#metoo: Þöggun vinnuveitenda Rakel Sveinsdóttir skrifar 27. desember 2017 07:00 Ég veit um mann sem hefur áreitt samstarfskonur sínar kynferðislega í mörg ár. Reyndar í svo mörg ár að ef mér reiknast rétt til, þá er hann núna að áreita fjórðu kynslóð kvenna. Hans „markhópur“ eru ungar og fallegar konur. Og þegar að ég segi „markhópur“ er ég ekki að tala um viðskiptavini fyrirtækisins. Það erfiða við þetta tilfelli er að viðkomandi er vinnuveitandi. Atvinnurekandi til fjölda ára, sem gerir hans fámenna starfshópi erfitt um vik að segja frá eða ráðast í „aðgerðir“. Skiptir þá engu þótt karlkynsstarfsmenn fyrirtækisins styðji #metoo heilshugar. Þeir, rétt eins og kvenstarfsmennirnir, vilja nefnilega ekki missa vinnuna sína. En sitthvað getum við þó gert, til að rjúfa þá þöggun vinnuveitenda og atvinnulífs, sem er til staðar og hefur því miður verið lengi. Ég nefni dæmi: Lykilstjórnanda er sagt upp, með „samkomulagi“. Samkomulagið felur í sér að viðkomandi segir í rauninni upp sjálfur og getur þar með betur haldið sinni reisn. Fyrirtækið lítur ágætlega út gagnvart viðskiptavinum sínum og samfélaginu, því í raun vita flestir ekkert og mjög fáir sitthvað. Samkomulag sem þetta er löngum þekkt, sérstaklega þegar í hlut eiga uppsagnir lykilstarfsmanna. Oftar en ekki er þá samhliða umsamið að viðkomandi starfsmaður fái góð meðmæli. Það næsta sem gerist er að við lesum frétt þar sem fram kemur að fyrirtæki X hafi ráðið þennan sama mann í lykilstöðu. Sem auðvitað þýðir að viðkomandi fer að starfa með nýjum samstarfskonum. Eða á ég að tala um að vinna með nýrri „bráð“? Við getum nefnilega ekki verið viss um að uppsögn og samkomulag um starfslok á einum stað tryggi að viðkomandi láti af fyrri hegðun og nánast breyti um karakter á næsta vinnustað. Þess vegna tel ég mikilvægt að vinnuveitendur segi satt og rétt frá í meðmælum og umsögnum, ef upp hafa komið starfslok vegna kynferðislegrar áreitni. Annað er ekki heiðarlegt. Annað er áframhaldandi þöggun. Á árinu 2018 mun FKA fylgja eftir #metoo byltingunni. Það verður ekki aðeins í þágu okkar 1.100 kvenna í félaginu heldur fyrir konur og karla í viðskiptalífinu almennt. Enginn afsláttur gefinn.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Skoðun Pops áttu p? Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin hækkar leigu stúdenta Arent Orri J. Claessen,Viktor Pétur Finnsson skrifar Skoðun Annar í feðradegi…og ég leyfi mér að dreyma Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Orkuskiptin heima og að heiman Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Fyrir hvað stöndum við? Brynja Hallgrímsdóttir skrifar Skoðun COP30, Ísland, lífsskilyrði og loftslagsvá Kamma Thordarson skrifar Skoðun Dýrkeypt vinavæðing á vakt lögreglustjórans Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Svöng Eflingarbörn Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Úr myrkri í von – Saga Grindvíkinga Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þak yfir höfuðið er mannréttindi ekki forréttindi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Glæpur eða gjörningur? Sigfús Aðalsteinsson,Baldur Borgþórsson skrifar Skoðun Við erum að vinna fyrir þig Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börn í biðröð hjá Sýslumanni Helga Vala Helgadóttir skrifar Skoðun Sofandaháttur Íslands í nýrri iðnbyltingu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Byggjum fyrir síðustu kaupendur Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Það sem við segjum er það sem við erum Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Óásættanleg bið, fordómar og aðrar hindranir í kerfinu Helga F. Edwardsdóttir skrifar Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Ég veit um mann sem hefur áreitt samstarfskonur sínar kynferðislega í mörg ár. Reyndar í svo mörg ár að ef mér reiknast rétt til, þá er hann núna að áreita fjórðu kynslóð kvenna. Hans „markhópur“ eru ungar og fallegar konur. Og þegar að ég segi „markhópur“ er ég ekki að tala um viðskiptavini fyrirtækisins. Það erfiða við þetta tilfelli er að viðkomandi er vinnuveitandi. Atvinnurekandi til fjölda ára, sem gerir hans fámenna starfshópi erfitt um vik að segja frá eða ráðast í „aðgerðir“. Skiptir þá engu þótt karlkynsstarfsmenn fyrirtækisins styðji #metoo heilshugar. Þeir, rétt eins og kvenstarfsmennirnir, vilja nefnilega ekki missa vinnuna sína. En sitthvað getum við þó gert, til að rjúfa þá þöggun vinnuveitenda og atvinnulífs, sem er til staðar og hefur því miður verið lengi. Ég nefni dæmi: Lykilstjórnanda er sagt upp, með „samkomulagi“. Samkomulagið felur í sér að viðkomandi segir í rauninni upp sjálfur og getur þar með betur haldið sinni reisn. Fyrirtækið lítur ágætlega út gagnvart viðskiptavinum sínum og samfélaginu, því í raun vita flestir ekkert og mjög fáir sitthvað. Samkomulag sem þetta er löngum þekkt, sérstaklega þegar í hlut eiga uppsagnir lykilstarfsmanna. Oftar en ekki er þá samhliða umsamið að viðkomandi starfsmaður fái góð meðmæli. Það næsta sem gerist er að við lesum frétt þar sem fram kemur að fyrirtæki X hafi ráðið þennan sama mann í lykilstöðu. Sem auðvitað þýðir að viðkomandi fer að starfa með nýjum samstarfskonum. Eða á ég að tala um að vinna með nýrri „bráð“? Við getum nefnilega ekki verið viss um að uppsögn og samkomulag um starfslok á einum stað tryggi að viðkomandi láti af fyrri hegðun og nánast breyti um karakter á næsta vinnustað. Þess vegna tel ég mikilvægt að vinnuveitendur segi satt og rétt frá í meðmælum og umsögnum, ef upp hafa komið starfslok vegna kynferðislegrar áreitni. Annað er ekki heiðarlegt. Annað er áframhaldandi þöggun. Á árinu 2018 mun FKA fylgja eftir #metoo byltingunni. Það verður ekki aðeins í þágu okkar 1.100 kvenna í félaginu heldur fyrir konur og karla í viðskiptalífinu almennt. Enginn afsláttur gefinn.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar