Græn jól Úrsúla Jünemann skrifar 14. desember 2017 07:00 Flestir eru sammála um að vilja fá hvít jól. Brún eða rauð jól eru ekki á óskalistanum. En hvað með græn jól? Græni liturinn er oft tengdur við náttúruna, umhverfisvitund og vistvæna hegðun. Við viljum fá græna litinn inn í híbýlin okkar: Grænt jólatré, grænar greinar, grænar servíettur og grænan gjafapappír. Til að fá betri áhrif í þetta er rauði liturinn vinsæll með þessu. Rautt og grænt eru andstæðir litir sem gera hvort annað meira áberandi. Ekki gleyma því að amerískir jólasveinar eru í rauðum fötum og Rúdólf er með rautt nef. Íslenskir jólasveinar eru aftur á móti í sauðalitum enda voru þeir bláfátækir. María og Jósef höfðu ekki heldur efni á rauðum fatnaði þegar þau voru að leita sér gistingar. María var þá að því komin að ala barn þeirra. Rauði liturinn hefur lengi verið litur hefðarfólks. En að halda græn jól, hvað þýðir það? Við erum rík þjóð sem þykist vera á „bullandi góðæri“. Neyslan vex og að sama skapi eykst það sem við hendum í ruslið. Fullt af góðum og nothæfum hlutum fer í Sorpu vegna þess að það er hægt að fá eitthvað nýrra og flottara. En „græn hugsun“ byrjar ekki á því að flokka og setja í réttan gám. Það byrjar á því að kaupa minna og nýta hlutina betur þannig að sorpið minnkar. Við skulum líka vera meðvituð um að margar vörur sem við kaupum eru framleiddar í þróunarlöndum við ómögulegar aðstæður. Þegar hagvöxturinn minnkar með minna kaupæði þá er það væntanlega ekki hið versta mál. Þetta mun koma næstu kynslóðum að gagni því afkomendur okkar munu erfa jörðina eins og við skiljum hana eftir. Til hvers í ósköpunum „þurfum“ við að gefa jólagjafir, kaupa kannski eitthvert dót sem viðtakandi fer með strax eftir hátíðirnar og reynir að skipta? Flest okkar eiga allt eða næstum allt. Auðvitað er gaman að gleðja börnin því þeim finnst gaman að taka upp pakka. En þegar krakkar á aðfangadagskvöld rífa upp pakka eftir pakka og líta varla við því sem var í þeim þá er þetta ekki lengur það sem við viljum, þá er það vottur um græðgi en ekki gleði. Persónulegar gjafir, vel úthugsaðar og gefnar með ást hafa margfalt meira vægi. Og vel á minnst: Hægt er að gefa upplifun, til dæmis miða á tónleika eða leikhús, sameiginlega helgarferð, skemmtilegan kvöldmat, heimsókn á safn, dvöl í frístundahúsi, eitthvað sem menn geta gert saman sér til ánægju. Gefum hvert öðru tíma, tíminn er eitt það dýrmætasta sem við höfum. Svo er það val á jólatré. Margar verslanir bjóða upp á innflutt jólatré, yfirleitt normannsþin á mjög lágu verði. Þessi tré eru ræktuð á ökrum og eiturúðun til að drepa skaðvalda er mjög algeng. Kolefnisspor í sölu þessara trjáa er margfalt meira en hjá íslenskum trjám því flutningur langar leiðir hingað telur með. Þeir sem hugsa um „græn jól“ ættu að fara í skógræktarstöðvar og kaupa íslensk tré. Eitt í lokin: Umbúðabrjálæðið er skelfilegt hér á landi. Við kaupum vörur í miklum umbúðum. Þær er alla vega gott að setja í réttan gám til endurvinnslu. Höfum í huga að glansandi jólagjafapappír er oft ekki endurvinnanlegur. Hvernig væri að nota maskínupappír sem maður skreytir eftir sínu höfði? Margir vita ekki einu sinni um listahæfileika sína. Gleðileg græn og neyslugrönn jól. Höfundur er kennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Flestir eru sammála um að vilja fá hvít jól. Brún eða rauð jól eru ekki á óskalistanum. En hvað með græn jól? Græni liturinn er oft tengdur við náttúruna, umhverfisvitund og vistvæna hegðun. Við viljum fá græna litinn inn í híbýlin okkar: Grænt jólatré, grænar greinar, grænar servíettur og grænan gjafapappír. Til að fá betri áhrif í þetta er rauði liturinn vinsæll með þessu. Rautt og grænt eru andstæðir litir sem gera hvort annað meira áberandi. Ekki gleyma því að amerískir jólasveinar eru í rauðum fötum og Rúdólf er með rautt nef. Íslenskir jólasveinar eru aftur á móti í sauðalitum enda voru þeir bláfátækir. María og Jósef höfðu ekki heldur efni á rauðum fatnaði þegar þau voru að leita sér gistingar. María var þá að því komin að ala barn þeirra. Rauði liturinn hefur lengi verið litur hefðarfólks. En að halda græn jól, hvað þýðir það? Við erum rík þjóð sem þykist vera á „bullandi góðæri“. Neyslan vex og að sama skapi eykst það sem við hendum í ruslið. Fullt af góðum og nothæfum hlutum fer í Sorpu vegna þess að það er hægt að fá eitthvað nýrra og flottara. En „græn hugsun“ byrjar ekki á því að flokka og setja í réttan gám. Það byrjar á því að kaupa minna og nýta hlutina betur þannig að sorpið minnkar. Við skulum líka vera meðvituð um að margar vörur sem við kaupum eru framleiddar í þróunarlöndum við ómögulegar aðstæður. Þegar hagvöxturinn minnkar með minna kaupæði þá er það væntanlega ekki hið versta mál. Þetta mun koma næstu kynslóðum að gagni því afkomendur okkar munu erfa jörðina eins og við skiljum hana eftir. Til hvers í ósköpunum „þurfum“ við að gefa jólagjafir, kaupa kannski eitthvert dót sem viðtakandi fer með strax eftir hátíðirnar og reynir að skipta? Flest okkar eiga allt eða næstum allt. Auðvitað er gaman að gleðja börnin því þeim finnst gaman að taka upp pakka. En þegar krakkar á aðfangadagskvöld rífa upp pakka eftir pakka og líta varla við því sem var í þeim þá er þetta ekki lengur það sem við viljum, þá er það vottur um græðgi en ekki gleði. Persónulegar gjafir, vel úthugsaðar og gefnar með ást hafa margfalt meira vægi. Og vel á minnst: Hægt er að gefa upplifun, til dæmis miða á tónleika eða leikhús, sameiginlega helgarferð, skemmtilegan kvöldmat, heimsókn á safn, dvöl í frístundahúsi, eitthvað sem menn geta gert saman sér til ánægju. Gefum hvert öðru tíma, tíminn er eitt það dýrmætasta sem við höfum. Svo er það val á jólatré. Margar verslanir bjóða upp á innflutt jólatré, yfirleitt normannsþin á mjög lágu verði. Þessi tré eru ræktuð á ökrum og eiturúðun til að drepa skaðvalda er mjög algeng. Kolefnisspor í sölu þessara trjáa er margfalt meira en hjá íslenskum trjám því flutningur langar leiðir hingað telur með. Þeir sem hugsa um „græn jól“ ættu að fara í skógræktarstöðvar og kaupa íslensk tré. Eitt í lokin: Umbúðabrjálæðið er skelfilegt hér á landi. Við kaupum vörur í miklum umbúðum. Þær er alla vega gott að setja í réttan gám til endurvinnslu. Höfum í huga að glansandi jólagjafapappír er oft ekki endurvinnanlegur. Hvernig væri að nota maskínupappír sem maður skreytir eftir sínu höfði? Margir vita ekki einu sinni um listahæfileika sína. Gleðileg græn og neyslugrönn jól. Höfundur er kennari á eftirlaunum.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun