Getur maður gefið það sem er dýrmætast í lífinu? Bjarni Gíslason skrifar 14. desember 2017 07:00 Á þessum tíma er ys og þys í búðum og verslunarmiðstöðvum, mörg leitandi augnaráð. Hvað á ég að gefa í ár? Var ekki einhver sem sagði „það sem þú vilt að aðrir gefi þér skalt þú þeim gefa“ eða misminnir mig? Svo þarf líka að pakka öllum gjöfunum inn. Menn vanda sig svo sem mismikið við það. Hvað er annars dýrmætast í lífinu? Getur maður gefið það? Hvaða umbúðir fara utan um kærleika og frið? Hvernig pakka ég inn sátt og farsæld, virðingu og samþykki? Von? Hjálparstarfið vinnur að öllum þessum þáttum í starfi á Íslandi og erlendis. Nú stendur yfir jólasöfnun fyrir vatni á svæðum í Eþíópíu og Úganda þar sem vatnsskortur er mikill. „Vatn er von“ er slagorðið, það skilja að minnsta kosti allir að án vatns er engin von. Þannig er vatn frábær jólagjöf sem gefur von. Þátttaka í jólasöfnun tryggir líka konum á sömu svæðum tækifæri til að setja á laggirnar smástarfsemi sem tryggir þeim tekjur sem þær ráða yfir. Það tryggir farsæld barna og fjölskyldnanna í heild. „Eftir að ég opnaði búðina mína hef ég fengið virðingu í samfélaginu og meira að segja maðurinn minn virðir mig meira en áður. Hjónaband okkar, samskipti og kærleikur er miklu meiri eftir að ég fór að standa á eigin fótum,“ segir kona í Jijiga-héraði í Eþíópíu. Væri ekki gaman að gefa „hjónabandssælu“ með því að taka þátt í jólasöfnun Hjálparstarfsins? Svo er líka hægt að gefa gjafabréf á gjofsemgefur.is, þar er hægt að gefa vatn, geitur, hænur, neyðarpakka og jólagjöf til barna á Íslandi, svo 5 bréf séu nefnd af 44. Með þessu öllu er starf Hjálparstarfsins styrkt, starf sem snýst um að efla fólk og samfélög til að skapa sína eigin farsæld, von og drauma. Gleðilega hátíð og takk fyrir stuðninginn. Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Á þessum tíma er ys og þys í búðum og verslunarmiðstöðvum, mörg leitandi augnaráð. Hvað á ég að gefa í ár? Var ekki einhver sem sagði „það sem þú vilt að aðrir gefi þér skalt þú þeim gefa“ eða misminnir mig? Svo þarf líka að pakka öllum gjöfunum inn. Menn vanda sig svo sem mismikið við það. Hvað er annars dýrmætast í lífinu? Getur maður gefið það? Hvaða umbúðir fara utan um kærleika og frið? Hvernig pakka ég inn sátt og farsæld, virðingu og samþykki? Von? Hjálparstarfið vinnur að öllum þessum þáttum í starfi á Íslandi og erlendis. Nú stendur yfir jólasöfnun fyrir vatni á svæðum í Eþíópíu og Úganda þar sem vatnsskortur er mikill. „Vatn er von“ er slagorðið, það skilja að minnsta kosti allir að án vatns er engin von. Þannig er vatn frábær jólagjöf sem gefur von. Þátttaka í jólasöfnun tryggir líka konum á sömu svæðum tækifæri til að setja á laggirnar smástarfsemi sem tryggir þeim tekjur sem þær ráða yfir. Það tryggir farsæld barna og fjölskyldnanna í heild. „Eftir að ég opnaði búðina mína hef ég fengið virðingu í samfélaginu og meira að segja maðurinn minn virðir mig meira en áður. Hjónaband okkar, samskipti og kærleikur er miklu meiri eftir að ég fór að standa á eigin fótum,“ segir kona í Jijiga-héraði í Eþíópíu. Væri ekki gaman að gefa „hjónabandssælu“ með því að taka þátt í jólasöfnun Hjálparstarfsins? Svo er líka hægt að gefa gjafabréf á gjofsemgefur.is, þar er hægt að gefa vatn, geitur, hænur, neyðarpakka og jólagjöf til barna á Íslandi, svo 5 bréf séu nefnd af 44. Með þessu öllu er starf Hjálparstarfsins styrkt, starf sem snýst um að efla fólk og samfélög til að skapa sína eigin farsæld, von og drauma. Gleðilega hátíð og takk fyrir stuðninginn. Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar