Getur maður gefið það sem er dýrmætast í lífinu? Bjarni Gíslason skrifar 14. desember 2017 07:00 Á þessum tíma er ys og þys í búðum og verslunarmiðstöðvum, mörg leitandi augnaráð. Hvað á ég að gefa í ár? Var ekki einhver sem sagði „það sem þú vilt að aðrir gefi þér skalt þú þeim gefa“ eða misminnir mig? Svo þarf líka að pakka öllum gjöfunum inn. Menn vanda sig svo sem mismikið við það. Hvað er annars dýrmætast í lífinu? Getur maður gefið það? Hvaða umbúðir fara utan um kærleika og frið? Hvernig pakka ég inn sátt og farsæld, virðingu og samþykki? Von? Hjálparstarfið vinnur að öllum þessum þáttum í starfi á Íslandi og erlendis. Nú stendur yfir jólasöfnun fyrir vatni á svæðum í Eþíópíu og Úganda þar sem vatnsskortur er mikill. „Vatn er von“ er slagorðið, það skilja að minnsta kosti allir að án vatns er engin von. Þannig er vatn frábær jólagjöf sem gefur von. Þátttaka í jólasöfnun tryggir líka konum á sömu svæðum tækifæri til að setja á laggirnar smástarfsemi sem tryggir þeim tekjur sem þær ráða yfir. Það tryggir farsæld barna og fjölskyldnanna í heild. „Eftir að ég opnaði búðina mína hef ég fengið virðingu í samfélaginu og meira að segja maðurinn minn virðir mig meira en áður. Hjónaband okkar, samskipti og kærleikur er miklu meiri eftir að ég fór að standa á eigin fótum,“ segir kona í Jijiga-héraði í Eþíópíu. Væri ekki gaman að gefa „hjónabandssælu“ með því að taka þátt í jólasöfnun Hjálparstarfsins? Svo er líka hægt að gefa gjafabréf á gjofsemgefur.is, þar er hægt að gefa vatn, geitur, hænur, neyðarpakka og jólagjöf til barna á Íslandi, svo 5 bréf séu nefnd af 44. Með þessu öllu er starf Hjálparstarfsins styrkt, starf sem snýst um að efla fólk og samfélög til að skapa sína eigin farsæld, von og drauma. Gleðilega hátíð og takk fyrir stuðninginn. Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Sjá meira
Á þessum tíma er ys og þys í búðum og verslunarmiðstöðvum, mörg leitandi augnaráð. Hvað á ég að gefa í ár? Var ekki einhver sem sagði „það sem þú vilt að aðrir gefi þér skalt þú þeim gefa“ eða misminnir mig? Svo þarf líka að pakka öllum gjöfunum inn. Menn vanda sig svo sem mismikið við það. Hvað er annars dýrmætast í lífinu? Getur maður gefið það? Hvaða umbúðir fara utan um kærleika og frið? Hvernig pakka ég inn sátt og farsæld, virðingu og samþykki? Von? Hjálparstarfið vinnur að öllum þessum þáttum í starfi á Íslandi og erlendis. Nú stendur yfir jólasöfnun fyrir vatni á svæðum í Eþíópíu og Úganda þar sem vatnsskortur er mikill. „Vatn er von“ er slagorðið, það skilja að minnsta kosti allir að án vatns er engin von. Þannig er vatn frábær jólagjöf sem gefur von. Þátttaka í jólasöfnun tryggir líka konum á sömu svæðum tækifæri til að setja á laggirnar smástarfsemi sem tryggir þeim tekjur sem þær ráða yfir. Það tryggir farsæld barna og fjölskyldnanna í heild. „Eftir að ég opnaði búðina mína hef ég fengið virðingu í samfélaginu og meira að segja maðurinn minn virðir mig meira en áður. Hjónaband okkar, samskipti og kærleikur er miklu meiri eftir að ég fór að standa á eigin fótum,“ segir kona í Jijiga-héraði í Eþíópíu. Væri ekki gaman að gefa „hjónabandssælu“ með því að taka þátt í jólasöfnun Hjálparstarfsins? Svo er líka hægt að gefa gjafabréf á gjofsemgefur.is, þar er hægt að gefa vatn, geitur, hænur, neyðarpakka og jólagjöf til barna á Íslandi, svo 5 bréf séu nefnd af 44. Með þessu öllu er starf Hjálparstarfsins styrkt, starf sem snýst um að efla fólk og samfélög til að skapa sína eigin farsæld, von og drauma. Gleðilega hátíð og takk fyrir stuðninginn. Höfundur er framkvæmdastjóri Hjálparstarfs kirkjunnar.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar