Hvað er að frétta? Maríanna Hugrún Helgadóttir skrifar 14. desember 2017 07:00 Blóð fyrir aðgerðina á Landspítalanum? Rannsóknir á sýnum vegna hugsanlegra veirusjúkdóma? Greining sýna vegna erfðasjúkdóma? Fólkið sem sinnir þessu er í FÍN, Félagi íslenskra náttúrufræðinga. Náttúrufræðingar vinna fjölmörg samfélagslega mikilvæg störf, t.d. í Blóðbankanum, Veirufræðideild, Ónæmisfræðideild og Erfða- og sameindalæknisfræðideild. Margir okkar félagsmenn eru með líf okkar samborgara í höndunum. Þeir eru með mikla þjálfun að baki og án þeirra myndi heilbrigðiskerfið ekki vera starfhæft. Náttúrufræðingar vinna í Blóðbankanum, einu sérhæfðu stofnuninni á þessu sviði í landinu, s.s. við framleiðslu á blóðhlutum, þjónusturannsóknum, vefjaflokkun, gæðatryggingu, rannsóknum og nýsköpun. Hjá Blóðbankanum fá sjúklingar þá blóðhluta sem þeim eru nauðsynlegir vegna aðgerða og annarra meðferða. Þar eru greindir blóðflokkar og mótefni en án þess starfsþáttar væri ekki hægt að gefa sjúklingum blóðhluta, en greining á blóði mæðra í mæðraeftirliti fer þar fram. Þeir sinna einnig undirbúningi fyrir inngjöf blóðmyndandi stofnfruma sem safnað er úr sjúklingum sem eru aðallega með mergfrumuæxli og eitilfrumukrabbamein. Síðan eru sjúklingi gefnar til baka þessar stofnfrumur eftir háskammta lyfjameðferð en það er nauðsynleg meðferð til að sjúklingur nái bata eða lengja líf hans. Í vefjaflokkun fara fram rannsóknir og flokkun á rauðum og hvítum blóðkornum, en þessi flokkun er nauðsynleg ef sjúklingur þarf á líffæra- eða vefjaflutningum að halda. Náttúrufræðingar sem starfa á Veirufræðideild sinna ýmsum rannsóknum og greiningum á sýnum úr sjúklingum vegna hugsanlegra veirusjúkdóma og gera mótefnamælingar, sem er hluti af undirbúningi læknismeðferðar sjúklinga t.d. vegna krabbameins. Náttúrufræðingar á Ónæmisfræðideild sinna ýmsum vísindarannsóknum og kennslu, leiðbeina nemendum í framhaldsnámi bæði frá Íslandi og að utan í masters- og doktorsnámi. Náttúrufræðingar sitja í ýmsum ráðum og nefndum á spítalanum. Náttúrufræðingar á Erfða- og sameindalæknisfræðideild sinna þjónusturannsóknum á arfgengum sjúkdómum. Greind eru erfðaefni í blóðsýnum og niðurstöður túlkaðar. Þær niðurstöður geta leitt í ljós lífshættulega sjúkdóma, sem þó er auðvelt oft á tíðum að meðhöndla ef vitneskjan um sjúkdóminn er fyrir hendi. Fósturgreiningar koma þar einnig við sögu þegar annað eða báðir foreldrar eru arfberar hættulegra sjúkdóma. Náttúrufræðingar eru með að lágmarki fyrstu háskólagráðu hjá Landspítala með BS/BA og margir hafa tekið master eða doktor og eru því með 3-11 ára háskólanám að baki. Náttúrufræðingar þurfa starfsleyfi frá Landlækni til að sinna störfum sínum. Náttúrufræðingar viðhafa fagleg og vönduð vinnubrögð, en það skiptir höfuðmáli. Þeir vinna fyrir þig. Náttúrufræðingar eru í FÍN og eru í samningaviðræðum við ríkið. Við gerum kröfu um leiðréttingar á launum félagsmanna og gerum kröfu um fagleg vinnubrögð! Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Blóð fyrir aðgerðina á Landspítalanum? Rannsóknir á sýnum vegna hugsanlegra veirusjúkdóma? Greining sýna vegna erfðasjúkdóma? Fólkið sem sinnir þessu er í FÍN, Félagi íslenskra náttúrufræðinga. Náttúrufræðingar vinna fjölmörg samfélagslega mikilvæg störf, t.d. í Blóðbankanum, Veirufræðideild, Ónæmisfræðideild og Erfða- og sameindalæknisfræðideild. Margir okkar félagsmenn eru með líf okkar samborgara í höndunum. Þeir eru með mikla þjálfun að baki og án þeirra myndi heilbrigðiskerfið ekki vera starfhæft. Náttúrufræðingar vinna í Blóðbankanum, einu sérhæfðu stofnuninni á þessu sviði í landinu, s.s. við framleiðslu á blóðhlutum, þjónusturannsóknum, vefjaflokkun, gæðatryggingu, rannsóknum og nýsköpun. Hjá Blóðbankanum fá sjúklingar þá blóðhluta sem þeim eru nauðsynlegir vegna aðgerða og annarra meðferða. Þar eru greindir blóðflokkar og mótefni en án þess starfsþáttar væri ekki hægt að gefa sjúklingum blóðhluta, en greining á blóði mæðra í mæðraeftirliti fer þar fram. Þeir sinna einnig undirbúningi fyrir inngjöf blóðmyndandi stofnfruma sem safnað er úr sjúklingum sem eru aðallega með mergfrumuæxli og eitilfrumukrabbamein. Síðan eru sjúklingi gefnar til baka þessar stofnfrumur eftir háskammta lyfjameðferð en það er nauðsynleg meðferð til að sjúklingur nái bata eða lengja líf hans. Í vefjaflokkun fara fram rannsóknir og flokkun á rauðum og hvítum blóðkornum, en þessi flokkun er nauðsynleg ef sjúklingur þarf á líffæra- eða vefjaflutningum að halda. Náttúrufræðingar sem starfa á Veirufræðideild sinna ýmsum rannsóknum og greiningum á sýnum úr sjúklingum vegna hugsanlegra veirusjúkdóma og gera mótefnamælingar, sem er hluti af undirbúningi læknismeðferðar sjúklinga t.d. vegna krabbameins. Náttúrufræðingar á Ónæmisfræðideild sinna ýmsum vísindarannsóknum og kennslu, leiðbeina nemendum í framhaldsnámi bæði frá Íslandi og að utan í masters- og doktorsnámi. Náttúrufræðingar sitja í ýmsum ráðum og nefndum á spítalanum. Náttúrufræðingar á Erfða- og sameindalæknisfræðideild sinna þjónusturannsóknum á arfgengum sjúkdómum. Greind eru erfðaefni í blóðsýnum og niðurstöður túlkaðar. Þær niðurstöður geta leitt í ljós lífshættulega sjúkdóma, sem þó er auðvelt oft á tíðum að meðhöndla ef vitneskjan um sjúkdóminn er fyrir hendi. Fósturgreiningar koma þar einnig við sögu þegar annað eða báðir foreldrar eru arfberar hættulegra sjúkdóma. Náttúrufræðingar eru með að lágmarki fyrstu háskólagráðu hjá Landspítala með BS/BA og margir hafa tekið master eða doktor og eru því með 3-11 ára háskólanám að baki. Náttúrufræðingar þurfa starfsleyfi frá Landlækni til að sinna störfum sínum. Náttúrufræðingar viðhafa fagleg og vönduð vinnubrögð, en það skiptir höfuðmáli. Þeir vinna fyrir þig. Náttúrufræðingar eru í FÍN og eru í samningaviðræðum við ríkið. Við gerum kröfu um leiðréttingar á launum félagsmanna og gerum kröfu um fagleg vinnubrögð! Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga.
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar