Þetta borða fyrirsæturnar: Kleinuhringir og grillað brauð Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 28. nóvember 2017 21:30 Fyrirsætur tala um mat. Vísir / Getty Images Við skyggnumst inní heim ofurfyrirsætanna og athugum hvað þær borða til að halda sér í góðu formi og lifa heilbrigðu lífi.Behati Prinsloo.Vísir / Getty ImagesLífrænt og ljúftVictoria’s Secret-fyrirsætan Behati Prinsloo vandar valið þegar kemur að matnum sem hún lætur ofan í sig.„Ég vel fljótlegan og auðveldan mat, en það þýðir ekki að ég borði skyndibita,“ segir Behati og bætir við:„Ég bý í New York og það eru margir lífrænir valkostir sem hægt er að grípa með sér.“Karlie Kloss.Vísir / Getty ImagesSkipti kexi út fyrir lárperuFyrirsætan Karlie Kloss segist hafa minnkað sykurneyslu en aukið grænmetisneyslu sem táningur og fundið mikinn mun á líkama sínum.„Ég hætti að borða Goldfish- og Oreo-kex og byrjaði að borða grænkálssalöt og ristað brauð með lárperu. Það breytti orkunni í líkama mínum og ég fattaði að það sem ég borða hefur áhrif á það hvernig mér líður.“Tess Holliday.Vísir / Getty ImagesElskaðu þigTess Holliday er í bandarískri stærð 22 og oft gagnrýnd fyrir holdafar sitt. Hún segist lifa heilbrigðu lífi, enda sé hreysti ekki metið í kílóum eða vaxtarlagi.„Fólk minnist oft á velgengni mína og síðan segir það: Já, en hún lifir óheilbrigðu lífi - ekki ég,“ segir Tess, sem spáir lítið í matarkúrum. „Ég veit að ég er feit en ég held að fólk fatti ekki það sem ég er að reyna að kenna konum og sýna þeim að það er í lagi að vera maður sjálfur og elska sig eins og maður er.“Kate Upton.Vísir / Getty ImagesKleinuhringir endrum og eins„Hún borðar prótein í hvert mál og takmarkar sykur og unnar matvörur,“ segir einkaþjálfari fyrirsætunnar Kate Upton, Ben Bruno.„Hún lætur eitthvað eftir sér endrum og eins, eins og allir. Og það er allt í lagi. Uppáhaldsgóðgætið hennar eru kleinuhringir. Ekki á hverjum degi en lífið er of stutt til að skemmta sér ekki stundum.“Kendall Jenner.Vísir / Getty ImagesElskar pastaKendall Jenner elskar að boxa og borða hollan mat.„Ég finn á æfingu ef ég borða ekki rétt. Ég elska pasta en ég verð klárlega þreytt af því, sem mér líkar ekki. Ég byrja daginn yfirleitt á eggjum, lárperu og hafragraut. Mér líður betur ef ég borða vel,“ segir Kendall.Bella Hadid.Vísir / Getty ImagesGrilluð samloka alla dagaFyrirsætan Bella Hadid sagði eitt sinn á Snapchat að hún borðaði grillaða samloku og franskar á hverjum einasta degi.Adriana Lima.Vísir / Getty ImagesEkki reyna þetta heimaVictoria’s Secret-fyrirsætan Adriana Lima leggur mikið á sig fyrir tískusýningu. Hún drekkur eingöngu próteinsjeika í níu daga og borðar ekkert annað. Síðan í tólf klukkutíma fyrir tískusýningu drekkur hún ekkert, til að missa allt að þrjú kíló.„Táningarnir þarna úti sem lesa þetta - ekki svelta ykkur eða drekka eingöngu vökva,“ segir Adriana og biðlar til aðdáenda sinna að apa þetta mataræði ekki eftir. Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira
Við skyggnumst inní heim ofurfyrirsætanna og athugum hvað þær borða til að halda sér í góðu formi og lifa heilbrigðu lífi.Behati Prinsloo.Vísir / Getty ImagesLífrænt og ljúftVictoria’s Secret-fyrirsætan Behati Prinsloo vandar valið þegar kemur að matnum sem hún lætur ofan í sig.„Ég vel fljótlegan og auðveldan mat, en það þýðir ekki að ég borði skyndibita,“ segir Behati og bætir við:„Ég bý í New York og það eru margir lífrænir valkostir sem hægt er að grípa með sér.“Karlie Kloss.Vísir / Getty ImagesSkipti kexi út fyrir lárperuFyrirsætan Karlie Kloss segist hafa minnkað sykurneyslu en aukið grænmetisneyslu sem táningur og fundið mikinn mun á líkama sínum.„Ég hætti að borða Goldfish- og Oreo-kex og byrjaði að borða grænkálssalöt og ristað brauð með lárperu. Það breytti orkunni í líkama mínum og ég fattaði að það sem ég borða hefur áhrif á það hvernig mér líður.“Tess Holliday.Vísir / Getty ImagesElskaðu þigTess Holliday er í bandarískri stærð 22 og oft gagnrýnd fyrir holdafar sitt. Hún segist lifa heilbrigðu lífi, enda sé hreysti ekki metið í kílóum eða vaxtarlagi.„Fólk minnist oft á velgengni mína og síðan segir það: Já, en hún lifir óheilbrigðu lífi - ekki ég,“ segir Tess, sem spáir lítið í matarkúrum. „Ég veit að ég er feit en ég held að fólk fatti ekki það sem ég er að reyna að kenna konum og sýna þeim að það er í lagi að vera maður sjálfur og elska sig eins og maður er.“Kate Upton.Vísir / Getty ImagesKleinuhringir endrum og eins„Hún borðar prótein í hvert mál og takmarkar sykur og unnar matvörur,“ segir einkaþjálfari fyrirsætunnar Kate Upton, Ben Bruno.„Hún lætur eitthvað eftir sér endrum og eins, eins og allir. Og það er allt í lagi. Uppáhaldsgóðgætið hennar eru kleinuhringir. Ekki á hverjum degi en lífið er of stutt til að skemmta sér ekki stundum.“Kendall Jenner.Vísir / Getty ImagesElskar pastaKendall Jenner elskar að boxa og borða hollan mat.„Ég finn á æfingu ef ég borða ekki rétt. Ég elska pasta en ég verð klárlega þreytt af því, sem mér líkar ekki. Ég byrja daginn yfirleitt á eggjum, lárperu og hafragraut. Mér líður betur ef ég borða vel,“ segir Kendall.Bella Hadid.Vísir / Getty ImagesGrilluð samloka alla dagaFyrirsætan Bella Hadid sagði eitt sinn á Snapchat að hún borðaði grillaða samloku og franskar á hverjum einasta degi.Adriana Lima.Vísir / Getty ImagesEkki reyna þetta heimaVictoria’s Secret-fyrirsætan Adriana Lima leggur mikið á sig fyrir tískusýningu. Hún drekkur eingöngu próteinsjeika í níu daga og borðar ekkert annað. Síðan í tólf klukkutíma fyrir tískusýningu drekkur hún ekkert, til að missa allt að þrjú kíló.„Táningarnir þarna úti sem lesa þetta - ekki svelta ykkur eða drekka eingöngu vökva,“ segir Adriana og biðlar til aðdáenda sinna að apa þetta mataræði ekki eftir.
Mest lesið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Lífið Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Tónlist Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Trölli stelur jólunum í Borgarleikhúsinu Menning Baltasar Samper látinn Menning Fleiri fréttir Sólveig Anna greinir woke-ið Bergþór og Laufey selja slotið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Rosalia komin með skvísu upp á arminn „Og leynigesturinn er enginn annar en…“ Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Innflytjendamálin eru fíllinn í stofunni Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Skóli við rætur Vatnajökuls Faðir Dilberts allur Tvö ár af ást hjá Charlie og Laufeyju Slíðruðu sverðin á árshátíð borgarstjórnar Diddy selur svörtu einkaþotuna Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Sjá meira