„Ég er stoltur af silfrinu“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 19. desember 2017 06:00 Þórir Hergeirsson hefur náð stórkostlegum árangri með norska landsliðinu. Vísir/AFP Þórir Hergeirsson vann um helgina til verðlauna á stórmóti í tíunda sinn sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins – og það í aðeins ellefu tilraunum. Norðmenn urðu að sætta sig við silfur á HM í Þýskalandi eftir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum, 23-21. „Það væri lítil auðmýkt í því að vera ekki stoltur af silfurverðlaunum,“ sagði Þórir við íþróttadeild í gær og kvaðst ánægður með árangurinn, þó svo að það hafi verið svekkjandi að tapa úrslitaleiknum. „Við höfum ekki tapað mörgum úrslitaleikjum í gegnum tíðina en það er alltaf svekkjandi. Frammistaða okkar á mótinu kom mér þægilega á óvart og í raun margt jákvætt hjá okkur, ekki síst á jafn sterku móti og þessi keppni var,“ segir Þórir. „En það var hrikalegt að klikka á undirstöðuþáttum okkar leiks í úrslitaleiknum – markvörslu og hraðaupphlaupum.“ Hann segist engar skýringar hafa á því af hverju markverðir norska liðsins vörðu aðeins fjögur skot af 27 gegn Frökkum. „Það hefur að ég held aldrei gerst áður,“ segir Þórir en bendir á að bæði meiðsli og veikindi hafi sett strik í reikninginn. Það sé ekki eina skýringin, markvarslan hafi farið niður á við eftir því sem liðið hafi á mótið. Þá hafi lítil markvarsla í úrslitaleiknum ekki hjálpað til í hraðaupphlaupunum, þó svo að Frakkar hafi lagt ofurkapp á að hægja á leiknum. „Það voru samt hraðaupphlaupsmöguleikar hjá okkur en það var engu líkara en að við værum með handbremsuna á í þessum leik. Svo brennum við af fjórum vítum sem var mjög dýrt. Þetta er algjörlega úr takti hjá okkur,“ segir hann.Ekki allir sérfræðingar Þrátt fyrir að flestir séu ánægðir með árangur norska liðsins heima fyrir heyrast alltaf óánægjuraddir. Þórir var til að mynda gagnrýndur eftir leik í norskum miðlum í gær af sérfræðingum í sjónvarpi. Þórir tekur umtal um norska liðið ekki inn á sig. „Það er bara hluti af þessu. Miklu fleiri eru jákvæðir en hitt þó svo að allir séu svekktir með að tapa úrslitaleik. Það er flott að þetta lið skapi umtal og betra en að öllum sé skítsama. Svo getur maður líka valið á hverja maður hlustar. Maður ljær klóku fólki eyra en það eru ekki allir sérfræðingar sem titla sig sérfræðinga,“ sagði Þórir.Í æfingabúðir með Frökkum Norðmenn hafa verið með talsverða yfirburði í íþróttinni síðustu ár en ógnarsterkt lið Frakka er líklegt til að gera atlögu að þeim yfirburðum. „Frakkland vann síðast árið 2003 og þó svo að engir titlar hafa komið síðan þá hafa þeir alltaf verið með í baráttunni um verðlaun. Nú eru þeir með firnasterkt lið og mikla breidd. Frakkland er mikil handboltaþjóð,“ segir Þórir en Norðmenn munu næsta sumar fara í æfingabúðir með Frökkum og spila við þá nokkra leiki á næsta ári. „Það er mikilvægt. Við höfum gert of lítið af því að spila við þær og ungu leikmennirnir okkar þurfa á því að halda.“ Þórir segist yfirleitt fljótur að hrista af sér tapleiki en það sé mismunandi. Það sitji þó í honum að hugsa til þess hversu lítið vantaði upp á. „Það þurfti bara að nýta tvö vítin og verja einn bolta til viðbótar. Þá hefðum við unnið þennan leik.“ Handbolti Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira
Þórir Hergeirsson vann um helgina til verðlauna á stórmóti í tíunda sinn sem aðalþjálfari norska kvennalandsliðsins – og það í aðeins ellefu tilraunum. Norðmenn urðu að sætta sig við silfur á HM í Þýskalandi eftir tap fyrir Frakklandi í úrslitaleiknum, 23-21. „Það væri lítil auðmýkt í því að vera ekki stoltur af silfurverðlaunum,“ sagði Þórir við íþróttadeild í gær og kvaðst ánægður með árangurinn, þó svo að það hafi verið svekkjandi að tapa úrslitaleiknum. „Við höfum ekki tapað mörgum úrslitaleikjum í gegnum tíðina en það er alltaf svekkjandi. Frammistaða okkar á mótinu kom mér þægilega á óvart og í raun margt jákvætt hjá okkur, ekki síst á jafn sterku móti og þessi keppni var,“ segir Þórir. „En það var hrikalegt að klikka á undirstöðuþáttum okkar leiks í úrslitaleiknum – markvörslu og hraðaupphlaupum.“ Hann segist engar skýringar hafa á því af hverju markverðir norska liðsins vörðu aðeins fjögur skot af 27 gegn Frökkum. „Það hefur að ég held aldrei gerst áður,“ segir Þórir en bendir á að bæði meiðsli og veikindi hafi sett strik í reikninginn. Það sé ekki eina skýringin, markvarslan hafi farið niður á við eftir því sem liðið hafi á mótið. Þá hafi lítil markvarsla í úrslitaleiknum ekki hjálpað til í hraðaupphlaupunum, þó svo að Frakkar hafi lagt ofurkapp á að hægja á leiknum. „Það voru samt hraðaupphlaupsmöguleikar hjá okkur en það var engu líkara en að við værum með handbremsuna á í þessum leik. Svo brennum við af fjórum vítum sem var mjög dýrt. Þetta er algjörlega úr takti hjá okkur,“ segir hann.Ekki allir sérfræðingar Þrátt fyrir að flestir séu ánægðir með árangur norska liðsins heima fyrir heyrast alltaf óánægjuraddir. Þórir var til að mynda gagnrýndur eftir leik í norskum miðlum í gær af sérfræðingum í sjónvarpi. Þórir tekur umtal um norska liðið ekki inn á sig. „Það er bara hluti af þessu. Miklu fleiri eru jákvæðir en hitt þó svo að allir séu svekktir með að tapa úrslitaleik. Það er flott að þetta lið skapi umtal og betra en að öllum sé skítsama. Svo getur maður líka valið á hverja maður hlustar. Maður ljær klóku fólki eyra en það eru ekki allir sérfræðingar sem titla sig sérfræðinga,“ sagði Þórir.Í æfingabúðir með Frökkum Norðmenn hafa verið með talsverða yfirburði í íþróttinni síðustu ár en ógnarsterkt lið Frakka er líklegt til að gera atlögu að þeim yfirburðum. „Frakkland vann síðast árið 2003 og þó svo að engir titlar hafa komið síðan þá hafa þeir alltaf verið með í baráttunni um verðlaun. Nú eru þeir með firnasterkt lið og mikla breidd. Frakkland er mikil handboltaþjóð,“ segir Þórir en Norðmenn munu næsta sumar fara í æfingabúðir með Frökkum og spila við þá nokkra leiki á næsta ári. „Það er mikilvægt. Við höfum gert of lítið af því að spila við þær og ungu leikmennirnir okkar þurfa á því að halda.“ Þórir segist yfirleitt fljótur að hrista af sér tapleiki en það sé mismunandi. Það sitji þó í honum að hugsa til þess hversu lítið vantaði upp á. „Það þurfti bara að nýta tvö vítin og verja einn bolta til viðbótar. Þá hefðum við unnið þennan leik.“
Handbolti Mest lesið Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Fótbolti „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Þjálfari Íslendingaliðsins í veikindaleyfi eftir yfirliðið „Við ætluðum okkur að vinna titla og vinna þennan titil“ „Væri alveg til í að hafa þá sem tengdasyni“ „Þjáning í marga daga“ Uppgjörið: Valur - Fram 27-28 | Fram Íslandsmeistari í fyrsta sinn í tólf ár Ómar óstöðvandi í sigri Magdeburg Óðinn og félagar einum sigri frá titlinum Þýskaland, Úrúgvæ og Serbía með Íslandi í riðli á HM Trúlofað par tekið inn í FH fjölskylduna Dræm mæting á fyrsta leik hafi verið Valsliðinu áfall Þjálfari Íslendingaliðsins hné niður í úrslitaleiknum Kolstad kláraði úrslitaeinvígið Baldur mátaði sig við þá bestu og setur stefnuna á toppinn Uppgjörið: Valur - Haukar 30-28 (1-0) | Engin þynnka í Evrópumeisturunum „Að besta dómarapar Íslands sitji upp í stúku finnst mér ansi skrýtið“ „Það er kúnst að leggja þetta til hliðar og byrja að fókusa“ Samgleðst vinkonum í Val sem eru vonandi þunnar „Ótrúlegt að við höfum unnið þennan leik“ Ómar Ingi hélt upp á framlengingu á samningi með stórleik Uppgjörið: Fram - Valur 27-26 | Fram einum sigri frá Íslandsmeistaratitlinum Framarar fengu drjúgan tíma til að sóla sig um helgina Dagur bikarmeistari eftir maraþon vítakeppni Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Sjá meira