Græn jól Úrsúla Jünemann skrifar 14. desember 2017 07:00 Flestir eru sammála um að vilja fá hvít jól. Brún eða rauð jól eru ekki á óskalistanum. En hvað með græn jól? Græni liturinn er oft tengdur við náttúruna, umhverfisvitund og vistvæna hegðun. Við viljum fá græna litinn inn í híbýlin okkar: Grænt jólatré, grænar greinar, grænar servíettur og grænan gjafapappír. Til að fá betri áhrif í þetta er rauði liturinn vinsæll með þessu. Rautt og grænt eru andstæðir litir sem gera hvort annað meira áberandi. Ekki gleyma því að amerískir jólasveinar eru í rauðum fötum og Rúdólf er með rautt nef. Íslenskir jólasveinar eru aftur á móti í sauðalitum enda voru þeir bláfátækir. María og Jósef höfðu ekki heldur efni á rauðum fatnaði þegar þau voru að leita sér gistingar. María var þá að því komin að ala barn þeirra. Rauði liturinn hefur lengi verið litur hefðarfólks. En að halda græn jól, hvað þýðir það? Við erum rík þjóð sem þykist vera á „bullandi góðæri“. Neyslan vex og að sama skapi eykst það sem við hendum í ruslið. Fullt af góðum og nothæfum hlutum fer í Sorpu vegna þess að það er hægt að fá eitthvað nýrra og flottara. En „græn hugsun“ byrjar ekki á því að flokka og setja í réttan gám. Það byrjar á því að kaupa minna og nýta hlutina betur þannig að sorpið minnkar. Við skulum líka vera meðvituð um að margar vörur sem við kaupum eru framleiddar í þróunarlöndum við ómögulegar aðstæður. Þegar hagvöxturinn minnkar með minna kaupæði þá er það væntanlega ekki hið versta mál. Þetta mun koma næstu kynslóðum að gagni því afkomendur okkar munu erfa jörðina eins og við skiljum hana eftir. Til hvers í ósköpunum „þurfum“ við að gefa jólagjafir, kaupa kannski eitthvert dót sem viðtakandi fer með strax eftir hátíðirnar og reynir að skipta? Flest okkar eiga allt eða næstum allt. Auðvitað er gaman að gleðja börnin því þeim finnst gaman að taka upp pakka. En þegar krakkar á aðfangadagskvöld rífa upp pakka eftir pakka og líta varla við því sem var í þeim þá er þetta ekki lengur það sem við viljum, þá er það vottur um græðgi en ekki gleði. Persónulegar gjafir, vel úthugsaðar og gefnar með ást hafa margfalt meira vægi. Og vel á minnst: Hægt er að gefa upplifun, til dæmis miða á tónleika eða leikhús, sameiginlega helgarferð, skemmtilegan kvöldmat, heimsókn á safn, dvöl í frístundahúsi, eitthvað sem menn geta gert saman sér til ánægju. Gefum hvert öðru tíma, tíminn er eitt það dýrmætasta sem við höfum. Svo er það val á jólatré. Margar verslanir bjóða upp á innflutt jólatré, yfirleitt normannsþin á mjög lágu verði. Þessi tré eru ræktuð á ökrum og eiturúðun til að drepa skaðvalda er mjög algeng. Kolefnisspor í sölu þessara trjáa er margfalt meira en hjá íslenskum trjám því flutningur langar leiðir hingað telur með. Þeir sem hugsa um „græn jól“ ættu að fara í skógræktarstöðvar og kaupa íslensk tré. Eitt í lokin: Umbúðabrjálæðið er skelfilegt hér á landi. Við kaupum vörur í miklum umbúðum. Þær er alla vega gott að setja í réttan gám til endurvinnslu. Höfum í huga að glansandi jólagjafapappír er oft ekki endurvinnanlegur. Hvernig væri að nota maskínupappír sem maður skreytir eftir sínu höfði? Margir vita ekki einu sinni um listahæfileika sína. Gleðileg græn og neyslugrönn jól. Höfundur er kennari á eftirlaunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Flestir eru sammála um að vilja fá hvít jól. Brún eða rauð jól eru ekki á óskalistanum. En hvað með græn jól? Græni liturinn er oft tengdur við náttúruna, umhverfisvitund og vistvæna hegðun. Við viljum fá græna litinn inn í híbýlin okkar: Grænt jólatré, grænar greinar, grænar servíettur og grænan gjafapappír. Til að fá betri áhrif í þetta er rauði liturinn vinsæll með þessu. Rautt og grænt eru andstæðir litir sem gera hvort annað meira áberandi. Ekki gleyma því að amerískir jólasveinar eru í rauðum fötum og Rúdólf er með rautt nef. Íslenskir jólasveinar eru aftur á móti í sauðalitum enda voru þeir bláfátækir. María og Jósef höfðu ekki heldur efni á rauðum fatnaði þegar þau voru að leita sér gistingar. María var þá að því komin að ala barn þeirra. Rauði liturinn hefur lengi verið litur hefðarfólks. En að halda græn jól, hvað þýðir það? Við erum rík þjóð sem þykist vera á „bullandi góðæri“. Neyslan vex og að sama skapi eykst það sem við hendum í ruslið. Fullt af góðum og nothæfum hlutum fer í Sorpu vegna þess að það er hægt að fá eitthvað nýrra og flottara. En „græn hugsun“ byrjar ekki á því að flokka og setja í réttan gám. Það byrjar á því að kaupa minna og nýta hlutina betur þannig að sorpið minnkar. Við skulum líka vera meðvituð um að margar vörur sem við kaupum eru framleiddar í þróunarlöndum við ómögulegar aðstæður. Þegar hagvöxturinn minnkar með minna kaupæði þá er það væntanlega ekki hið versta mál. Þetta mun koma næstu kynslóðum að gagni því afkomendur okkar munu erfa jörðina eins og við skiljum hana eftir. Til hvers í ósköpunum „þurfum“ við að gefa jólagjafir, kaupa kannski eitthvert dót sem viðtakandi fer með strax eftir hátíðirnar og reynir að skipta? Flest okkar eiga allt eða næstum allt. Auðvitað er gaman að gleðja börnin því þeim finnst gaman að taka upp pakka. En þegar krakkar á aðfangadagskvöld rífa upp pakka eftir pakka og líta varla við því sem var í þeim þá er þetta ekki lengur það sem við viljum, þá er það vottur um græðgi en ekki gleði. Persónulegar gjafir, vel úthugsaðar og gefnar með ást hafa margfalt meira vægi. Og vel á minnst: Hægt er að gefa upplifun, til dæmis miða á tónleika eða leikhús, sameiginlega helgarferð, skemmtilegan kvöldmat, heimsókn á safn, dvöl í frístundahúsi, eitthvað sem menn geta gert saman sér til ánægju. Gefum hvert öðru tíma, tíminn er eitt það dýrmætasta sem við höfum. Svo er það val á jólatré. Margar verslanir bjóða upp á innflutt jólatré, yfirleitt normannsþin á mjög lágu verði. Þessi tré eru ræktuð á ökrum og eiturúðun til að drepa skaðvalda er mjög algeng. Kolefnisspor í sölu þessara trjáa er margfalt meira en hjá íslenskum trjám því flutningur langar leiðir hingað telur með. Þeir sem hugsa um „græn jól“ ættu að fara í skógræktarstöðvar og kaupa íslensk tré. Eitt í lokin: Umbúðabrjálæðið er skelfilegt hér á landi. Við kaupum vörur í miklum umbúðum. Þær er alla vega gott að setja í réttan gám til endurvinnslu. Höfum í huga að glansandi jólagjafapappír er oft ekki endurvinnanlegur. Hvernig væri að nota maskínupappír sem maður skreytir eftir sínu höfði? Margir vita ekki einu sinni um listahæfileika sína. Gleðileg græn og neyslugrönn jól. Höfundur er kennari á eftirlaunum.
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun