Lífið

Nýjar útsetningar – á eldri tónlist

Kvartettinn skipa þau Sigurður Flosason, altsaxófónn, Guido Bäumer, barítónsaxófónn, Vigdís Klara Aradóttir, sópransaxófónn, og Peter Tompkins, tenórsaxófónn.
Kvartettinn skipa þau Sigurður Flosason, altsaxófónn, Guido Bäumer, barítónsaxófónn, Vigdís Klara Aradóttir, sópransaxófónn, og Peter Tompkins, tenórsaxófónn.
Tilefnið er bara að halda tónleika í skammdeginu, ekki endilega með jólatónlist heldur annarri hátíðlegri og þægilegri tónlist,“ segir Vigdís Klara Aradóttir, einn félaga í Íslenska saxófónkvartettinum sem spilar annað kvöld í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. „Við spilum mest barokk- og renaissance-tónlist og akkúrat núna ætlum við að flytja í fyrsta skipti nokkur verk eftir Henry Purcell, sem einn úr okkar hópi, Peter Tompkins, hefur útsett sérstaklega fyrir okkur. Purcell er enskt tónskáld og Tompkins hefur mikinn áhuga á að koma tónlistinni hans inn á borð til okkar,“ segir Vigdís Klara glettin. „Svo erum við líka að spila í fyrsta skipti á saxófóna útsetningar Sigurðar I. Snorrasonar á þekktum íslenskum sönglögum og svo þjóðlega dansa frá Ungverjalandi.“ Tónleikarnir hefjast klukkan 20. Þeir verða án hlés og taka um klukkustund. Aðgangur er ókeypis og eru þeir styrktir af Hafnarfjarðarbæ. – gun





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.