Hvað er að frétta? Maríanna Hugrún Helgadóttir skrifar 14. desember 2017 07:00 Blóð fyrir aðgerðina á Landspítalanum? Rannsóknir á sýnum vegna hugsanlegra veirusjúkdóma? Greining sýna vegna erfðasjúkdóma? Fólkið sem sinnir þessu er í FÍN, Félagi íslenskra náttúrufræðinga. Náttúrufræðingar vinna fjölmörg samfélagslega mikilvæg störf, t.d. í Blóðbankanum, Veirufræðideild, Ónæmisfræðideild og Erfða- og sameindalæknisfræðideild. Margir okkar félagsmenn eru með líf okkar samborgara í höndunum. Þeir eru með mikla þjálfun að baki og án þeirra myndi heilbrigðiskerfið ekki vera starfhæft. Náttúrufræðingar vinna í Blóðbankanum, einu sérhæfðu stofnuninni á þessu sviði í landinu, s.s. við framleiðslu á blóðhlutum, þjónusturannsóknum, vefjaflokkun, gæðatryggingu, rannsóknum og nýsköpun. Hjá Blóðbankanum fá sjúklingar þá blóðhluta sem þeim eru nauðsynlegir vegna aðgerða og annarra meðferða. Þar eru greindir blóðflokkar og mótefni en án þess starfsþáttar væri ekki hægt að gefa sjúklingum blóðhluta, en greining á blóði mæðra í mæðraeftirliti fer þar fram. Þeir sinna einnig undirbúningi fyrir inngjöf blóðmyndandi stofnfruma sem safnað er úr sjúklingum sem eru aðallega með mergfrumuæxli og eitilfrumukrabbamein. Síðan eru sjúklingi gefnar til baka þessar stofnfrumur eftir háskammta lyfjameðferð en það er nauðsynleg meðferð til að sjúklingur nái bata eða lengja líf hans. Í vefjaflokkun fara fram rannsóknir og flokkun á rauðum og hvítum blóðkornum, en þessi flokkun er nauðsynleg ef sjúklingur þarf á líffæra- eða vefjaflutningum að halda. Náttúrufræðingar sem starfa á Veirufræðideild sinna ýmsum rannsóknum og greiningum á sýnum úr sjúklingum vegna hugsanlegra veirusjúkdóma og gera mótefnamælingar, sem er hluti af undirbúningi læknismeðferðar sjúklinga t.d. vegna krabbameins. Náttúrufræðingar á Ónæmisfræðideild sinna ýmsum vísindarannsóknum og kennslu, leiðbeina nemendum í framhaldsnámi bæði frá Íslandi og að utan í masters- og doktorsnámi. Náttúrufræðingar sitja í ýmsum ráðum og nefndum á spítalanum. Náttúrufræðingar á Erfða- og sameindalæknisfræðideild sinna þjónusturannsóknum á arfgengum sjúkdómum. Greind eru erfðaefni í blóðsýnum og niðurstöður túlkaðar. Þær niðurstöður geta leitt í ljós lífshættulega sjúkdóma, sem þó er auðvelt oft á tíðum að meðhöndla ef vitneskjan um sjúkdóminn er fyrir hendi. Fósturgreiningar koma þar einnig við sögu þegar annað eða báðir foreldrar eru arfberar hættulegra sjúkdóma. Náttúrufræðingar eru með að lágmarki fyrstu háskólagráðu hjá Landspítala með BS/BA og margir hafa tekið master eða doktor og eru því með 3-11 ára háskólanám að baki. Náttúrufræðingar þurfa starfsleyfi frá Landlækni til að sinna störfum sínum. Náttúrufræðingar viðhafa fagleg og vönduð vinnubrögð, en það skiptir höfuðmáli. Þeir vinna fyrir þig. Náttúrufræðingar eru í FÍN og eru í samningaviðræðum við ríkið. Við gerum kröfu um leiðréttingar á launum félagsmanna og gerum kröfu um fagleg vinnubrögð! Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Skoðun Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Blóð fyrir aðgerðina á Landspítalanum? Rannsóknir á sýnum vegna hugsanlegra veirusjúkdóma? Greining sýna vegna erfðasjúkdóma? Fólkið sem sinnir þessu er í FÍN, Félagi íslenskra náttúrufræðinga. Náttúrufræðingar vinna fjölmörg samfélagslega mikilvæg störf, t.d. í Blóðbankanum, Veirufræðideild, Ónæmisfræðideild og Erfða- og sameindalæknisfræðideild. Margir okkar félagsmenn eru með líf okkar samborgara í höndunum. Þeir eru með mikla þjálfun að baki og án þeirra myndi heilbrigðiskerfið ekki vera starfhæft. Náttúrufræðingar vinna í Blóðbankanum, einu sérhæfðu stofnuninni á þessu sviði í landinu, s.s. við framleiðslu á blóðhlutum, þjónusturannsóknum, vefjaflokkun, gæðatryggingu, rannsóknum og nýsköpun. Hjá Blóðbankanum fá sjúklingar þá blóðhluta sem þeim eru nauðsynlegir vegna aðgerða og annarra meðferða. Þar eru greindir blóðflokkar og mótefni en án þess starfsþáttar væri ekki hægt að gefa sjúklingum blóðhluta, en greining á blóði mæðra í mæðraeftirliti fer þar fram. Þeir sinna einnig undirbúningi fyrir inngjöf blóðmyndandi stofnfruma sem safnað er úr sjúklingum sem eru aðallega með mergfrumuæxli og eitilfrumukrabbamein. Síðan eru sjúklingi gefnar til baka þessar stofnfrumur eftir háskammta lyfjameðferð en það er nauðsynleg meðferð til að sjúklingur nái bata eða lengja líf hans. Í vefjaflokkun fara fram rannsóknir og flokkun á rauðum og hvítum blóðkornum, en þessi flokkun er nauðsynleg ef sjúklingur þarf á líffæra- eða vefjaflutningum að halda. Náttúrufræðingar sem starfa á Veirufræðideild sinna ýmsum rannsóknum og greiningum á sýnum úr sjúklingum vegna hugsanlegra veirusjúkdóma og gera mótefnamælingar, sem er hluti af undirbúningi læknismeðferðar sjúklinga t.d. vegna krabbameins. Náttúrufræðingar á Ónæmisfræðideild sinna ýmsum vísindarannsóknum og kennslu, leiðbeina nemendum í framhaldsnámi bæði frá Íslandi og að utan í masters- og doktorsnámi. Náttúrufræðingar sitja í ýmsum ráðum og nefndum á spítalanum. Náttúrufræðingar á Erfða- og sameindalæknisfræðideild sinna þjónusturannsóknum á arfgengum sjúkdómum. Greind eru erfðaefni í blóðsýnum og niðurstöður túlkaðar. Þær niðurstöður geta leitt í ljós lífshættulega sjúkdóma, sem þó er auðvelt oft á tíðum að meðhöndla ef vitneskjan um sjúkdóminn er fyrir hendi. Fósturgreiningar koma þar einnig við sögu þegar annað eða báðir foreldrar eru arfberar hættulegra sjúkdóma. Náttúrufræðingar eru með að lágmarki fyrstu háskólagráðu hjá Landspítala með BS/BA og margir hafa tekið master eða doktor og eru því með 3-11 ára háskólanám að baki. Náttúrufræðingar þurfa starfsleyfi frá Landlækni til að sinna störfum sínum. Náttúrufræðingar viðhafa fagleg og vönduð vinnubrögð, en það skiptir höfuðmáli. Þeir vinna fyrir þig. Náttúrufræðingar eru í FÍN og eru í samningaviðræðum við ríkið. Við gerum kröfu um leiðréttingar á launum félagsmanna og gerum kröfu um fagleg vinnubrögð! Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar