
Ráðherrabull
Í Fréttatímanum segir orðrétt: „Þetta hefur komið til skoðunar. Hingað til hefur verið samningur við rannsóknarstofu í Svíþjóð, en árið 2012 – 2013 var skoðað sérstaklega hvort það myndi borga sig að færa þessa starfsemi hingað til lands,“ segir Sigríður. „Tvö fyrirtæki komu til greina og fór innanríkisráðuneytið í greiningarvinnu ásamt ríkislögreglustjóra og lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Og þá mátu menn sem svo að svona samstarf hér á landi svaraði ekki kostnaði. Þar fyrir utan þótti samningurinn við sænska rannsóknarfyrirtækið góður.“
Í fyrsta lagi bauðst Íslensk erfðagreining til þess að annast þetta verkefni ókeypis, annað hvort með því að sjá um greiningu sýna fyrir lögregluna eða hjálpa henni við að koma upp eigin rannsóknarstofu henni að kostnaðarlausu, sem myndi nýta sér tæki, þekkingu, reynslu og gögn Íslenskrar erfðagreiningar. Það er því út í hött að halda því fram að kostnaðargreining hafi leitt til þess að boði okkar hafi verið hafnað nema að svo ólíklega vilji til að sænska rannsóknarstofan borgi lögreglunni íslensku fyrir að fá að vinna með sýnin frá henni.
Í öðru lagi er engin þekking eða reynsla til staðar hjá innanríkisráðuneytinu, ríkislögreglustjóra eða lögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu sem gerir þeim kleift að komast að raun um hvað þurfi til þess að setja upp rannsóknarstofu til þess að rýna í DNA á Íslandi. Til þess að ályktun þeirra yrði eitthvað meira en ábyrgðarlaust blaður hefðu þessir aðilar orðið að leita sér ráða hjá þeim sem hafa sett á laggirnar svona rannsóknarstofu á Íslandi. Það er ekkert sem bendir til þess að þeir hafi gert það.
Síðan segir Sigríður:
„Það var líka sjónarmið að það væri ákveðinn kostur að hafa þessa starfsemi erlendis vegna smæðar samfélagsins.“
Þetta sjónarmið hlýtur að vera einhvers konar samnefnari minnimáttarkenndar og fáfræði. Það er nefnilega ekkert við smæð samfélagsins sem gerir það að verkum að það sé erfiðara að rýna í DNA á Íslandi en erlendis og reynslan sýnir að á þessu sviði höfum við eyjaskeggjar oftast skotið útlendingunum ref fyrir rass. Þess utan er engu erfiðara að verja persónuupplýsingar við greiningu lífsýna á Íslandi en í útlandinu og það er mun meiri reynsla hérlendis í notkun dulkóðunar við slíka vinnu en nokkurs staðar annars staðar í heiminum.
Það sem gerir það hins vegar að verkum að það er hreint glapræði að fela þetta verkefni erlendum aðilum er að það er hægt að fá svo miklu meiri upplýsingar (eða vísbendingar) út úr röðum níturbasa í erfðaefni Íslendinga ef vinnan er unnin hér heima.
Ástæðan er eftirfarandi: Það má skipta vinnunni við lífsýnin í fjóra þætti, öflun lífsýna á vettvangi, einangrun DNA úr lífsýnum, raðgreiningu DNA (eða arfgerðagreiningu) og úrvinnslu úr gögnum. Fyrsta þáttinn verður auðvitað að vinna á vettvangi en næstu tvo væri hægt að vinna jafnvel í útlandinu eins og hér heima, en engu betur. Ef greining gagna er hins vegar unnin í Svíþjóð er einungis hægt að bera DNA af vettvangi glæps saman við DNA úr einstaklingi sem liggur undir grun. Ef greining gagna ætti sér stað hér á landi gætum við hins vegar sagt með nokkurri vissu úr hvaða einstaklingi lífsýnið sé án þess að þurfa samanburð eða frekari vitnanna við. Þetta gætum við vegna þeirrar reynslu, þekkingar og gagna sem við höfum aflað á rúmlega tuttugu árum. Í þessu felst tækifæri til byltingarkenndra framfara í réttarlæknisfræði. Það má heldur ekki gleyma því að þegar lífsýni er sent til útlanda til greiningar flyst forræði yfir sýninu í hendur þeirra sem lögreglan ræður ekki yfir og lúta ekki íslenskum lögum. Það telst óæskilegt þótt það sé ekki frágangssök.
Það er ljóst af ofansögðu að núverandi dómsmálaráðherra líður ekki fyrir tunguhaft þegar hún er beðin að tjá sig um málefni sem hún veit lítið sem ekkert um. Það er bæði gott og vont, gott vegna þess að það minnkar nauðsyn þess að þjóðin taki hana alvarlega þegar hún tjáir sig, vont vegna þess að það minnkar líkurnar á því að þjóðin geti tekið hana alvarlega þegar hún tjáir sig. Það er einnig athyglisvert að ráðuneytið skuli ekki hafa áhuga á því að afla samfélaginu annarrar tæknigetu en þeirrar sem þarf til þess að koma hælisleitendum úr landi á ruddalegan og jafnvel ofbeldisfullan hátt.
Svo er það annað lögmál klassískrar rökfræði sem segir okkur að það sé hægt að komast að réttri niðurstöðu á röngum forsendum. Það er nefnilega að öllum líkindum rétt niðurstaða fyrir Íslenska erfðagreiningu að þurfa ekki að sinna réttarlæknisfræðirannsóknum vegna þess að þær hefðu kostað okkur amstur og við hefðum líklega verið réttilega gagnrýnd fyrir að nota upplýsingar sem var aflað í vísindaskyni til þess að negla glæpamenn. Við gerðum okkur fyllilega grein fyrir þessu þegar við buðum fram þjónustu okkar en við erum einfaldlega eins og aðrir í þessu samfélagi að þegar birnuharmleikir eiga sér stað eru nokkrar líkur á því að tilfinningar beri skynsemina ofurliði. En það er líka hægt, og líklegra en hitt, að menn komist að rangri niðurstöðu á grundvelli rangra forsendna og ég er handviss um að það er röng niðurstaða fyrir íslenskt samfélag að ráðuneytið hafnaði því að nýta þá möguleika sem eru raktir hér að ofan.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks
Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar

Um sjónarhorn og sannleika
Líf Magneudóttir skrifar

Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við?
Einar G. Harðarson skrifar

Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar?
Henning Arnór Úlfarsson skrifar

Málþóf og/eða lýðræði?
Elín Íris Fanndal skrifar

Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar?
Arnar Þór Ingólfsson skrifar

Ísafjarðarbær í Bestu deild
Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar

Þjóðarmorð í beinni
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar

Allt þetta máttu eiga ef þú tilbiður mig
Birgir Dýrfjörð skrifar

Atvinnufrelsi!
Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar

Að mása eða fara í golf
Jón Pétur Zimsen skrifar

Leiðréttum kerfisbundið misrétti
Jónína Brynjólfsdóttir skrifar

Leikjanámskeið fyrir fullorðna við Austurvöll
Þórður Snær Júlíusson skrifar

Sparnaðarráð fyrir ferðalagið
Svandís Edda Jónudóttir skrifar

Sál hvers samfélags birtist skýrast í því hvernig það annast börnin sín
Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar

Kaldar kveðjur frá Íslandi - á meðan Hörmungarnar halda áfram
Hjálmtýr Heiðdal,Yousef Ingi Tamimi,Magnús Magnússon skrifar

Samráðsdagar á Kjalarnesi
Ævar Harðarson skrifar

Skýr og lausnamiðuð afstaða Framsóknar til veiðigjalda
Ingibjörg Isaksen skrifar

Að mása sig hása til að tefja
Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar

Sjónarspil í Istanbul
Gunnar Pálsson skrifar

Að vilja meira og meira, meira í dag en í gær
Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar

Sjálfboðaliðinn er hornsteinninn
Hannes S. Jónsson skrifar

Kallað eftir málefnalegri umræðu um kröfur um íslenskukunnáttu
Eiríkur Rögnvaldsson skrifar

Gangast við mistökum
Júlíus Birgir Jóhannsson skrifar

Um styttingu vinnuvikunnar í leikskólum Reykjavíkurborgar, ákall um leiðréttingu
Anna Margrét Ólafsdóttir,Hafdís Svansdóttir,Jónína Einarsdóttir skrifar

Ríkisstjórnin ræðst gegn ferðaþjónustu bænda
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir skrifar

Að apa eða skapa
Rósa Dögg Ægisdóttir skrifar

Að reyna að „tímasetja“ markaðinn - er það góð strategía?
Baldvin Ingi Sigurðsson skrifar

Lífsnauðsynlegt aðgengi
Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Hvers vegna var Úlfar rekinn?
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar