo sprelluðum við með krökkunum. Það kemur fyrir að ég spili fyrir barnabörnin eða þau fyrir mig. Tónlist er mikil í minni fjölskyldu, bæði hjá börnunum og barnabörnunum og það er stundum glatt á hjalla hjá okkur. Á aðfangadag verð ég í mat hjá dóttur minni og aldrei að vita nema lagið verði tekið. Jólin eru skemmtilegur tími,“ segir Haukur Heiðar en geisladiskinn hans er meðal annars hægt að nálgast í Tólf tónum, Fjarðarkaupum, Hagkaup og Pennanum/Eymundsson.
Mest lesið Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið Terry Reid látinn Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum Menning Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Fleiri fréttir Tók sterkan kjúklingabita í stað þess að styggja Íslendinga Gekk hringinn í kringum landið fyrir vannærð börn í Afríku Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Sjá meira