Hvað er að frétta? Maríanna Hugrún Helgadóttir skrifar 14. desember 2017 07:00 Blóð fyrir aðgerðina á Landspítalanum? Rannsóknir á sýnum vegna hugsanlegra veirusjúkdóma? Greining sýna vegna erfðasjúkdóma? Fólkið sem sinnir þessu er í FÍN, Félagi íslenskra náttúrufræðinga. Náttúrufræðingar vinna fjölmörg samfélagslega mikilvæg störf, t.d. í Blóðbankanum, Veirufræðideild, Ónæmisfræðideild og Erfða- og sameindalæknisfræðideild. Margir okkar félagsmenn eru með líf okkar samborgara í höndunum. Þeir eru með mikla þjálfun að baki og án þeirra myndi heilbrigðiskerfið ekki vera starfhæft. Náttúrufræðingar vinna í Blóðbankanum, einu sérhæfðu stofnuninni á þessu sviði í landinu, s.s. við framleiðslu á blóðhlutum, þjónusturannsóknum, vefjaflokkun, gæðatryggingu, rannsóknum og nýsköpun. Hjá Blóðbankanum fá sjúklingar þá blóðhluta sem þeim eru nauðsynlegir vegna aðgerða og annarra meðferða. Þar eru greindir blóðflokkar og mótefni en án þess starfsþáttar væri ekki hægt að gefa sjúklingum blóðhluta, en greining á blóði mæðra í mæðraeftirliti fer þar fram. Þeir sinna einnig undirbúningi fyrir inngjöf blóðmyndandi stofnfruma sem safnað er úr sjúklingum sem eru aðallega með mergfrumuæxli og eitilfrumukrabbamein. Síðan eru sjúklingi gefnar til baka þessar stofnfrumur eftir háskammta lyfjameðferð en það er nauðsynleg meðferð til að sjúklingur nái bata eða lengja líf hans. Í vefjaflokkun fara fram rannsóknir og flokkun á rauðum og hvítum blóðkornum, en þessi flokkun er nauðsynleg ef sjúklingur þarf á líffæra- eða vefjaflutningum að halda. Náttúrufræðingar sem starfa á Veirufræðideild sinna ýmsum rannsóknum og greiningum á sýnum úr sjúklingum vegna hugsanlegra veirusjúkdóma og gera mótefnamælingar, sem er hluti af undirbúningi læknismeðferðar sjúklinga t.d. vegna krabbameins. Náttúrufræðingar á Ónæmisfræðideild sinna ýmsum vísindarannsóknum og kennslu, leiðbeina nemendum í framhaldsnámi bæði frá Íslandi og að utan í masters- og doktorsnámi. Náttúrufræðingar sitja í ýmsum ráðum og nefndum á spítalanum. Náttúrufræðingar á Erfða- og sameindalæknisfræðideild sinna þjónusturannsóknum á arfgengum sjúkdómum. Greind eru erfðaefni í blóðsýnum og niðurstöður túlkaðar. Þær niðurstöður geta leitt í ljós lífshættulega sjúkdóma, sem þó er auðvelt oft á tíðum að meðhöndla ef vitneskjan um sjúkdóminn er fyrir hendi. Fósturgreiningar koma þar einnig við sögu þegar annað eða báðir foreldrar eru arfberar hættulegra sjúkdóma. Náttúrufræðingar eru með að lágmarki fyrstu háskólagráðu hjá Landspítala með BS/BA og margir hafa tekið master eða doktor og eru því með 3-11 ára háskólanám að baki. Náttúrufræðingar þurfa starfsleyfi frá Landlækni til að sinna störfum sínum. Náttúrufræðingar viðhafa fagleg og vönduð vinnubrögð, en það skiptir höfuðmáli. Þeir vinna fyrir þig. Náttúrufræðingar eru í FÍN og eru í samningaviðræðum við ríkið. Við gerum kröfu um leiðréttingar á launum félagsmanna og gerum kröfu um fagleg vinnubrögð! Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Halldór 19.07.2025 Halldór Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Óður til opinberra starfsmanna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Blóð fyrir aðgerðina á Landspítalanum? Rannsóknir á sýnum vegna hugsanlegra veirusjúkdóma? Greining sýna vegna erfðasjúkdóma? Fólkið sem sinnir þessu er í FÍN, Félagi íslenskra náttúrufræðinga. Náttúrufræðingar vinna fjölmörg samfélagslega mikilvæg störf, t.d. í Blóðbankanum, Veirufræðideild, Ónæmisfræðideild og Erfða- og sameindalæknisfræðideild. Margir okkar félagsmenn eru með líf okkar samborgara í höndunum. Þeir eru með mikla þjálfun að baki og án þeirra myndi heilbrigðiskerfið ekki vera starfhæft. Náttúrufræðingar vinna í Blóðbankanum, einu sérhæfðu stofnuninni á þessu sviði í landinu, s.s. við framleiðslu á blóðhlutum, þjónusturannsóknum, vefjaflokkun, gæðatryggingu, rannsóknum og nýsköpun. Hjá Blóðbankanum fá sjúklingar þá blóðhluta sem þeim eru nauðsynlegir vegna aðgerða og annarra meðferða. Þar eru greindir blóðflokkar og mótefni en án þess starfsþáttar væri ekki hægt að gefa sjúklingum blóðhluta, en greining á blóði mæðra í mæðraeftirliti fer þar fram. Þeir sinna einnig undirbúningi fyrir inngjöf blóðmyndandi stofnfruma sem safnað er úr sjúklingum sem eru aðallega með mergfrumuæxli og eitilfrumukrabbamein. Síðan eru sjúklingi gefnar til baka þessar stofnfrumur eftir háskammta lyfjameðferð en það er nauðsynleg meðferð til að sjúklingur nái bata eða lengja líf hans. Í vefjaflokkun fara fram rannsóknir og flokkun á rauðum og hvítum blóðkornum, en þessi flokkun er nauðsynleg ef sjúklingur þarf á líffæra- eða vefjaflutningum að halda. Náttúrufræðingar sem starfa á Veirufræðideild sinna ýmsum rannsóknum og greiningum á sýnum úr sjúklingum vegna hugsanlegra veirusjúkdóma og gera mótefnamælingar, sem er hluti af undirbúningi læknismeðferðar sjúklinga t.d. vegna krabbameins. Náttúrufræðingar á Ónæmisfræðideild sinna ýmsum vísindarannsóknum og kennslu, leiðbeina nemendum í framhaldsnámi bæði frá Íslandi og að utan í masters- og doktorsnámi. Náttúrufræðingar sitja í ýmsum ráðum og nefndum á spítalanum. Náttúrufræðingar á Erfða- og sameindalæknisfræðideild sinna þjónusturannsóknum á arfgengum sjúkdómum. Greind eru erfðaefni í blóðsýnum og niðurstöður túlkaðar. Þær niðurstöður geta leitt í ljós lífshættulega sjúkdóma, sem þó er auðvelt oft á tíðum að meðhöndla ef vitneskjan um sjúkdóminn er fyrir hendi. Fósturgreiningar koma þar einnig við sögu þegar annað eða báðir foreldrar eru arfberar hættulegra sjúkdóma. Náttúrufræðingar eru með að lágmarki fyrstu háskólagráðu hjá Landspítala með BS/BA og margir hafa tekið master eða doktor og eru því með 3-11 ára háskólanám að baki. Náttúrufræðingar þurfa starfsleyfi frá Landlækni til að sinna störfum sínum. Náttúrufræðingar viðhafa fagleg og vönduð vinnubrögð, en það skiptir höfuðmáli. Þeir vinna fyrir þig. Náttúrufræðingar eru í FÍN og eru í samningaviðræðum við ríkið. Við gerum kröfu um leiðréttingar á launum félagsmanna og gerum kröfu um fagleg vinnubrögð! Höfundur er formaður Félags íslenskra náttúrufræðinga.
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson Skoðun