Græn jól Úrsúla Jünemann skrifar 14. desember 2017 07:00 Flestir eru sammála um að vilja fá hvít jól. Brún eða rauð jól eru ekki á óskalistanum. En hvað með græn jól? Græni liturinn er oft tengdur við náttúruna, umhverfisvitund og vistvæna hegðun. Við viljum fá græna litinn inn í híbýlin okkar: Grænt jólatré, grænar greinar, grænar servíettur og grænan gjafapappír. Til að fá betri áhrif í þetta er rauði liturinn vinsæll með þessu. Rautt og grænt eru andstæðir litir sem gera hvort annað meira áberandi. Ekki gleyma því að amerískir jólasveinar eru í rauðum fötum og Rúdólf er með rautt nef. Íslenskir jólasveinar eru aftur á móti í sauðalitum enda voru þeir bláfátækir. María og Jósef höfðu ekki heldur efni á rauðum fatnaði þegar þau voru að leita sér gistingar. María var þá að því komin að ala barn þeirra. Rauði liturinn hefur lengi verið litur hefðarfólks. En að halda græn jól, hvað þýðir það? Við erum rík þjóð sem þykist vera á „bullandi góðæri“. Neyslan vex og að sama skapi eykst það sem við hendum í ruslið. Fullt af góðum og nothæfum hlutum fer í Sorpu vegna þess að það er hægt að fá eitthvað nýrra og flottara. En „græn hugsun“ byrjar ekki á því að flokka og setja í réttan gám. Það byrjar á því að kaupa minna og nýta hlutina betur þannig að sorpið minnkar. Við skulum líka vera meðvituð um að margar vörur sem við kaupum eru framleiddar í þróunarlöndum við ómögulegar aðstæður. Þegar hagvöxturinn minnkar með minna kaupæði þá er það væntanlega ekki hið versta mál. Þetta mun koma næstu kynslóðum að gagni því afkomendur okkar munu erfa jörðina eins og við skiljum hana eftir. Til hvers í ósköpunum „þurfum“ við að gefa jólagjafir, kaupa kannski eitthvert dót sem viðtakandi fer með strax eftir hátíðirnar og reynir að skipta? Flest okkar eiga allt eða næstum allt. Auðvitað er gaman að gleðja börnin því þeim finnst gaman að taka upp pakka. En þegar krakkar á aðfangadagskvöld rífa upp pakka eftir pakka og líta varla við því sem var í þeim þá er þetta ekki lengur það sem við viljum, þá er það vottur um græðgi en ekki gleði. Persónulegar gjafir, vel úthugsaðar og gefnar með ást hafa margfalt meira vægi. Og vel á minnst: Hægt er að gefa upplifun, til dæmis miða á tónleika eða leikhús, sameiginlega helgarferð, skemmtilegan kvöldmat, heimsókn á safn, dvöl í frístundahúsi, eitthvað sem menn geta gert saman sér til ánægju. Gefum hvert öðru tíma, tíminn er eitt það dýrmætasta sem við höfum. Svo er það val á jólatré. Margar verslanir bjóða upp á innflutt jólatré, yfirleitt normannsþin á mjög lágu verði. Þessi tré eru ræktuð á ökrum og eiturúðun til að drepa skaðvalda er mjög algeng. Kolefnisspor í sölu þessara trjáa er margfalt meira en hjá íslenskum trjám því flutningur langar leiðir hingað telur með. Þeir sem hugsa um „græn jól“ ættu að fara í skógræktarstöðvar og kaupa íslensk tré. Eitt í lokin: Umbúðabrjálæðið er skelfilegt hér á landi. Við kaupum vörur í miklum umbúðum. Þær er alla vega gott að setja í réttan gám til endurvinnslu. Höfum í huga að glansandi jólagjafapappír er oft ekki endurvinnanlegur. Hvernig væri að nota maskínupappír sem maður skreytir eftir sínu höfði? Margir vita ekki einu sinni um listahæfileika sína. Gleðileg græn og neyslugrönn jól. Höfundur er kennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Flestir eru sammála um að vilja fá hvít jól. Brún eða rauð jól eru ekki á óskalistanum. En hvað með græn jól? Græni liturinn er oft tengdur við náttúruna, umhverfisvitund og vistvæna hegðun. Við viljum fá græna litinn inn í híbýlin okkar: Grænt jólatré, grænar greinar, grænar servíettur og grænan gjafapappír. Til að fá betri áhrif í þetta er rauði liturinn vinsæll með þessu. Rautt og grænt eru andstæðir litir sem gera hvort annað meira áberandi. Ekki gleyma því að amerískir jólasveinar eru í rauðum fötum og Rúdólf er með rautt nef. Íslenskir jólasveinar eru aftur á móti í sauðalitum enda voru þeir bláfátækir. María og Jósef höfðu ekki heldur efni á rauðum fatnaði þegar þau voru að leita sér gistingar. María var þá að því komin að ala barn þeirra. Rauði liturinn hefur lengi verið litur hefðarfólks. En að halda græn jól, hvað þýðir það? Við erum rík þjóð sem þykist vera á „bullandi góðæri“. Neyslan vex og að sama skapi eykst það sem við hendum í ruslið. Fullt af góðum og nothæfum hlutum fer í Sorpu vegna þess að það er hægt að fá eitthvað nýrra og flottara. En „græn hugsun“ byrjar ekki á því að flokka og setja í réttan gám. Það byrjar á því að kaupa minna og nýta hlutina betur þannig að sorpið minnkar. Við skulum líka vera meðvituð um að margar vörur sem við kaupum eru framleiddar í þróunarlöndum við ómögulegar aðstæður. Þegar hagvöxturinn minnkar með minna kaupæði þá er það væntanlega ekki hið versta mál. Þetta mun koma næstu kynslóðum að gagni því afkomendur okkar munu erfa jörðina eins og við skiljum hana eftir. Til hvers í ósköpunum „þurfum“ við að gefa jólagjafir, kaupa kannski eitthvert dót sem viðtakandi fer með strax eftir hátíðirnar og reynir að skipta? Flest okkar eiga allt eða næstum allt. Auðvitað er gaman að gleðja börnin því þeim finnst gaman að taka upp pakka. En þegar krakkar á aðfangadagskvöld rífa upp pakka eftir pakka og líta varla við því sem var í þeim þá er þetta ekki lengur það sem við viljum, þá er það vottur um græðgi en ekki gleði. Persónulegar gjafir, vel úthugsaðar og gefnar með ást hafa margfalt meira vægi. Og vel á minnst: Hægt er að gefa upplifun, til dæmis miða á tónleika eða leikhús, sameiginlega helgarferð, skemmtilegan kvöldmat, heimsókn á safn, dvöl í frístundahúsi, eitthvað sem menn geta gert saman sér til ánægju. Gefum hvert öðru tíma, tíminn er eitt það dýrmætasta sem við höfum. Svo er það val á jólatré. Margar verslanir bjóða upp á innflutt jólatré, yfirleitt normannsþin á mjög lágu verði. Þessi tré eru ræktuð á ökrum og eiturúðun til að drepa skaðvalda er mjög algeng. Kolefnisspor í sölu þessara trjáa er margfalt meira en hjá íslenskum trjám því flutningur langar leiðir hingað telur með. Þeir sem hugsa um „græn jól“ ættu að fara í skógræktarstöðvar og kaupa íslensk tré. Eitt í lokin: Umbúðabrjálæðið er skelfilegt hér á landi. Við kaupum vörur í miklum umbúðum. Þær er alla vega gott að setja í réttan gám til endurvinnslu. Höfum í huga að glansandi jólagjafapappír er oft ekki endurvinnanlegur. Hvernig væri að nota maskínupappír sem maður skreytir eftir sínu höfði? Margir vita ekki einu sinni um listahæfileika sína. Gleðileg græn og neyslugrönn jól. Höfundur er kennari á eftirlaunum.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar