Lífið

Ferrell útskýrir Whitney Houston flutninginn í útskriftarræðunni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Skemmtileg saga.
Skemmtileg saga.
Gamanleikarinn Will Ferrell fékk doktorsgráðu frá Háskólanum í Suður-Kaliforníu fyrr á þessu ári og vakti sérstaka athygli þegar hann söng lagið I will always love you með Whitney Houston í útskriftinni.

Ferrell fékk sérstaka heiðursdoktorsgráðu frá skólanum sem hann stundaði nám við á sínum tíma.

Leikarinn fékk að rifja útskriftina upp hjá breska spjallþáttastjórnandanum Graham Norton á föstudagskvöldið.

Ferrell hélt örlitla ræðu og svo: „Mér fannst viðeigandi að reyna gefa útskriftarnemunum ákveðin innblástur með því að syngja lag með Whitney Houston,“ sagði Ferrell sem ákvað einnig að flytja ekki aðeins nokkrar línur úr laginu, heldur að taka þá alveg frá a-ö og pína í leiðinni nemendur skólans.

Hér að neðan má sjá útkomuna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.